Sambandsríki græna hálfmánans

Þrjár hreyfingar sem starfa á bak við tjöldin og hafa djúpa þræði inn í völd efnahags-, stjórnmála- og fjölmiðla, og nottla hernaðarmála og skæruliðastarfsemi, stefna að Sambandsríki Miðausturlanda með einhverju sniði.

 

 

Tyrkjaland dreymir um að Írak, Sýrland og Líbanon verði aftur hluti af sínum áhrifa knetti (Sphere of influence) og helst þá í ríkjabandalagi (Federation). Ljóst er að þessi svæði myndu aldrei samþykkja innlimun en með áhrifum á innri stjórnmál svæðanna, ásamt ýmiskonar skæruliða sundrungu (Guerrilla disruption) sem uppnefnist áróðursheitinu hryðjuverk, mætti nudda svæðunum smámsaman yfir lengri tíma í æskilega átt.

Hitt er Tvíríkis lausnin (Two state solution) sem bæði Zíonískar og Palestínskar hreyfingar stefna að, en sú umræða er margra áratuga gömul, og gengur á sömu formerkjum, að nuddast í rétta átt. Tvíríkis lausnin er annað heiti fyrir Sambandsríki (Federation) og ef hún næst, að Zíonista ríkið og Palestínska ríkið sameinist um sambandsríki, mun hefjast nudderingin að smala Jórdaníu og Líbanon inn í ríkjasambandið. Enginn vafi er á að Tyrkjaland myndi sætta sig við að skipta Líbanon og Sýrlandi á milli sín og Sambandsríkis Zíonista og Araba, svo já; stríð eða samningar.

Það hefur verið óyfirlýstur en ljós draumur Zíonista hreyfingarinnar frá 1898, að allt svæðið frá Níl til Tígris verði undir þeirra stjórn, og þessi flétta er ekki spiluð á misserum og árum, heldur áratugum og öldum.

Þriðja hreyfingin er mun langsóttari, næstum jafn langsótt og þegar Egyptaland og Sýrland og Yemen reyndu Ríkjasamband fyrir nærri tveim mannsöldrum, með mjög áhugaverðum niðurstöðum, og jafnvel stríðsástandi. Þó okkur þyki þetta langsóttar þreifingar, skal hafa í huga allt að þrjúþúsund ára sögu þessa heimshluta hvað Ríkjasambönd og heimsmyndar nudd varðar.

Íran hefur lengi þráð að Sádí liðist í sundur og að sú hlið sem liggur við Persaflóann, sammyndist ásamt Kuwait, Oman, Quatar og UAE lausbeislað varnarbandalag, sem á mjög löngum tíma gæti þróast fyrir í annaðhvort Ríkjasamband (Union state) eða Ríkjabandalag (Federation).

Allavega höfum við rætt þetta ítarlega í Arkívinu fyrir fáeinum árum, og ekkert hefur breyst í ástandi svæðisins sem krefst leiðréttinga á greiningunni. Að vesturhluti Sádí yrði þá sneiðin Mekka og Medína, e.t.v. í lausbeisluðu sambandi við Yemen, er eitthvað sem allur Múslíma heimurinn myndi telja æskilegt, og ástæðan líklega augljós.

Hér er smávegis vandi fyrir Íslenskuna.

Til dæmis köllum við Allies frá síðari heimsstyrjöldinni bandamenn, en í raun eru bandamenn Confederates. Svipað því að við erum í rugli hvað varðar ESB, eigum við að segja Evrópusambandið eða Evrópubandalagið, Union or Federation? Evrópusambandið (Union) er nú þegar farið að hegða sér eins og Evrópubandalag (Federation), með eigin mynt, eigin utanríkisstefnu, með stjórnun og ögun gagnvart ríkjunum sem fylki væru, og starfrækir hermaskínu á átta sviðum, eða Eurocorps, sem er alvöru her.

Svipað og hérlendis, er ég aldrei viss þegar fréttir og stjórnmálafólk ræðir annars vegar um European Council og hins vegar European Commission, Evrópuráðið eða hitt Evrópuráðið? Eru hvoru tveggja hluti Evrópusambandsins, eða er það Evrópubandalagið.

Klám er klúður, nema þegar klám er.

Samanber Bandaríki Norður Ameríku - United States of America - þau eru Federation, en fyrir rúmrí öld var frekar rætt um þau sem The Union, í kjölfar þess að Bandalagsríki eða Bandamannaríki Norður Ameríku var stofnað sem klofningur frá ríkjasambandinu í Washington með tilheyrandi stríði. Við nefnum Bandamannaríkið (Confederate States of America) sem Suðurríkin - sem er í raun slangur fyrir The South og stundum The Deep South.

Þeir sem skrif mín lesa, vita að ég gagnrýni púka Árnastofnunar sem tælt hafa Elítuna til óvandvirkni hvað málfar varðar. Sú gagnrýni hjúpast best þannig; þú þýðir ekki af einu máli á annað með snörun. Tungumál hefur ekkert að gera með orðin sjálf, heldur þá hugsun sem hvetur (Compells) orðin til að staðfæra (Manifest) sig í mæltu máli og rituðu.

Meikar sens?

Þegar ég leita uppi orð, eða kem með nýyrði, liggur oft tími og íhugun og samráð að baki, stundum hef ég þá hafnað orðum Árnastofnunar (Elítunnar og annarra ára) fyrir annað sem mér hugnast betur. Þetta er skemmtileg íþrótt en ég hef engan áhuga á henni, né heldur geri ég mér grillur um að einhver pikki þau upp. Það sem fyrir mér vakir er að hafa farartæki fyrir merkingu þá sem hjúpa skal og koma til skila, því mál er knöttur, orðin eru skinnið sem gerir hann sýnilegan.

Stundum velti ég orðum fram og til vaka, í máli og ritun, t.d. hef ég í marga mánuði átt erfitt með val á milli Samsærakennarar eða Samsæraútskýrendur - hið síðara er þjálla, en merking beggja er ólík; kenningar eða greiningar, en ekkert liggur á. Elítan hefur ekki enn ráðist á þennan lága rifgarð*. Sum orð sem maður leikur sér með, er einmitt einskonar miðjufingur til menntastéttarinnar (Intelligentsia) sem enn er að bögglast eða hefur aðeins getað gólað einhvurn leir.

{Er enn ekki viss hvaða orð á að nota um þann vanhæfnissöfnuð sem nú drottnar yfir oss öllum}

Svo koma snúningar. Allir vita að ég rita frekar sind en synd, sumum finnst það vafalaust klént þó enginn hafi sent augabrúnina (Evil eye - snö/þýð). Sömu Bibburnar og kenndu þjóðinni að rita synd, rituðu Egiptaland en ekki Egyptaland. Mál er lifandi, sagði Gunnar Dal, og það þarf að lifa með því.

Ég held að það sé eins og dans.

Stundum þarftu að hafa sjálfsöryggi til að vita að þú ert símastaur á gólfinu, og ekki reyna neitt sprikl, og færa fókusinn af sjálfum þér yfir í aðdáun á dömunni sem líður í allskyns sporum í kringum símastaurinn, og smámsaman að gera smáhreyfingar hér og þar til að sýna að þú gætir á endanum lært að telja í taktinn.

Allt þetta ber að sama brunni; ef þú rýnir aðeins í veruleikann, hvort heldur Atvikssögu af Ástandi (State of affairs)* fyrir Miðausturlöndum eða Austur Evrópu, eða í mismunandi yfirlýsingar frá Bubba og Jakobssyni um ástand íslenskunnar, þá ertu fastur í bergmálshelli og veist ekki af því.

Ég bið ennþá eftir vitrun eða hugljómun eða ábendingu; hvernig sköpum við nýýrði fyrir Donkey?

Það gengur ekki að við höfum aðeins orðið Asni (Ass, Donkey). Ljóst er að orðið asni kemur útaf hegðun asna, því þeir eru sneggri nokkru öðru dýri að snúa afturendanum t.d. að úlfum eða öðrum sem pirrar þá og vippa í þá hófunum, eins er einstakt að sjá þá bíta Hýenur, Úlfa og jafnvel fjallaljón (Cheetah) og tuska þau til þar til þau hlaupa í burtu. Donkýjar eru bestu varðhundar sem þú færð, og afar skemmtilegar skepnur eftir að þú venst óhljóðunum í þeim þegar þeir tjá þér vináttu sína, eða vara við hættum. Ég veit ekki hvort syrgir mig meir, að við eigum ekki verðugt heiti fyrir þessar skepnur, eða að við eigum engar. Sjáðu fyrir þér t.d. hversu flott það væri hjá þeim fáu sem enn eiga Íslensku geitina, að hafa einhvera rassakastara á bænum? Ljóst er að donkey er aðeins nafnið á hljóðinu þegar þér er vippað í burt með tveim snöggum hófum ... donk!

 

* Atviksástand ... eða hvað? Betri þýðingu vantar - Affair er mál, frásaga, sögn, atvik ... Þetta tengist því að okkar orðræða síðusta áratuginn er eina orðræða Íslenskrar sögu sem bisast við að fjalla um Ríkissmiðju hvað það er, hvað það er ekki, og að hérlendis hefur engin slík verið til síðan 1662, eða fyrr. Ríkissmiðja var vissulega iðkuð hér 930 til 1264, ... fingurinn, eða þannig. Þetta snýst ekki um nýyrðingar, heldur það leiða ástand að við þurfum að eyða tíma í að finna orð og hugtök, frekar en að nota þau sem vængi agaðrar hugsunar. Við erum enn að vesenast í sandkassaleik, við, við sem fundum upp eina af þrem fegurstu hugsunum mannsandans síðustu 5784 ár; og vitum það ekki.

* Rifgarður (orð sem enginn notar) er betur þekkt í sveitinni sem múgur, hvorutveggja er misþurrt hey á túni sem rakað er saman og þarf að rifja til að þurrka betur. Að fara um tún með múgavél til að raka heyi í múg eða múga. Já, þetta er Íslenska.

 

Lag dagsins:

Sá nýlega auglýst að snillingurinn Anoushka Shankar væri væntanleg til landsins, sumir vita e.t.v að hún og snillingurinn Nora Jones eru dætur ofursnillingsins Ravi Shankar (en bróðir hans var heimsfrægur dansari). Lag dagsins var valið með tilliti til þessa.

Nei, snilligáfa erfist ekki í genum, ég er eini lúserinn í báðum mínum ættum, og eini snillíngur Íslandssögunnar; en ég er reyndar Herúli, ræsti það gen. Borgfirsk kímni, manstu. Tókstu eftir að um leið og Gnarrið og Bubbið komu úr Marxistafelum, hættu þeir að yrkja og fyndnast? Efnishyggja og sósíalismi drepur kímni, sem er sköpun.

Sannaðu að gen sé til og ég skal sanna fyrir þér að 98 prósent genavísinda eru óendurtakanlegt kukl.

 

Á persónulegu nótunum - 20:01

Eins og allir vita fá öryrkjar ekki félagslegt húsnæði hér í útópíunni, heldur hælisleitendur. Nú er eftur komin upp svæsin sveppasýking í húsinu.
Svo það er spurning hvenær maður kemst til Pútín, því það eru engin úrræði hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband