Þriðjudagur, 24. október 2023
Hvað er ómenntun, eða Mómó og vitundarþjófarnir
Eða hvað er innprentun og hvað er kennsla* og hvað er skólun? Fræðsla kemur málinu þó ekkert við, og alls ekki rannsóknir, uppgötvanir eða lærdómur. Heilindi, áreiðanleiki, festa og íhygli, eru loksins úrelt, í gagnsæju ógegnsæji.
"
Einfalt væri að spyrja; hver er skilgreining á menntun, og hverjir hluta hennar eru nauðsynlegir fólki sem elst upp í nútímaþjóðfélagi og hver eru réttindi og skyldur ríkis - eða samfélaga - okkar í því samhengi.
Ég hef aldrei séð neina orðræðu hérlendis sem tekur á þessu viðfangsefni, hvað þá greiningar og almennan skilning á menntunaraðferðum eða hvað þá skólastefnum, svo hér á Íslandi er engin menntun, aðeins innprentun og á þessari innprentun er engin greining til.
"
Ritaði framangreint sem athugasemd við ágæta grein Bigga Lofts, varðandi nútímaskólann, og ákvað að færa athugsasemdina upp sem færslu. Við Birgir erum ósammála um margt í menningu og sögu, en ég fylgist með skrifum hans því hann veltir oft upp áhugaverðum og vel ígrunduðum hliðum, og þá af hæversku sem ég gæti sjálfur lært af.
En nokkrar konur hafa gefist upp á að gera mig að manni, svo sjáum til hvort ég læri hæversku, en ég mun nottla hlýða hatursorðalögunum þegar þau koma. Við Eingyðisfólk erum oft illa haldin af lagadellu*. Eins og Rabbi [baron] Jonathan Sacks* sagði eitt sinn, "Júðar hafa ætíð verið einskonar andófsfólk því það er hefð frá því við urðum fyrst til, að áminna valdið." {ritað eftir lausl. minni}
Þá vil ég færa Ingólfi Sigurðssyni þakkir fyrir afbragðs færslu hans um Plastmenni, frábær skilgreining, engu orði vant og engu ofaukið. Mig grunar að Ingólfur hafi lesið Mómó og tímaþjófarnir.
* Kennsla í eldri merkingu er á þennan hátt, svo vitnað sé í Laxness í Ljós heimsins; og kenndi hann hennar.
* Vissir þú að hrunlaugin hans Geirs voru til í þrennum útgáfum og Elítan gat valið hvaða útgáfa væri notuð til framkvæmdavalds eftir hentugleikum? Án gríns, athugull lagalesari sannaði þetta fyrir mér, en ég finn ekki glósuna, en hún er vitni.
* Af öllu því pakki hérlendis sem segir gyðingar þetta og gyðingar hitt, getur ekkert þeirra sýnt fram á að það hafi kynnt sér gyðinglegar orðræður, sögu eða aldalangt ástand eða vitnað í.
Íslandselítan ætlar sér hins vegar að setja tvenn lög um slíkt!
Rabbi Sacks er vitur [zíonista]rabbíni, sem látið hefur margt frá sér sem er tímans virði, en rökræða hans og Richard Dawkins er fínn præmer.
https://www.youtube.com/watch?v=8Ad3rVRdgbI
Athugasemdir
Góð pæling Guðjón, -ómenntunar er t.d. loftræstikerfi þar sem hægt hefði verið að opna glugga. Afleiðingin verður oft mygla.
Magnús Sigurðsson, 24.10.2023 kl. 13:52
Hahaha, nú hló ég, og já, laukrétt.
Guðjón E. Hreinberg, 24.10.2023 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.