Föstudagur, 10. nóvember 2023
Skilgreining á viðurstyggð
Íslenska Lýðveldið fordæmdi Rússa fyrir sviðsett morð í Bucha - sem sannað var af tugum greinenda að voru sviðsett af Zlenský stjórninni. Sama Lýðveldi lýsir yfir hlutleysi í morðöldu Zíonistaríkisins á borgurum í Gaza, en nú er tala drepinna komin yfir tíu þúsund.
Sama Lýðveldi og var í fararbroddi að svipta Rússa eigum* sínum vegna stríðsins í Úkraínu, lýsir yfir hlutleysi varðand enn grimmdarlegra stríð í Palestínu. Rússar réðust ekki inn í óvarin borgarhverfi og drápu almenning; þeir réðust á stærsta og best vopnaða her Evrópu sem þá var nýbúinn að drepa yfir fjórtánþúsund óvarða borgara undir fánum Bandera nasista.
Íslenska Lýðveldið; Marxistaríkið sem sprautaði 82 prósent borgara sinna vegna farsóttar sem aldrei var til, með erfðaefnum sem aldrei voru bóluefni. Sem afnam borgararéttindi, vegna þess eins að geta það, eftir tilmælum frá réttmætislausri alþjóðastofnun.
Það sem ég sé, í frétta yfirliti hérlendis, er að verið er að setja fréttir af harmleiknum til hliðar eins og hægt er og tjalda frekar öðrum málum s.s. hver græðir á að sýna brjóstin á sér á einhverri vefsíðu. Almenningur lætur eins og líðandi stund skipti engu máli, og er sannanlega siðblindur. Elítan lætur eins og þetta sé allt saman sjálfsagt mál, enda sannanlega siðlaus.
Var einhver að segja dáin menning, innfallin siðmenning? Hver verður dómur þinn þegar upp er staðið og sál þín verður vegin? Ah, hefur innprentun undangenginna tveggja kynslóða, sósíalisma og áróðursvísinda, sannfært þig um að sál þín sé einskis virði og efnisveruleikinn (Corporeal reality) sé hið eina sem er?
Segjum að sál þín sé ekki til*; því þá ertu, fyrir hlutdeild í glæpum menningar þinnar, nákvæmlega einskis virði. Sé sál þín hins vegar til, þá getur hún haft vægi, og það ákvarðast af þeim gildum sem þú fórnar einhverju fyrir.
Ríkið sem stjórnar þér, höfum við sannað, á marga vegu; er ránríki. Leiðtogar þess hafa alið þjóðina í áratugi í siðleysi, og nú er hún siðblind. Það er hins vegar ekki lögmál.
Ég var nærri búinn að rita "--Þjóðveldið" hér ofar, áður en ég lengdi færsluna. En ég má það ekki. Til þess þarf ég heimild frá þingi Þjóðveldis. Lögsögumaður Þjóðveldis, sem sagði af sér, en er hugsanlega að taka við embætti sínu á ný, getur ritað þannig undirskrift. Ég get það ekki.
Sjáðu til; Ríkissmiðja er alvöru, skjalavald, frumspeki og siðfræði Þjóðveldis, einnig. Lýðveldið hefur ekkert slíkt. Vitund þín hefur ekki hæfilén (Faculty) fyrir slíka merkingu, ekki sakir greindarskorts, heldur sakir fyrningar (Depreciation), sem rekja má beint til þess hverju þú hefur vanist.
Menntun og fréttir, samfélags umfjöllun, og önnur misstór atriði, sem velta um vitund okkar alla daga frá fyrstu dögum leikskólans til síðasta andartaks á líknardeild; er aðeins brot þess sem er í boði, og straumurinn og iðuköstin eru þannig að við náum tæpast að taka kyrrðarstund til að íhuga málið.
Hverju er sleppt ... og skyldi það vera eitthvað sem vægi hefur?
Vitandi vits, eða tilviljun, skiptir engu máli, því þegar sál þín er vegin, og smán (Shame) hennar reynist þyngri léttustu fjöður, er tilgangslaust að kommenta. Þú berð ábyrgð á eigin vitund, og hafir þú gert hana að verðlausri gufu, þá er það þinn vandi þegar upp er staðið.
Hvarvetna sjáum við fólk háð síbylju eins og hún sé eiturlyf, sem heldur vitund þess í doða. Skokkarar með mússík í eyrunum, sjónvarpið og útvarpið í gangi allan sólarhringinn, tónlist spiluð fyrir sundlaugargesti og þeir sem kvarta yfir síbyljunni litnir hornauga.
Fólk núvitundar og dyggðamerkinga, getur ekki varið svo mikið sem fáeinum mínútum í kyrrð hins frjósama huga, því þá gufar innprentuð jákvæðnin upp.
Sama á við um siðmenningu vesturlanda, sem aldrei hefur gert upp eigin lygar og glæpi frá annarri heimsstyrjöldinni, og við vöruðum við fyrir fáeinum árum þegar við fórum yfir þessa sögu í Arkívinu, að lögmætisvitund þeirra glæpa mun krefja menningu okkar reikningsskila.
Viðvörun af slíku tagi heitir vitnisburður, en þegar hann rætist, heitir það vitjunartími. Lausn við hörmungum vitjunartíma er fjórþættur - eins og öflugur jeppi: Bæn, Iðrun, Vitnisburður, Fyrirgefning.
Þú breytir öllu vitundarlífi þínu í bæn, þú opnar það niður í dýpstu hylji eigin myrkurs. Þú horfir hugrakkur í augu við alla þætti smánar þinnar, allt frá því þegar þú fyrst skammaðist þín og faldir það, og út eftir gárunum. Þú viðurkennir með vitnisburði, fyrir sjálfum þér, fyrir því sem þér er meira, og í heyranda hljóði, smán þína. Þú lærir að fyrirgefa sjálfum þér.
Eitt sinn átti ég hund. Hann hafði marga kosti, og mér þótti afar vænt um hann. Ef ég dvel um of við minningu hans, kemur örlítill raki á hvarmana. Einhverju sinni - meðan hann enn lifði - hugleiddi ég kosti hans og galla, en hann hafði ýmsa galla. Og ég áttaði mig á að ást er ævinlega óverðskulduð.
Við vorum alin upp á þann hátt að við þyrftum að verðskulda umhyggju, virðingu, jafnvel ást.
Elskar þú sjálfan þig, með kostum og kynjum? Geturðu sagt við vinnufélaga þinn, "ég elska þig," bara til að segja það? Geturðu sagt það við eigin spegilmynd? Geturðu strokið þeim hlutum líkama þíns sem þú ert ósáttur við, nýkominn úr sturtu, og sagt þetta?
Orð eða meining?
Ást er fölskvalaus, ævinlega óverðskulduð, hún er tær og einlæg, hún rís upp eins og dalalæða að kvöldi, felur sig eins og morgundögg, hún þarf ekki slagorð eða dyggðamerkingar; aðeins virðingu. Virðing er dýpri en klettar jarðar; hún er fjórhjóladrifin.
Jósúa Maríuson, einn fimm mestu spámanna Eingyðistrúarinnar, ráðlagði lærisveinum sínum, lifandi sem ófæddum, að þegar siðmenning þeirra breyttist í viðurstyggð á helgum reit, að flýja. Þú getur flúið ósómann, án þess að hreyfast úr stað, því hugur þinn er ekki eins takmarkaður og þér er talin trú um.
Ég óska eftir þýðingu á eftirfarandi setningu; he engaged his fourwheeldrive, and employed his Prayer, Repentance, Testimony, Forgiveness, and eventually reconquered his soul and from then on retained his own resolve as a unbreakable fortress.*
Ein tillaga: "Hann virkjaði fjórhjóladrif sitt; bæn, iðrun, vitnisburð, fyrirgefningu, endurheimti sál sína og viðhélt upp frá því eigin staðfestu sem órjúfanlegu virki."
Á persónulegu nótunum. Minni á Letihaug jólasvein og uppruna jólasveinanna.
* Nútíminn sem sviptir almenna borgara bankareikningum sínum, er þar með að ráðast á eignarétt fólks, sem aldrei hefur verið gert áður, og þegar ríki eru svipt eigum sínum vegna stríðs, það var t.d. ekki gert í síðari heimsstyrjöld af neinum átaka aðilum. Siðmenning okkar er rofin, menning okkar myndastytta. Að láta eins og ekkert sé, á augljósum vitjunartíma, varðar þig og það er persónulegt.
* Mér finnst auðveldara að orða suma hluti á ensku, þess vegna set ég oft ensk orð í svigum, því ég er að æfa mig að nota Íslensku um ýmislegt sem mér gengur betur að orða á Engilsaxnesku.
* Sömu hugveitur efnishyggjunnar og hafa gert sál þína verðlausa, eða viðhalda að hún sé ekki til, vilja breyta líkama þínum í kynskipting ef sál þín trúir að hún sé í röngum líkama, og það án nokkurra raunhæfra vísinda. Var einhver að ræða um veruleika firringu (Alienated reality)?
Viðbót 16:21 - var óþægilega minntur á, í morgun, nokkuð sem mörg okkar rannsökuðu þegar Plánetu Helförin var sett í gang fyrir þrem árum, eða Heilaþvotta uppskrift Breska konungsveldisins (Mindspace), en slíkt yrði nottla aldrei framkvæmt hér.
Við erum jú Stórasta Hræsnaranúvitund allra tíma ... og þurfum því enga hugarskrúbbun.
- https://www.instituteforgovernment.org.uk/sites/default/files/publications/MINDSPACE.pdf
- https://www.bi.team/publications/mindspace/
Árásir á Shifa sjúkrahúsið á Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.