Skiptir máli hvernig "Lýðveldið Ísland" kýs hjá SÞ?

Hugmyndafræði gamla Þjóðabandalagsins (League of Nations) sem notuð var til að semja og móta stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, og geta af sér Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna; var hver?

Ah, þú giskaðir rétt, sem merkir að þú hefur hlustað á Diplómata á borð við Javad Zarif og Sergei Lavrov;* að öll þjóðríki skyldu sitja jöfn við sama borð óháð styrk efnahags, hervalds og mannfjölda þegar kæmi að mótun alþjóðasáttmála, þjóðréttarsamninga (Treaties) og alþjóðlegra yfirlýsinga (UN Resolutions).

Við höfum mikið gagnrýnt ÍsQuislínga hér á spennulosunarbloggi, og hegðun þeirra, hvað varðar menningarrækt, ríkissmiðju og lagarangindi, - auk almenns smekkleysis - sem er ekki hið sama og að gagnrýna allt sem þeir gera og segja frá tilurð sinni 1940.

Leiðtogar Lýðveldisins Ísland 1944 árin 1945 til 2001 gátu sér gott orð á alþjóðlegum vettvangi.

Þeir skópu það orð t.d. að hafa tvívegis staðið uppi í hárinu á Breska heimsveldinu, og haft betur. Eitt vestrænna Nató-ríkja viðhéldu þeir hlutleysi í samskiptum við Nató blokkina og Sovét blokkina, með reisn í viðskiptum við báðar blokkir og festu hvað varðar milliríkjavirðingu, svo eftir var tekið, sem og hafði áhrif á meðalhóf annarra Evrópskra ríkja. Þeir gátu sér það orð að standa með og rétta hlut smærri ríkja í sjálfstæði og glímu við stórveldi heimsins og það svo vel að mark var tekið á og eftir tekið. Þeir gátu sér þess orðs - hvað sem mér og þér þykir um EES samninginn - að standa svo vel að samningum við öflug ríkjabandalög að ekkert væri eftir gefið.

Þetta er horfið. Dautt.

Síðan leiðtogar þessir breyttust í marxíska Foringja með stríðsyfirlýsingu sinni gegn Írak og þáttöku* sinni í andstyggilegri árás og tveggja áratuga ólögmætu hernámi Nató í Afganistan og hlutdeild í viðleitni SÞ til að heilaþvo Afganskar konur gegn vilja þeirra; hefur enginn tekið mark á "Lýðveldinu Íslandi" neinsstaðar og sé þetta ríki málsvari allra Íslendinga, þá tekur enginn lengur mark á Íslandi.

Ekkert í alþjóðasamskiptum "Íslands" allar götur síðan, hefur vakið neina athygli, nema kannski sleipiefnistúban við hlið niðurgirts bossans.

Jæja, nú verð ég loksins settur í bloggbann! En er þetta röng staðhæfing?

Svínsleg framkoma "foringja" Lýðveldisins t.d. í Hörpu vorið 2023, er fyrirlitin um allan heim, jafnvel af þeim sem hingað komu og tóku þátt í; svo sumir gátu ekki beðið með að fundi loknum að komast sem fyrst í flugvél, hálfskólausir.

Það hefur dálítið verið um það, síðan hlutleysi "Íslands" gagnvart hryðjuverka- og mannréttindabrotum tiltekins ríkis vakti athygli víðar en hér á bloggtúnglinu, að tja, atkvæði okkar skipti engu máli sosum.

Nei, atkvæði okkar skiptir engu máli lengur. Því við stöndum ekki fyrir neitt og höfum ekki gert mjög lengi, og mælingarlistinn er langur. Ef þarf að telja hann upp, er það tímasóun.

 

* Já, ég er vondmenni, ég hlusta á Rússneska og Íranska diplómatameistara. Skammast mín hroðalega. Þú manst; klúðuruppeldi óvandaðra kennara ríkisskólans!

* Ég nenni ekki að láta villupúkann setja þrjú té í þáttöku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -þessi pistill verður aldrei of oft skrifaður á tærri íslensku.

Magnús Sigurðsson, 1.11.2023 kl. 21:13

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir :) var að slípa meðan þú leist við. Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 1.11.2023 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband