Hvað er samsæriskenning (útskýring) og hvað er samsærisgreining

Ein vinsælasta samsæraútskýring (samsæriskenning) allra tíma, er hver drap John F. Kennedy, Bandaríkjaforseta. Þar á eftir er sama spurning varðandi Díönu Spenser sem er/var móðir verðandi Bretakonungs, oft nefnd Díana prinsessa. Í þriðja sæti kemur líklega - að mínu mati -  Tvíburaturnarnir í New York, eða níuellefu.

Útskýring (Explanation) er ekki hið sama og greining (Analysis) eða lýsing (Description) og hér er vandinn.

Mjög vinsælt er í úthverfamýtum samtímans (Urban myth) að ræða fyrirbærið Chemtrail, að flugvélar séu notaðar til að eitra andrúmsloftin, og að sýnilegar rákir flugvéla séu sönnunin, en að rákir þessar séu ekki rakaþétt-slef (Contrail) í háloftunum.

Samsæraútskýrandinn Dick Gregory - blessuð minning - reyndi að benda fólki á að elítan myndi frekar nota næturtrukka til að dæla mangani (Manganese) í andrúmsloft úthverfanna, með snilldarlegum rökstuðningi sem nú er öllum gleymdur. Gregory var þekktur sviðsglenna (Stand up comedian) svo hver veit, var hann að grínast?

Þar á eftir nýtur mikilla vinsælda sú kenning að jörðin sé flöt, og að einhverjir "þeir" hafi logið að okkur um sjóferð Ferdinand Magellan umhverfis jörðina upp úr 1519. Reyndar lifði Magellan ekki af ferðina, og aðeins eitt skipanna komst alla leið og ræða má sjóferðabókina ef hún er til - en það er önnur saga.

Þetta með eiturrákirnar og flötu jörðina er bæði auðvelt að sanna og afsanna, en það skiptir engu máli þeim sem trúa mýtunni. Að þeir trúa úthverfamýtu virðist heldur ekki skipta máli því fólki sem vænir hina um að trúa samsærakenningum, því hinn almenni borgari hefur engan áhuga á merkingarfræði og rekjanleika. Samsærakenning er í dag almennt samheiti fyrir dulspekikenningar og hinn almenni maður veit að elítan myndi aldrei ljúga að sér eða beita sviksemi.

Sjálfur hef ég í Arkívinu tekið fyrir margar úthverfamýtur og samsæraskenningar, svosem hér fyrir framan, þar sem eru þrjár samsærakenningar og tvær úthverfamýtur tilgreindar. Farið hef ég yfir þessar kenningar og mýtur, og tekið fyrir muninn á lýsingu og útskýringu, svo og hvernig megi greina þær og skera úr um hverjar standist, hverjar ekki, svo og hverjar mætti sannreyna með athugunum.

Til að mynda er mjög auðvelt að sannreyna með mjög ódýrri og endurtakanlegri tilraun hvort eiturrákirnar standist og sniðmátið (Template) er í raun mjög spennandi. Hins vegar kveður þannig við, hjá þeim sem snúið hafa mýtum og dulspeki upp í samsæraskenningar, og staðhæfa við hvern þann sem heyra vill (eða ekki) að þeir séu að vinna okkur mein; þau vilja ekki rannsaka.

Rétt eins og almenningur sem aldrei spyr; hver sannaði vírusinn, og hefur engan áhuga á tölfræðinni sem sannaði að farsóttin var lýgi. Það er bara samsæriskenning. Almenningur er illa haldinn af masókisma og elítan sadisma og það er lýsing, ekki útskýring.

Að almenningur og antivistar séu siðblindir og elíta beggja siðlaus, er hugsanlega sannað, en gæti verið kenning. Eðlilega vill enginn þessara þriggja hópa ræða málin, enda dugar þeim að "tala til" frekar en "ræða við".

Ég trúi því ekki að Kennedy hafi verið skotinn, þó hef ég séð myndskeiðið sem sannar að hann var skotinn. Ég hef séð frábæra greiningu Jesse Ventura - fyrrum US Navy Seal, fyrrum borgarstjóra, og fyrrum fylkisstjóra - á hvernig Lee Harvey Oswald gæti hafa eða gæti ekki hafa framkvæmt banatilræðið með þeim riffli sem hann á að hafa notað, með samanburði á greiningu reyndra leyniskytta sem starfað hafa í hernum sem slíkir.

Stundum græðirðu mest á að finna út sniðmengið; hvað er opinbera kenningin og jaðarkenningin sammála um, sérstaklega ef það er ekki augljóst.

Sama dag og Kennedy var skotinn, fannst lík af manni í Dallas, sem var spitting image tvífari Kennedy, og vafi leikur á hvaða lík var flutt með flugvélinni til krufningar og greiningar. Að L. Fletcher Prouty, sem var á bak við söguna sem Oliver Stone gerði fræga með kvikmynd sinni JFK, er staðreynd. Að Prouty hafði starfað fyrir herinn í síðari heimsstyrjöld og eftir stríð sem ráðunautur og greinandi í Pentagon í langan tíma, og var kennari í stríðstækni s.s. fræðum Clausewitz og fleiri, er staðreynd.

En ég veit ekki neitt um þetta. Ég held að morðið á Kennedy hafi verið sviðsett, og umræðum um það haldið við úr ýmsum áttum - áratugum saman - til að búa til trúarlegt tákn í huga okkar. Ég held að þegar þú velur eitthvað sem ekki stenst við kenninguna, til að trúa í staðinn, ferðu að sjá punkta í sögunni sem fara annars framhjá þér, hvorumegin við skoðanir og útskýringar sem þú stendur.

Er jörðin flöt? Sýndu mér mælinguna.

Var Kennedy skotinn? Það þykir fullsannað.

En hver? Það finnum við aldrei út, svo það skiptir engu.

Er Díana prinsessa horfin af sviðinu? Já.

Er hugsanlegt að Breska leyniþjónustan myndi láta drepa móður tilvonandi ríkisarfa síns? Nei, ekki líklegt. Býr hún í notalegu húsi á landareign föður síns Spenser lávarðar? Því ekki.

Þegar þú ferð að leita uppi hvort það gæti staðist, kemstu að því að Díönu var breytt með tvennum hætti annars vegar í hálfgyðjuna guinivere og jarðsett á eyju úti í tjörn, eins og hún væri vatnagyðjan Melúsín* sem Artúr konungur færði sverðið sitt ... viti menn, ein dýrmætasta helgisögn Breskrar þjóðfélagssmiðju. Hver væri hinn hátturinn?

Eru tvíburaturnarnir horfnir? Er líklegt að Mossad og CIA myndu fremja slíkt ódæði á Bandaríkjunum? Nei, það er ekki líklegt, því það myndi sannast, og þú veist ekki hvort síðari valdhafar myndu draga hina seku til ábyrgðar. Rétt eins og með Covid glæpina (platpláguna og eitursprautuna).

Ó, mánaflug Nasa til tunglsins og labbitúrarnir á mánanum? Gleymdi ég aðal kenningunni.

Vinsælasta samsæraútskýring allra tíma, annaðhvort í núllta sæti eða fjórða.

Bilað vinsælar samsæraútskýringar um þetta, allar rekjanlegt rugl. Tæknin til þeirra útsendinga sem Nasa notaði til að sanna mánaflugin, var ekki fyrir hendi, að hljóðver og myndver og annar málatilbúningur var notaður til að sviðsetja flugin, er sönnun á því að myndefnið og útsendingarnar voru sviðsettar en ekki sönnun á því hvort flugin hafi átt sér stað.

Því ef þetta var falsað, hvers vegna hefur þá enginn sannað að Sovétmenn hafi falsað sín flug, eða Kína eða Japan eða Eurospace, eða Indland? Hversu marga þarf til að trúa einu samsæri án þess að einhver stígi fram með sannanir fyrir að svo sé?

Að Covid aðgerðin var samsæri, það var fullsannað og það svipstundis, með vísindamönnum, jafningjarýndum skjölum, með viðtölum við fræðinga á öllum sviðum; glæpurinn var augljós, launhelgarnar í beinni, og allt skjalfest. Engin kenning, engin útskýring, EN, aðeins handfylli reyndu að sanna og sönnuðu lögbrotin. Þeir eru hvergi ræddir, hvorki meðal almennings né samsæraútskýrenda.

Eðlisfræðilega eru geimferðir Nasa frá 1969 til 1974, á því sniði sem sýnt var, hvað þá að senda menn fram og til baka; útilokað. Eðlisfræðilega. Útilokað, með núverandi tækni. Sama saga, hvorki meginstraums fólk né jaðarstraums fólk vill ræða eitthvað svo leiðinlegt sem raunverulega fræði. Vísinda-útskýringar og úthverfamýtur eru mun skemmtilegri.

Því miður er sama sagan varðandi "leiðtogana." Þeim duga völdin, sexfaldur* ránsfengurinn, og að fá sæti í sínum þrepum í tröppum hvers píramída fyrir sig. Þú getur treyst að sá valdameiri ræður ekki heiðarlegri undirmann en sjálfan sig, og hann stjórnar honum með upplýsingum sem ekki þola dagsins ljós. Jei, fersk samsæriskenning!

Já, ég held að Kennedy og Marilyn hafi látið sviðsetja dauða sinn og hafi eftir það lifað góðu lífi á einhverri Kyrrahafs eyju, eða í úthverfi við Svartahaf, og að ári síðar hafi Krústsjeff og einhver ung ástkona hans fengið húsið við hliðina.

Svo hvað var heimsklúbburinn að fela þegar Kennedy var skotinn 63 og Krústsjeff bolað frá völdum ári síðar? Hvað gerðist í Kúbudeilunni þegar þessir tveir menn afstýrðu kjarnorkustyrjöld með einu símtali? Hvaða upplýsingar geymdi Krústsjeff á góðum stað, sem tryggði að hann var ekki fjarlægður endanlegri lausn frekar en ýtt hlýlega til hliðar? Hann sagði það sjálfur, fyrst ég lifði stjórnarskiptin af, hafði greinilega eitthvað breyst frá Stalínstímanum.

Þú veist að í síðustu viku varð einn valdamesti maður KKF bráðkvaddur. Sá eini í Kína sem hefur staðfest greiningu okkar, að þrír fjórðu Kínverja lifa á minna en 150 dollurum á mánuði, og að KKF heldur Kínverjum í fátækt, en hefur ekki híft upp úr.

Þá verða mudflow og tartary kenningarnar að komast hér á blað; klassískar kenningar til að fela aðra útskýringu sem gæti sýnt þér eitthvað alvöru. --Arkívið

Eitt er ég fullviss um; því hærra sem þú klífur valdapíramída heimsins, því meir kemstu að raun um að þeir sem stjórna öllu lífi þínu trúa á dulspeki en ekki mælanlegan veruleika og að það sem við öll höldum að sé veruleiki er hugrænt líkan í heilabúi okkar sjálfra, því allt sem er utan við girðingu skynfæranna vitum við ekkert um nema það sem vitund okkar fær túlkað frá heilabúi og dulvitund.

Ef þú rannsakar, kemstu að raun um að fræðin til að véla þetta síðastnefnda eru þróuðustu fræði allra tíma og þér er hvergi kennt neitt um það hvernig megi varast slíka vélun. Þess vegna áttu að breyta lífi þínu í bæn, svo ljós Skaparans geti ljómað vitund þína, hreinsað burt óguðlegar og eitraðar hugrenningar, svo þú sjáir með vitund þinni allt ljósið en ekki sex prósent ljós sjónhverfinga og fortælingar (Persuasion).

Já, það gæti verið misvísun að nota heitið spennulosun ... það er öllum ljóst að við erum eingöngu að markaðssetja Arkívið. Eða ekki.

 

* Segðu við fólk í kringum þig, hvort viltu greiða tíund eða sexfalda, og þau munu spyrja þig til baka "hvað er tíund?"

* Margar valdamestu ættir Evrópu telja Melúsín eina formæðra sinna, og það í fúlustu alvöru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband