Laugardagur, 11. nóvember 2023
Ómótað vísindalegt hrognamál
Við lestur tengdrar fréttar leit ég sem snöggvast á hvaða blaðamaður setti hana saman, því vafalaust hefur tekið einhvern tíma að setja saman langa frétta-grein. Blaðamaður t.d. trúir því að til sé fyrirbærið Vísindamenn frekar en Fræðimenn, sem segir mér ýmislegt um heimsmynd viðkomandi.
[Það sem nú er að gerast í kringum Grindavík, er stórt mál fyrir Grindvíkinga - og Reykjanesið allt - og er hugur minn hjá þeim og þau ofarlega í bænum mínum. Kofinn hér á vindahæð skelfur og nötrar í mörgum jarðskjálftanna og ekki laust við að maður skelkist við suma þeirra, svo ekki misskilja. Málið er stórt, en það sem er stærra, er að innviðahjal elítunnar snýst um rassinn á elítunni en ekki öryggismál þjóðarinnar, samanber að eftir þrjú ár af "rumskuðum reykjanesvætti" skuli ástandið nú grípa þau í bólinu; og hvar eru fimmtíu milljarðarnir í loftskattana og milljarðarnir í innflutning á 40 þúsundum fólks sem ekki hefur fæðingar- né sakavottorð, hvað þá nothæfa menntagráðu? Tókstu eftir að Hlýðir og Piparkökudrengurinn fyrirskipuðu samstöðu, frekar en að höfða til samhyggðar?]
Þá var mestöll fréttin orðréttur endurflutningur á hrognamáli með Íslenskum orðum, en læs aðili þarf að yfirfara hverja setningu tvisvar til þrisvar til að átta sig á hvað sagt er. Smám-saman sá ég hvers vegna sprenglærður blaðamaðurinn hafði ekki endursagt frekar en endurflutt orðavaðalinn, því fræðimaðurinn hefði getað sett allt saman í eina stutta setningu:
Við vitum ekki hvað er að gerast, allar okkar spár um öll eldsumbrot og jarðhræringar undanfarin þrjú ár hafa reynst dulspeki og orðagjálfur sem fátt ef nokkuð er að marka.
Því var betra fyrir þjóðfélagsverkfræði fjölmiðilsins að láta flókinn orðavaðal með löngum orðum, vera óbreyttan að mestu, sem slær ryki í augu flestra og hjálpar lesendum meðal almennings að treysta á "allir vita" spekina. Því ef ekki, þá skildi dyggðamerkingur fjölmiðilsins ekki stakt orð sjálf.
Það vita allir að vísindamennirnir hafa þetta á hreinu, og því óþarfi að spyrja hvort eikkur hafi sannað vírusinn sem allir vita að er til, eða þannig. Að þessu slepptu sný ég mér að tvennu - en ekki svo óskyldu.
Þjóðir heims hafa verið í útlegð frá vættum sínum síðan á fyrsta ársfjórðungi 2018. Fyrst þegar við vitnuðum um það ástand (State), þá um vorið, misskildum við sýnina og héldum að eingöngu Íslendingar væru í útlegð frá sínum landvættum, en sumarið 2020 dagréttum (Update) við þá einföldu rörsýn og bættum við nokkrum [skólp]lögnum.
Ég hef áður bent á að vættir uppfærðu útlegðardóm sinn í vor, og ég ítreka; þegar unnið er með sýnir og opinberanir er lykilatriði að útiloka allar óskhyggjur, duldir (Complexes) og huglægt mat, svo sýnir og - þegar við á - opinberanir (sem er allt annað mál) komist til skila í ómengaðri lýsingu, frekar en túlkun.
Margir í Kristna, Júðska og Íslamska heiminum hafa mikinn áhuga á endalokaspádómum (Eschatology) og leitast við að endurtúlka þá með hliðsjón af ýmsum fyrirbærum og atvikum síns líðandi tímaskeiðs (Temporal).
Nýlega sýndi ég hvernig hægt er að túlka einn af merkustu spádómum Daníels, á annan hátt, þ.e. að sleppa hinu tímanlega og líta frekar hið frumspekilega táknmál. Slíkar túlkanir skila sér ævinlega betur, en eru ekki eins vinsælar meðal fólks sem upplifir tímanlega efnishyggju. Þeim er betra að langur og flókinn texti með einfaldri fyrirsögn frá vottuðum spekingi eða fræðingi segi þeim að það sem hinn almenni skilur ekki sé vegna þess að hann skildi ekki fræðinginn en ekki vegna þess að fræðingurinn væri vitleysingur (vísindamaður).
Eitt af því sem er merkilegt t.d. varðandi opinberanir fornra spádóma, er að mörgum þeirra fylgir sú ábending, að Guð muni opinbera síðari tíma spámanni lykla til að afhjúpa merkingu spádómanna. Þeir sem fylgja viðkomandi trúarbrögðum, hafna því ævinlega þegar þetta rætist, því þeir hafa þá þegar varpað (Projected) á þá sínum eigin duldum, huglæga mati, eða óskhyggjum, eða valið sínar túlkanir; nær því án undantekninga hafna þeir hinir sömu lúkningu spádómsins þegar hún kemur.
... sem getur verið mjög sorglegt þegar um vitjunartíma er að ræða.
Frægasta dæmið er þegar Farísear og Prestar í Miðausturlöndum höfnuðu Jósúa Maríusyni, sem endaði þannig að þeirra eigin elíta var rekin í útlegð og musteri þeirra rifið. Innfæddir voru ekki flæmdir á brott, aðeins elítan, ótrúlegt en satt!
Það er ekki að ástæðulausu að ári eftir að framkvæmd stærsta glæps Íslenskrar menningar hófst, fyrir þrem árum, hreyfði bergrisinn með járnstafinn við sér, að annar vættur á svipuðum tíma rumskaði á austurlandi (og vægari bróðir þess vættar á vesturlandi). Þú getur sniðgengið greinilegar viðvaranir, og hreykt þér (Hubris*) eða íhugað þinn gang og iðrast.
Veist þú hvaða landvættur er á hvaða svæði, eða hvaða smærri vættir fylgja hverjum? Eða er skjaldarmerki "lýgveldisins" bara merkingarlaus mynd?
[Jörðin er sköpuð með mann-fólk í huga, skelltu við því skollaeyrum, en hleyptu mínum út á mörkina, eða gefðu þeim öryggisgettó gegn ofbeldi og lygum mann-vera.]
Tökum einn snúning á þessu í samhengi við jarðhræringar og vitundarástand líðandi stundar (State of temporal consciousness). Í dag trúir þú að plötukenningin sé rétt, þú trúir því að plöturnar nuddist saman. Þó er ekkert sem sannar að þær geri það. Já, engar mælingar, og þó jarðhræringar séu staðreynd, þá er það ekki sönnun á að flekar nuddist saman, sem er útskýring en ekki lýsing (mæling)(Description vs. Explanation).
Einnig ættir þú að vita, ef þú trúir á kenninguna að þegar hún kom fyrst fram fyrir u.þ.b. öld, hló allur vísindaheimurinn að henni og hafnaði. Það tók um það bil tvo áratugi fyrir akademíuna að átta sig á að þessi kenning skýrir vel eldfjallahryggi heimsins, og hún var tekin upp sem gild, þó hún væri ósönnuð.
Rétt eins og með þróunarkenningu Darwins, hún er enn tilgáta þó hún sé viðurkennd sem kenning, og þó hún sé kennd í grunnskólum og flestum framhaldsskólum sem staðreynd. Eða þá kenningaeðlisfræðin um vetrarbrautir, þyngdarlögmál, hraða ljóss, bakgrunnsgeislun, stóra-hvell, eða útþenslu alheimsins, svarta efnið og dökku orkuna; meirihluti þessara kenninga og útskýringa brýtur þekkta hegðun eðlisfræðinnar, en þegar sýnt er fram á það, er bætt við enn einni kenningu t.d. strengjakenningunni, til að fylla í götin. Sama fólk gerir síðan grín að þeim sem nota "guð" og "vætti" til að stoppa í sömu göt: en þú sérð það ekki í gegnum löngu orðin, flóknu textana, einföldu slagarana - allir vita költ - og hrognamál brenglaðrar setningaskipunar: rangsnúið Logos.
Er jarðskorpan samsett úr flekum? Það lítur allt út fyrir það. Eru jarðhæringar á flekaskeytunum? Það er óumdeilt. Er eitthvað sem sýnir að flekar þessir nuddist saman. Nei, því ef svo væri, gætu mælingar sýnt það með einföldum afstöðumælingum. París, Berlín, Róm, og Reykjavík, myndu hliðrast til, ásamt öðrum punktum, áratug eftir áratug, og mælitæki gætu sýnt brotastærðirnar.
Eins og varðandi áróður IPCC um loftslagsmálin; flóknir textar, löng orð, einfaldir slagarar - allt byggt á líkönum, engum mælingum. Sama staðan. Því valda-elíta notar akademíu til að réttlæta sjálfa sig, og valdastétt ræður ekki til starfa fræðimenn (Academics) sem skamma valdið fyrir hönd staðreynda, heldur vísindamenn (Scientists) sem halda vilja stöðum sínum og titlum, og rannsókna-fjárveitingum.
Fræðimennska (Academic discipline) er ekki hið sama og vísindahyggja (Academic science).
Oft bendi ég á skemmtilegt svarthol í "vísindunum" eða hvers vegna er stærð jarðar í dag sú sama og Hið konunglega félag (Royal Society) í London komst að raun um upp úr 1750 og Ptolemy reiknaði með stærðfræði 1500 árum fyrr? Það stenst ekki. Það hlýtur að vera bjögun milli þessa tveggja, og það hlýtur að vera bjögun á milli mælingatækni 1750 og nútímatækni 1950!
Djókið, fyrir mér, er að svarið er augljóst, en það er ekki lengur fyndið ef "punch line"ið er gefið út. Það væri svo auðvelt að útskýra bjögunina, en föllnu englarnir vilja ekki beina neinu vitundarljósi í þessa átt. Þeir eru soldið fyndnir.
Fræðimenn [heims]Elítunnar vita að jörðin stækkar, að jörðin 200 AD og jörðin 1750 AD og jörðin 1950 AD, eru þrjár misstórar tölur. Jörðin er lifandi fyrirbæri sem ekki er hægt að yfirfylla af fólki - og James Lovelock sem kom öllum loftslagsvísindunum í gang (líklega óviljandi) upp úr 1970 sýndi fram á að hún er lifandi sjálfjafnandi* einindi (Entity)(Gaia Hypothesis) þegar hann vann fyrir NASA ásamt Lynn Margulis og Carl Sagan (Cosmos).
Ef allir-vita-költið skildi þetta og nýtti sér, myndi vald Elítunnar gufa upp.
Elítan veit það.
Þetta má ekki sýna fram á: flekarnir dragast í sundur, og það er mælanlegt. Því ef þú áttar þig á því þá gætirðu fattað og endurnýtt þitt andlega fjórhjóladrif (Bæn, Iðrun, Vitnisburð, Fyrirgefning). Elítan hefur í gegnum alla ættliði sína, og litla elítan hérlendis sömuleiðis, varðveitt valdheimild (Authority) til túlkunar veruleikans fyrir litla manninn og staðsett sig á milli hans og vættanna sem settir voru til að varða veruleikann.
Vei þeim sem uppgötvar þetta og reiðir sig á það, frekar en að breytast í sturlaðan Antivista sem glímir eins og rjúpan við staurinn að vekja samferðafólk sitt, því hann mun aldrei aftur viðurkenna valdheimild til handa þeim sem leiðir hann í ógæfu, í [ó]siðmenntaða fjötra, heldur mun hann út ganga á mörkina, þar sem blóm vaxa í fótsporum hans og næring hans er bragðdauft manna sem þó er ferskara dýrum veislukostum.
Það eina sem Elítan úthlutar þér valdi fyrir í leirmennsku þinni, umkringdur bergmálsöpum, er að ásaka fólk fyrir hitlerísku og gyðingahatur ef fólk samþykkir ekki stríðsglæpi Líkud Fasista í Palestínu. Staðreyndin er sú að Zíonistaríkið Ísrael er tilraun til að útrýma Júðisma, og er glæpur gegn menningu, trúarbrögðum og siðmenningu allra þeirra er að málinu koma.
Ég er eini Íslendingurinn sem opinberlega, og árum saman, er vinur og rannsakandi Júðisma, sem eru frábær trúarbrögð, og Júðar upp til hópa vandað og gott fólk, sem á ekkert sameiginlegt með Zíonistum.
Þetta hefur ekkert að gera með ruglið í sósíalistanum Hitler. Ekki frekar en ruglið í jarðvísindamönnum sem komast upp með að breiða yfir fávisku sína.
Um leið og þú ásakar einhvern fyrir Gyðingahatur, gerist þú sjálfur gyðingahatari, en þú skilur ekki merkingarfræðina sem sannar það, enda hafa vísindin ekki sett það á vottaða skoðana-matseðilinn, og þú hefur aldrei athugað hvernig hann er ritskoðaður. Einföldun; 99 prósent veruleikans, er ekki vottaður og því ekki leyfður í bergmáli eða notaður til leirunar.
Að endingu:
Ég áminni lesandann; um spennulosunarblogg er að ræða, sem bannað er að taka mark á. Allar mínar ranghugmyndir og túlkanaóreiða er um að kenna vanstilltum fræðurum Ríkisskólanna sem mistókst innprentun mín og uppeldi, sem ég ætti rétt á miskabótum fyrir. Eins og Einar Ben benti á, aðgát skal höfð í nærveru sálar, eða við bætum við, því misuppeldi og ófínstilltur heilaþvottur hefur ævilangar afleiðingar.
* Hroki (pride) eða hreyking (hubris) er annars vegar þegar þú lokar augunum fyrir eigin verðleikum og umhverfis þíns sem þú síðan breiðir yfir með bergmáli og hrokafullum fordómum, hins vegar þegar þú ögrar jafnhliða þessu því sem þér er augljóslega meira en jafnframt hulið sjónum þess sem sér aðeins 6 prósent ljóss.
* Sjálfjafnandi - Self Regulating.
* Samhygð var lodduð fram, fyrir þrem árum, að tilefnislausu. Nú þegar hennar er þörf, getur valdhyggjupakkið ekki höfðað til hennar, heldur notar það hjóm eitt því sem næst í fyrirskipunartón. Dáin menning, innfallin siðmenning; afleiðingar.
Flýðu, lifðu.
Óttast að atburðurinn verði stærri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður Guðjón, -án athugasemdar.
Magnús Sigurðsson, 11.11.2023 kl. 18:31
Takk fyrir, Magnús, og bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 11.11.2023 kl. 18:44
Jæja Guðjón, og hef ég hugsað og líklegast oft misskilið.
Burtséð frá rétt eða rangt, eða öllu hinu, og þá vegna meintra gilda eða mælikvarða sem lamið var í okkur í æsku, og er seinna tíma hugsun, líkt og mannkynið hafi ekkert hugsað eða skilið árþúsundin þar á undan, þá hreyfst ég af þessari færslu þinni, hafði ég efast, þá var eins og þú hefðir ritað þín seinni orð beint til mín.
Alls ekki að segja að ég sé sammála eða upplifi atburði eins og þú, en mér fannst eins og mér hefði verið kastað langt aftur í aldir, og á tíma þar sem hlustendur eða afkomendur þeirra skráðu eldmessur spámanna.
"Góður Guðjón" sagði Andans orðsnillingurinn í efra, "án athugasemda".
Já ég sagði eiginlega það sama, en með athugasemdum.
En báðar kveðjurnar eru að austan, mín aðeins neðar en hjá Magnúsi.
Ómar Geirsson, 11.11.2023 kl. 19:01
Takk fyrir, Ómar, og bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 11.11.2023 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.