Laugardagur, 18. nóvember 2023
Ekkert að frétta
Jaðarmiðlar erlendis hafa sýnt fram á að allt að helmingur þeirra sem IDF* segir að Hamas hafi drepið, voru drepnir með allsherjar skotárásum úr herþyrlum IDF, og að talan sem gefin er upp að hafi verið drepnir í árás Hamas 7. okt. síðastliðinn sé ekki aðeins óstaðfest heldur að öllum líkindum helmingi lægri.
IDF hefur hins vegar drepið yfir 12000 borgara, sextíu prósent þeirra mæður og börn, og það er staðfest. Á sama tíma er Íslenska ríkið með tóman Hamfarasjóðinn, sem stofnaður var fyrir mörgum mörgum árum við mikil fagnaðarlæti.
Sama ránríkið skattar foreldra sem hjálpa börnum sínum við íbúðarkaup, semur ný lög til að bæta við hamfarasjóðinn - afsakið, innviðastyrking - semur önnur lög til að grípa inn í við stuðning við Grindvískar fjölskyldur á vergangi, þó nóg sé til í lagafjallinu til að leyfa ógnarstjórninni að styrkja þær hvort eð er.
... manstu fjallið, lagafjallið, sem þú gætir skipað að steypast í sjó fram, hefðirðu trú á eigin huga og réttlætisvitund? {nyttland.is}
Þá er áhugaverð umræðan um að hjálpa fólki að kaupa íbúð? Er það eins og þegar Ræningjaríkið (sjá nýlegar færslur um Ríkisránið) lokaði efnahag- og lýðfrelsi þjóðarinnar í tvö ár útaf lygasögu og sprautaði 82 prósent sömu þjóðar með eitri? Manstu tölurnar? Fengu fyrirtæki og borgarar bættan ríkishamfara skaðann?
Er enginn byrjaður að ræða um sprautuskaðana, skyndidauðann, hraðkrabbann (Turbocancer), umframdauðsföllin og ólæknandi taugasjúkdóma eða ófrjósemi? Er enginn búinn að athuga að stjórnvöld brutu fjölda refsilaga við aðgerðirnar? Er ekkert uppgjör í bígerð, engin umræða nema hjá hundleiðinlegum Antivistum sem enginn nennir að ræða við?
Eigum við að ræða verkefnið Bakkahöfn í kringum Bláa lónið, veit að fáeinir verksvitar hér í bloggheimum fatta djókið. Eða kröfu ríkisins við bankana að frysta grindvísk lán í þrjá mánuði? Hm, byrjið á að frysta ykkar eigin rányrkju, eða önnur úrræði sem þið hafið vald á. Hvar var krafan um frystingar á lánum 2009 þegar byrjað var að skafa eignir af fólki vegna force majeure?*
Mörgum brá þegar 180 suður-rómönum var vísað úr landi með miklum látum, og enduðu allir í varðhaldi á áfangastað. Á sama tíma eru 40 þúsund innfluttir útlendingar, sem enginn veit neitt um, í húsnæði víðsvegar um landið, svo varla er húsnæðisskortur fyrir nokkra Grindvíkinga?
Var eitthvað mál að leyfa þessu fólki að vera, ef það vill vinna? Á sama tíma og vinstri-öfgar - sem í dag eru allir flokkar landsins - flytja inn þúsundir manns sem enginn veit neitt um, geta Íslenskir borgarar ekki gifst erlendu fólki og fengið handa því dvalarleyfi án þess að fara í gegnum rannsóknarréttinn með flóknum skjalavalds umsóknum, blóðprufum og fleiru, og jafnvel þó það heppnist tekur mörg ár fyrir hinn grunsamlega maka að vera meðtekinn sem borgari landsins.
... eða loftskattarnir, tugir milljarðar, við höfum efni á því en ekki á að undirbúa neitt fyrir eldgos á Reykjanesi þrátt fyrir síendurtekin eldgos þar síðustu þrjú árin eftir að nesið hefur verið kyrrlátt í þúsund ár!
Ekki þar fyrir, það tekur tvær vikur að reisa tvöþúsund manna gámaþorp eins og gert var á Reyðarfirði, með þjónustu og alles. Tekur fimm símtöl, en til þess þarf eitthvað annað en útdregna firringu í brúnni.
Í síðustu viku kom í ljós að Bandaríkin eru svo gott sem gjaldþrota. Nýleg útgáfa ríkisverðbréfa seljast svo gott sem ekki neitt, og eru boðin á miklum afslætti, en Kína er byrjað að losa sig við sinn hluta þeirra. Tvennum sögum fer af Kína, sumar alþjóðastofnanir segja þá skila 5 prósent hagvexti í ár, aðrar að þeir séu í neikvæðum hagvexti - þetta sé allt spurning um hvernig vísitalan er reiknuð.
Hvernig er okkar vísitala reiknuð?
Allavega, eini efnhagaur jarðarkúlunnar sem núna er góðum gír, er í Rússlandi, sem framleiðir nú hundraðogfimmtíuþúsund fallbyssuskot á mánuði og hefur sjöfaldað framleiðslu á skriðdrekum, þotum, flugskeytum og fleiri leikföngum á árinu, meðan vesturlönd eru "closed for business" en æsa þó til heimsstyrjaldar! Það er einmitt eina landið sem neitaði að skyldusprauta borgara sína, bannar kynþvott í skólum og styrkir fjölskyldur til að eignast börn og gefur land þeim sem vilja hefja sjálfsþurftabúskap. Og tekur aðeins 13 prósent tekjuskatt - og leyfir þér að eiga dísel jeppa!
Vesturelítan segir þetta land sé að hruni komið út af GDP samanburði! Að leiðtogi þess lands sé hataðasti "stjórnandi" heimsins, en er þó sá eini sem getur gengið um á götum úti óhræddur við borgara sína.
Einn færasti hernaðar greinandi samtímans, Andrei Martyanov, hefur mikla ánægju af að sýna lesendum sínum, eða áhorfendum í myndskeiðum, dæmi um hvernig t.d. landframleiðslur (GDP) og ýmsar tölur í hergagnaiðnaði eru reiknaðar.
Eitt skemmtilegasta dæmið er stór kjarnorkukafbátur, í nýlegri hönnun, en bæði Rússar og Bandaríkin flagga slíkum skipum. Báðir eru álíka stórir, báðir hafa svipaða tæknigetu og svipað vopnabúr, annar þeirra kostar 9 milljónir dollara en hinn 9 milljarða ... læt glöggum lesendum eftir að reikna það dæmi alla leið. En við sem höfum lengi hrist hausinn yfir firringu okkar vesturlandafólks, könnumst vel við hvernig þetta dæmi virkar, og að til lengdar gengur það ekki upp.
Eða eins og einn hér á bloggheimum hefur sýnt fram á - fyrrum löggjafi og virtur menningarfrömuður - að á síðustu sex árum hefur ríkið tútnað út um 20 prósent meðan einkaframtakið dróst saman um 20 prósent ...
Bíddu nú við.
Nató knötturinn er núna með allt frosið varðandi Úkraínu, á meðan Ísrael fær allan fjár- og hergagnastuðning fyrir sitt stríð. Ha, nýlega sagði einn af ráðherrum Bæden að Bandaríkin færu létt með þrennar vígstöðvar, en getur þó aðeins vopnað og fjármagnað einar! Samtímis er allur and-rússneski áróðurinn farinn til fj-nd-ns, því Zíonistaríkið hefur reynst grimmara og glæpsamlegra í sínu stríði en Pútler í sínu.
Bandaríkin fjárvana, Þýskaland (sem borgar 80 prósent af ESB) í neikvæðum hagvexti, ESB tæknilega gjaldþrota. Vestræn vopnabúr svo gott sem tóm, það sem til er af nothæfum vopnum eru að tveim þriðju tilbúið til notkunar en að meðaltali þriðjungur í yfirhalningu eða viðgerð, lágmarks mönnun á herjunum og enginn áhugi meðal borgara að verja Nató blokkina sé á hana ráðist.
Flottu Leopard, Abrams og Challenger þurfa þriggja tíma viðhald fyrir hvern klukkutíma á vígvelli, og eins er með flugherinn og flotann. Nató herirnir voru því sem næst flengdir í bæði Írak og Afganistan þegar hermennirnir þurftu að heyja alvöru bardaga. Flettu því upp.
Frakkland í tæknilegri borgarastyrjöld og Spánn einnig, svo og Holland, og flest önnur Evrópuríkin við rauðu línuna. Öll elíta vesturlanda eins og hún leggur sig rúin öllu trausti eftir Covid morðæðið; þó sprautuþegar þegi við bloggfærslum, þá lofa ég þér eftir samræður við fólk hér og þar síðustu þrjú árin, allir borgarar landsins eins og þeir leggja sig fyrirlíta Elítuna og elítuna og sjá skýrt hversu djúp firringin er. Þetta er eins í öllum hinum vestræna heimi.
Á sama tíma er Rússneska hermaskínan að taka sneið fyrir sneið til sín af Rússneskum héruðum Úkraínu, í rólegheitum og með lágmarks mannfalli - eins og við spáðum fyrir í upphafi, með hertækni útskýringu - en Úkraínski herinn er svo gott sem hruninn. Öll ríki Miðausturlanda sniðganga eða skamma eða spýta á sendifulltrúa (og forseta) Bandaríkjanna og eru að funda án þeirra um hvernig skuli leysa vandann í sínum heimshluta; þetta er í fyrsta sinn síðan 1917! Í fyrsta sinn - síðan á dögum Salahadin - eru miðausturlönd bæði sameinuð gegn Nató blokkinni, og hafa til þess efnahagslega og hernaðarlega getu.
Einföldun; Eftir framkomu ESB/Nató við Rússa síðan 2008, hvað þá síðan 2014, og sérstaklega síðan 2022, get ég lofað þér einu, þeir hætta ekki fyrr en ESb/Nató er búið spil. Við bentum á þetta í febrúar 2022; nú er tíminn fyrir Ísland að velja sér vini viturlega og af virðingu en ekki Quislíngagreddu.
Tugir Íslenskra borgara hafa tryggt að á FB séu þeir með myndir og póstanir, eftir þessu heilræði, og hafa einnig sent skeyti til viðeigandi aðila, og það hefur verið vottað, veit ég. Ekki eru allir hérlendingar með bergmál í leiruðum hausnum.
BRICS þjóðirnar eru að ræða í fúlustu alvöru að setja upp eigið Internet ásamt eigin SWIFT kerfi, en bíddu við; Rússar hönnuðu sjálfstætt Internet árin 2017-19 og þeir prufukeyra það á hverju vori. Í maí t.d. keyrðu þeir internet landsins í þrjá sólarhringa án þess að nokkur innan landamæranna gæti átt samskipti við erlenda hlutann, og allt virkaði, einhverjir smáhnökrar hér og þar.
Sem minnir mig á greininguna á GRU netkerfinu frá dögum Sovét, sem við ræddum í Arkívinu á sínum tíma. Já, kerfið er ekki nýtt, það er áratuga gamalt, aðeins þurfti að uppfæra það.
Þetta er ein af hinum frægu "Guy Ellis Exclusive" greiningum.
Á fundi Bæden og Xi í Kommíforníu fyrir nokkrum dögum, fékk Bæden þvílíka skammarræðu frá Xi, að aldrei hefur annað eins gerst í ræðu Kínversks þjóðarleiðtoga yfir Bandarískum eða Breskum, og fékk til baka að hann væri einræðisherra. Xi er soldið valdamikill, en að hann sé tilskipana- einræðisherra, tja, jafnvel ég veit að stjórnkerfi KKF er soldið öðruvísi vírað. Þá hefur Xi margsannað, að hann er snjall stjórnandi og á virðingu skilið.
Sjáðu; ég útskýrði í desember 2021: Evrópa og Bandaríkin eru varnarlaus með öllu og úlfarnir sveima í kringum gettóið, svo skín í vígtennurnar. Það tók á annan klukkutíma að rökstyðja yrðinguna, en ekkert hefur breyst síðan þá. Heimurinn sem þú býrð í, sápukúlan, er ekki lengur til. Í mörg ár reyndum við að vara við, að bómullarfóðringin í sjálfumglöðum (Complacent) neysluheimi okkar, væri alvarleg sjálfsblekking.
Það átti að vera self-defeating prophecy! Skamm!
Elítan og litla elítan, þær vita þetta. Þær hafa verið æðisgengnar (Frantic) í þrjú til fjögur ár. Þær voru jafn hræddar í Covid og almenningur, en ekki við vírusinn. Almenningur var hræddur við platvírusinn sem enginn hefur sannað né beðið um sönnun fyrir. Antivistar voru hræddir við Marxíska fasismann sem vestrænu lýðræðisríkin annað hvort breyttust í eða höfðu alltaf verið. Við hin - sem vissum að lýðveldin eru lýgveldi, og hvernig sagan er víruð - við skelfdumst múgæsingu allra þessara þriggja, sérstaklega skelfdumst við "sannleika" antivista því þeir komu í veg fyrir að hægt væri að flýja ... eða byggja öryggisgettó.
Skelfingin sem greip um sig 2020, hafði ekkert að gera með vírus. Það koma fréttir af sama tagi á tveggja til þriggja ára fresti allar götur síðan 1968. En árið 2019 hvarf raunsæi, því náð raunsæis var fjarlægð. Vitund þín er tengdari almættinu en egó þitt - eða sjálfumgleði - þorir að horfast í augu við.
Þetta er það sem dímonarnir skelfast (sem Elítan er samlöguð*), föllnu englarnir eru rólegri yfir stöðunni; það er eitthvað að gerast sem er á annan hátt en túlkanir spádómanna sáu fyrir.
Veit ekki hvað það er, sem er gott. Ég veit þó að það er erfiður vegur framundan, jafnvel hörmungar - allt af völdum sjálfumgleði og rörsýna (siðrofs) - en endurtekin óumbeðin sýn segir að það sé gott í vændum, mun betra en við getum ímyndað okkur. Veit að fleiri hafa fengið slíkar sýnir.
Það væri kúl.
Því ég held að það sem er í gangi sé dýpra en samsærakenningarnar útskýra, eða útlitið bendir til. Það er verið að sýna okkur eitthvað, hverri einustu manneskju (og mannveru), og það er vandlega fylgst með hvort hver og einn skilji það á sinn hátt - hvort heldur hann vakni eins og antivisti eða styður einhverja fjölmiðlavitleysu, eða ekki. Dýpra og sumpart ægilegra, í þessari hrikalegu en jákvæðu merkingu ... veit ekki hvort ég trúi því sjálfur, en það er einmitt púnkturinn, því mér er slétt sama þó allt myndi strokast út á morgun, hef ekkert á því að græða að ástandið lagist eða tapa á að það versni, og að mínu mati erum við mann-kyn og mann-fólk verðlaus og ekki viðleitni virði.
... einhverra hluta vegna, eigum við einhvern séns.
Eins og Guð sagði við Nóa; ég mun aldrei aftur eyða mannhafinu.
... þetta, með flóði, er viðbót valdaverkfræðinnar.
Guð sér eitthvað í þér, jafn ómerkileg og óverðskuldandi mann-vera sem þú ert, sem gerir þig einhvers virði. Mér er fyrirmunað að skilja hvað það er. Við erum öll án verðskuldunar. Elítan hins vegar, hún er æðisleg! Hún setur mann í fangelsi fyrir hatur ef það er ekki tekið fram.
Einföldun:
Lífið er einstakt, hvort heldur við lifum einu sinni eða oftar, hvort heldur sálin er eilíf eða stundarneisti. Við lifum hvert okkar æviskeið, við eigum drauma sem aldrei rætast og upplifum aðra sem við þekkjum ekki aftur. Við eigum gleði og sorgir, og hvert okkar þarf að glíma við sínar þrautir. Elítan á ekki að fokka upp lífi okkar og auka á erfiðleikana, það er ekki hlutverk hennar, og hún á ekki endalaust að rangsnúa öllu sem hún getur og rífa af þér allt sem þú átt*.
Sé það staðan, þarf að stokka öllu upp, því þó lífið sé yndislegt, þá ... þú skilur.
E.s. Langaði ekki til að skrifa, saknaði bloggtúnglisins í kvöld, yfirles síðar. Það er bara svo hrikalega vitlaust allt sem maður er að sjá í fréttum síðustu dagana, að maður verður að spennulosa smá.
Spirit healer:
Tölurnar? Á heilu ári var öll þjóðin skimuð með ógildu PCR, hálft fjórða hundrað þúsund. Þar af fundust sexþúsund smit með dauðaleit, þar af fengu 375 sótt, þar af voru 29 svæfðir og settir í öndunarvél sem drap þá. Það var nú öll farsóttin! Farsóttir virka ekki svona, þú kannt að lesa þér til!
* Israeli Defense Force
* Force Majeure; báðir aðilar samnings beri skaðann!
* Assimilated
* Hún er löngu búin að rífa allt af mér, og heilsuna einnig, svo ég er úr leik. En þú átt e.t.v. börn eða barnabörn ...
Athugasemdir
Góður Guðjón, -takk fyrir.
Magnús Sigurðsson, 19.11.2023 kl. 07:12
Takk sömuleiðis, Magnús. Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 19.11.2023 kl. 13:31
"Guð sér eitthvað í þér, jafn ómerkileg og óverðskuldandi mann-vera sem þú ert, sem gerir þig einhvers virði. Mér er fyrirmunað að skilja hvað það er. Við erum öll án verðskuldunar."
Ég hef líka velt þessu fyrir mér. Án niðurstöðu.
Góður sem oftast, Takk.
Haukur Árnason, 19.11.2023 kl. 22:42
hehe - ég var létt skelkaður að skrif-etta. Takk fyrir Haukur, og bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 20.11.2023 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.