Hvað þú lærir í fangelsi

Þú kemst að raun um þrennt. Í fyrsta lagi að 8 af hverjum 10 ofbeldismönnum - ásamt flestum öðrum glæpamönnum - voru aldir upp af skólum, einstæðum mæðrum eða stofnunum. Annar þeirra sem er afgangs var hálf-uppalinn af skáföður í sambúð við móðurina.

Sá eini sem stendur útaf á við geðræn vandamál að stríða sem voru meðhöndluð með ofbeldi og kúgun frekar en úrræðum. Enginn þeirra var alinn upp af föður.

Næsta sem þú kemst að raun um er að allir afbrotafræðingar sem flaggað er af stofnunum og fjölmiðlum eru fávitar sem hlusta meir á sjálfa sig eða upplestur úr rörsýnarbókum, en veruleikann.

Svipað og stjórnmálamenn, fræðingar, ritstjórar og embættismenn samtímans, sem eru of uppteknir að predíka yfir kórnum frekar en lesa andlit safnaðarins, eða tala til frekar en við.

Þriðja sem þú kemst að, er að múrarnir snúa út.

Fleira má segja um fangavist, en þú verður að prófa það sjálfur. Fangar ræða ekki við ófangaða um fangavist. Sum reynsla er dýru verði keypt og ekki dreift frítt.

Bæta má við að síðan 1999 eru allir fangavistardómar á Vesturlöndum ígildi aftöku. Fallöxin er mannúðlegri en að eyða mestallri ævinni að afplánun lokinni sem ósýnilegt úrhrak í sjálfsheilögu hræsnissamfélagi, eða flýja til annarra heimshluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -en við þetta verð ég að gera eina athugasemd.

Þetta með stofnanafávitana á við miklu fleiri fræðinga en bara afbrotafræðinga, og það er flest þannig að þú verður að prófa til að vera fær um að dæma, -þó svo að nú sé í miklum móð að fordæma.

Magnús Sigurðsson, 12.10.2023 kl. 15:40

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mér finnst svo dýrmætt það sem þú kemur inná síðast í þessum pistli Guðjón, að Vesturlönd eru enn verri mannréttindabrotalönd en þau sem við fordæmum í fortíð og nútíð eða framtíð, því okkar mannréttindabrot eru lúmskari og ekki hægt að lögsækja gegn þeim.

Konur eru því yfirleitt ekki marktækar á Vesturlöndum, því þær eru andsetnar, sjálfið þvegið úr þeim með innrætingu, sálarþvotti. Sálin er eins og lítil ögn, talað er útfrá kerfinu, reglunum, lærdómnum, því sem hlýtur að vera, en er þó ekki.

Það þarf að fá fólk til að sýna hreinskilni. Skólakerfið gengur útá að týna sjálfum sér í þjónustu við Satan. Að finna sálirnar, sjálfin, það er mikið verkefni.

Góður pistill.

Ingólfur Sigurðsson, 12.10.2023 kl. 15:57

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir þetta félagar. Já, það sannast aftur og aftur, taktu inn hóp fyrir, segðu honum að hann sé "gull og gersemi" - eins og Sölvi Helgason benti á - og leyfðu honum að komast upp með hvaða kjaftæði sem er, á meðan erfðafræðingarnir fá frið til að endursauma hópinn.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 12.10.2023 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband