Þegar veggurinn keyrir á þig en ekki öfugt

Íslendingar eru jafn siðblindir í dag og þeir voru fyrir þrem árum. Þeir hafa ekkert lært, og eru því ófærir um það. Ef þú sérð ekki meinfýsni, þegar henni er sprautað í skrokkinn á þér, er tilgangslaust að vanda um fyrir þér með orðum.

Eða:

Það hlýtur að vera soldið fyndið að heimselítan var að fremja stærsta fjöldamorð allra tíma, ræsa þriðju heimsstyrjöldina með klikkuðum stríðsglæpum; og enginn trúir að slíkt sé að gerast.

Vantar þig sönnun fyrir að við erum í helvíti og að veruleikinn er ímyndun?

Jafnvel þeir sem sjá hvað er að gerast, trúa ennþá að til sé sannleikurinn um lýgina og hægt sé að vekja hina fanga helvítis, og að Elítan sé fólk en ekki djöflar. Einmitt í alvöru helvíti væri ekki hægt að benda neinum á heiðarlegar einfaldar staðreyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Í vissum skilningi er Satan aðeins fangavörður eitraðra sálna sem ekki er óhætt að sleppa lausum á alheiminn, og föllnu englarnir aðeins starfsmenn fangelsis sem reyna í hvívetna með klækjum og bellibrögðum að benda hinum siðblindu og siðlausu sjálfeitruðu og sjálfumglöðu sálum á þann veruleika sem þær skapa sjálfar með eigin innri duld[um].

Þetta er nánast inntak allra hugmyndakerfa allra tíma, en betra að fela í athugasemd sem fáir munu lesa og enn færri skilja. Í þeim skilningi er eini munurinn á fallna ljósenglinum Satan og hinum ljósenglinum Mikael - sem margir líta á sem elstu tvo engla alheimsins og hugsanlega tvíbura; að átökin milli þeirra og spádómar undanfarin 6000 ár, sé aðeins barátta um hvaða uppeldisaðferð yfirfangavörðurin eigi að nota, og að einn daginn muni annar þeirra víkja fyrir hinum ...

... já, að öll trúarkerfin og andtrúarkerfin snúist aðeins um það, hvaða uppeldisaðferð englumlíkir fangaverðir alheimsins eigi að beita, til að þú opnir augun fyrir sjálfum þér í spíral 42ja endurfæðinga, muntu endurhæfast og verður þér hleypt (uppljómuðum) út í alheiminn, eða verður niðurstaðan sú að þú sér óforbetranlegur?

... eða kannski þurfum við bara 0,8 prósent viðbótarskatt á fasteignagjöldin?

Guðjón E. Hreinberg, 12.11.2023 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband