Sameining sveitarfélaga

Ég hef aldrei heyrt haldbær rök fyrir sameiningu sveitarfélaga en mikið af frösum sem auðvelt er að skjóta niður en aldrei er gefið færi á, og fólk hefur látið blekkjast til að kjósa óafturkræfar sameiningar; sem það aldrei hefur uppskorið neitt út úr annað en aukna spillingu, fleiri opinber gjöld, flóknara stjórnkerfi, og stærri feitari Elítu sem aðalsættir fornalda hefðu fangelsað fyrir ofdramb (Hubris) og voru þær þó hrokafullar hreyknar (Prideful).

Sameining hreppa og sveitarfélaga er tælingar verkfræði sem aftur byggist á áróðri hnattráðra marxista (Globalist, Marxist) sem vilja auka miðstýringu sína, fjárrukkanir og völd.
 
--dáin menning, því þessu sveitarfélagaráni er aldrei mótmælt!
 
Hverju áttu von á hjá þjóð sem lifað hefur í tveim kardemommubæjum síðan 1918, og veit það ekki?
 
Sorglegt.
 
Ég mæli með frábærri skilgreiningu Ben Harnwell í nýlegu samtali hans við Steve Bannon á Pride og Hubris - hugtök sem við mættum slípa betur á okkar ástkæru ylhýru, en greining hans á Hubris er tær snilld. Þeir sem vita af Harnwell, láta líklega engin viðtöl við hann framhjá sér fara, en hann er djúpvitur Kaþólskur leikmaður (Layman).
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ég ætla að koma með tvær tillögur að þýðingum:

hubris = oflæti

prideful = drambsamur

Helgi Viðar Hilmarsson, 30.10.2023 kl. 07:31

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fín hugmynd. Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 30.10.2023 kl. 20:36

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -hrepparnir voru sennilega stjórnsýslueiningar herúla.

Sagt er að víkingarnir hafi stofnað hreppa þar sem þeir settust að í ókunnum löndum umkringdir ókunnu fólki, -samhjálp síns tíma. Þessi stjórnsýsla var svo flutt til Íslands og var viðhöfð frá landnámi fram undir lok 20. aldar.

Ég hef mjög sterkar skoðanir á því hvernig fólk hefur verið hlunnfarið um sjálfsögð  mannréttindi með því að slátra hreppunum og setja upp - "flóknara stjórnkerfi, og stærri feitari Elítu" - eins og þú kallar það með réttu.

Ég hef meir að segja bloggað um þetta hér á moggablogginu þegar mér hefur verið sérstaklega mikið niðri fyrir.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2241364/

Magnús Sigurðsson, 30.10.2023 kl. 21:21

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir þetta, Magnús, og bestu kveðjur.

Við erum aularnir sem fáum ekki að syngja í kirkjukórnum, því tærar raddirnar afhjúpa falsetturnar.

Guðjón E. Hreinberg, 30.10.2023 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband