Hvað ef allt fer úr böndunum í Miðausturlöndum [mjög flókin færsla]

Af þeim reynsluboltum - erlendum - sem mesta reynslu hafa af rýni á alþjóðamál (Geopolitical Analysis) heyri ég engan (þessa helgina) hafa áhyggjur af hvort upp úr muni sjóða í Palestínu, eða varðandi Ísraelsríki* og Íran.

 

[Áður en lengra er haldið minni ég bæði á hlutleysisákvæði "Almennra hegningarlaga" Íslenska Lýðveldisisns 1944, og ákvæði stjórnarskrár Endurreists Þjóðveldis frá 2013 um bann við öllum hernaði og ófriði af hálfu Íslenskra borgara. Sá er þetta ritar styður téð ákvæði.

Sumir iðka enn siðmenningu: lögmæta* siðfræði.]

Ég heyri þó undirtón hjá þeim öllum, sem er hvati þessarar hugleiðingar. Vil ég taka fram - því fólk er fljótt að misskilja og stutt er á þolinmæði kommúnista og annarra vinstri-öfga þegar þeir þurfa að klína eigin hatri á aðra: Stríð eru úrelt og nú er runnin upp sú öld þegar leysa á deiluefni þjóðríkja með fótboltaleikjum en ekki vopnum.

Í alvöru, þá er löngu runninn upp sá tími sem Javad Zarif, sá góðkunni og snjalli diplómat, ræddi oft og iðulega, tími núll jöfnunnar er útrunninn (Time of zero sum solutions has passed). Ég hef ekki nógu oft minnt á frábæra fimm fyrirlestra sem hann hélt sumarið 2020 þar sem hann fór yfir landslagið í alþjóðamálum og stöðu heimsmenningarinnar, og rökstuddi snilldarlega það Inflection Point sem heimsmenningin hóf að fara í gegnum 2016.

Zarif er einn af vitrustu diplómötum samtímans og má margt af honum læra; nema þú setjir þjóðernið fyrir þig. Fyrirlestrarnir heita World in Transition. Einnig mæli ég með viðtölum við Zarif hjá hugveitunni Council on Foreign Relations.

Sífellt fleiri greinendur hafa undanfarin misseri bent á 2016, og rifjaðist upp fyrir mér í dag að áramótin 2015/16 var því spáð í Arkívinu og rökstutt og þá með borgarastríð fallinna engla frá 2014. Nóg um þetta. Stríðsástand er aldrei líklegt daginn áður en það hefst og oft erfitt að sjá nema með örfárra vikna og jafnvel daga fyrirvara hvort þau hefjist eða verði komið í veg fyrir.

Svo spurningin á rétt á sér; hversu líklegt er að verði stríð milli Ísraelsríkis og Íran? Sem fyrr segir, maður vill ekki hugleiða spurninguna og fæstir alvöru rýnendur gera það. Vissulega hef ég séð nokkur leirmenni varpa þessari hugleiðingu fram, og aðra bergmálsvitringa, en við erum ekki að ræða fyrirsagnafræði hér.

Heimurinn er ekki raunsær, það eru stríð í gangi víðar en í Armeníu og Úkraínu þessa dagana, þó þau séu ekki markaðssett á vegum Project Syndicate sem stjórnar öllum fréttum hjá rörSýn og skRúvu.

Hvað ef?

Þegar maður hugleiðir spurninguna fyrir alvöru, birtist möguleikinn, já, það er reyndar hugsanlegt.

Ísraelsríki stendur eitt og varnarlaust í fyrsta sinn síðan haustið 1948. Þau ríki sem séð hafa hervél þeirra fyrir vopnum, vélum, mat og dísel, geta það ekki núna. Sádí sem tekið hefur þátt í vörn landsins (stjórnmálalega) hefur snúið sér frá Washington, og her Sáda er enn í sárum eftir misheppnaða árás sína á Yemen. Írakar og Sýrlendingar myndu hleypa Írönskum her í gegnum landsvæði sín. Ísrelskur mannafli sannaði í 33 daga stríðinu í Líbanon fyrir rúmum áratug að hann fer á taugum við fyrstu alvöru átök. Vestrænu vopnin sem herinn notar í dag hafa sannað sig úrelt á síðustu tveim árum. Tyrkjir sem einnig tóku þátt í pólitískum en óformlegum stuðningi vegna Incirlik stöðvarinnar og tengdrar starfsemi, auk annarra flóknari mála, er að snúa sér hægt og örugglega frá Washington - sérstaklega eftir að Nató ríkin sameinuðust um að beita Tyrkjaland óbeinum aðgerðum fyrir fáeinum misserum svo þeir sáu að þeir urðu að verða sjálfum sér nógir um vopn og fé og orku. Átökin í Armeníu á dögunum sýna máttleysi Washington og nató eftir að Bæden breytti Bandaríkjunum í fátækt bananalýðveldi. Almenningsálitið í heiminum, sem studdi Ísraelsmenn allar götur fram að tuttugu ára hernámi þeirra á Líbanon milli 1980 og 2000 er horfið, því fólk sér þá ekki lengur sem hetjurnar sem lifðu af helför Hitlers, heldur sem þjóðernissinnaða fasista sem beita aðra sömu meðulum. Meirihluti heimsins er að snúa baki við Nató mafíunni, og þriðjungur borgara Natóríkjanna fyrirlítur "leiðtoga" varga sína sem eru svo uppteknir af að tala til fólks að þeir trúa því að þegar eigin hugveitur svara þeim með hóli, þá sé viska þeirra óumdeild. Þá er það Íran; þeir hafa jafnt og þétt síðustu tvo áratugina unnið almenningsálit hvervetna á sitt band, auk þess sem óformlegt samstarf þeirra við Rússland og Tyrkjaland vegna Sýrlandsstríðsins, og þátttaka þeirra við uppbyggingu Íraks eftir rústun Washington þar í landi hefur aflað þeim virðingar og trausts, og nú þegar þeir eru að ná aftur vingjarnlegum samskiptum við Sáda; gætu þeir séð tækifæri. Jafnvel þó IDF (Israeli Defence Force) gæti sent sprengjuflugvélar á valda staði í Íran gæti IDF aldrei keyrt í gegnum Jórdaníu og Írak alla leið til Íran og jafnvel þó þeir gætu það kom í ljós í átta ára stríði Íraks og Íran hér um árið að varnarkerfi Írans í fjöllunum upp af Tígris og Euprades hálfmánanum er ófært af óvinaher, sem skýrir e.t.v. margra alda langa hefð fyrir þeirri landamerkja línu fyrst við Rómverja og síðan við Óttómana. Þá eru flugskeyta, dróna og loftvarna geta Íran sú fremsta í heiminum í dag. Eina spurningin er hvað Egyptar myndu segja? Egyptar eru löngu orðnir þreyttir á yfirgangi, fyrst Breta á nítjándu og tuttugustu öld og þá Washington allar götur síðan upp úr 1960, þá vilja þeir styrkja eigin stöðu í Súdan og Líbýju, helst að ná Suður-Súdan aftur undir norðurhlutann og þeir hafa nú í fáein misseri (ásamt Súdan) hótað stríði við Eþíópíu vegna Renaissance stíflunnar frægu ...

Vissir þú að þriðjungur kafbáta Nató eru að jafnaði í slipp og tveir fimmtu Bandaríska flotans er fljótari í viðhald en úr, að jafnaði, og að ráðning í vestræna heri er langt undir viðmiðunarmörkum þ.e. nýliðun er mannfærri en aldur-úrelding.

"Nató blokkin er varnalarlaus, vopnalaus, mannaflalaus, iðnaðarlaus, gjaldþrota, olíulaus og ræður ekki við Logistics og viðhald [miðað við þörf í vörnum og stríði] og úlfarnir sveima utan við varðeldana. --Arkívið desember 2021

 

 

Þessi stæða gæti skýrt Audassitýið í Hamas samtökunum á síðustu dögum, því innanríkismál Ísrael eru í steik, bókstaflega. Sprutuherferðin - komin í sjöundu sprautu - sýndi trúuðum Gyðingum sem hafa hingað til gefið Zíonistum séns, hver veruleikinn er, auk Davos aðferða sem nú eru framdar með gervigreindar og fimmtán mínútna borgarlínunum sem eru á fullri ferð í ríkinu, þá er stór hluti araba í landinu (þriðjungur til helmingur) farinn að eygja til pólitískra breytinga þ.e. sterkari borgararéttinda, en þó arabar eigi fleiri þingmenn í Knesset, hlutfallslega, endurspeglar það ekki lagaleg réttindi þeirra í fasistaríki zíonismans. Nú vita ekki margir t.d. að mjög er rætt þarna á svæðinu hvort stofna eigi nýtt palestínskt tvíríki eða hálfsoðið Federation úr Palestínu og Ísraelsríki og finna þver-friðsamlega eða þver-menningarlega lausn á samsetningu þessa svæðis. Margar mjög áhugaverðar samræður fara fram þarna austurfrá og stjórnmálaklíka á bak við Likud og fleiri zíonistaflokka (en Likud fæddist sem Fasistaflokkur í Póllandi á dögum Mússólínis) þeirrar sem heldur glæpahundinum Netanyahu við völd er nú að breyta dómskerfinu þannig að forsætisráðherrann hefur öll völd yfir dómum landsins og borgarar allra menningar og trúarhópa landsins eru í daglegum fjöldamótmælum síðustu tvö árin (í það minnsta), og fæst fólk innan landamæra ríkisins líta frekar jákvæðum augum á Ísrael, öfugt við það sem Project Syndicate og kristilegir íhaldsmenn hér á landi kalla múslímaheiminn.

Staðan er einmitt þessi; hvað ef Hamas og hugsanlega Hezbollah vill reyna að koma á stríði einmitt núna? Það hljómar langsótt og það svarar t.d. ekki einni spurningu - því Íran myndi gjörsigra þetta stríð, bæði vegna tæknilegra yfirburða, auk alþjóðastöðunnar, en einnig vegna tífaldra yfirburða auk þeirra héraða/landa í kring sem myndu leggjast á árarnar. Arabaherirnir 1948 til 1973, þeir eru ekki lengur til, allt hefur breyst.

Auk þess sem IDF herinn fram til 1980 var byggður upp af Þýskum reynsluboltum úr síðari heimsstyrjöld, sem Eisenhower sendi með afarkostum til Palestínu árin 1945 til 1948 einmitt í þeim tilgangi að búa til og stofna þann yfirburðaher sem Ísraelsríki hafði.

Einn af leyndardómum Arkívsins og greininga sem þar leynast.

Svo já, það er hugsanlegt að valdamiklir aðilar séu að reyna að ýta Ísraelsríki og Íran út í stríð einmitt núna, og þá er spurning hvað tæki við, því það er ekkert í menningar- og stjórnmála ástandinu á hringnun, Líbanon, Sýrland, Jórdanía, Palestína sem gefur til kynna að slíkt stríð myndi skapa annað en öngþveiti næstu tvo til þrjá áratugina. Aðflutta Zíonista fólkið frá og með 1947 er komið til að vera. Palestínufólk sem hefur misst land og heimili síðan 1948, og landflótta afkomendur þeirra síðustu tvær kynslóðir geta ekki fengið aftur það sem misst hefur. Í annarri færslu var minnst á, að ætíð þegar Hamas skýtur eldflaugum, þá græðir sá sem skotið er á en ekki sá sem skýtur og það er ætíð þegar slökkt er á Iron Dome-inu; vel má velta fyrir sér að lætin í gær - laugardag - hafi verið sviðsett til að vekja athygli Pentagon til að muna eftir bandamanna skyldum sínum. Hver veit; eldfimt ástand.

Allt hefur breyst, en tilfinningar eru sjóðandi heitar.

Hvaða staða gæti kælt ástandið og búið til non-zero sum?

Verst að Javad Zarif er hættur opinberum störfum. Hann sannaði í JCPOA dílnum hversu djúpvitur hann er. Snillíngurinn Lavrov er upptekinn við annað. Viti menn, kannski hefur stjórnvitringurinn Xi Jinping lausnina, það kæmi mér ekki á óvart.

Viskuboltinn Roseanne Barr sagði nýlega á Llowell Gallin rásinni að hún heldur að Messías sé kominn, og raunverulega Aliyah ferlið sé ekki langt frá okkur. Hver veit, ég hef mælt á svipuðum nótum varðandi innsiglin sjö, að ljósengill Sáttmálsarkarinnar, Mikael, hafi snúið aftur kringum 1965 og á næstu tíu árum opnað innsiglin sjö, ég byggði spádóminn 2016 á túlkun sem tengist því. Ekki gleyma að tíma heiðingjanna, fer að ljúka og ég minni á að við ræddum þetta fyrir stuttu síðan með útreikningum eftir að hafa sótt í ráðvisku viturra rabbína.

Útskýringar Júða á hvað Messíasið er og hvernig það virkar, eru dásamlegar og mjög spennó.

Sem vekur eina spurningu; er Netanyahu í þann mund að rífa al-Aqsa, til að byggja þar þriðja Salómons musterið? Sé svo, þá er stríð hafið þarna og sú staða leysist ekki án guðdómlegs vitnisburðar. Við ræddum þetta ítarlega upp frá 2015, að yrði gert og myndi hleypa öllu í bál og brand.

Þú veist hvað al-Aqsa er og hversu mikilvæg hún er?

Flókin færsla?

Sorrý.

Vildi ekki hafa þetta of aðgengilegt.

Annað: Roseanne Barr, sem í mínum huga er vitrasta kona okkar tíma, minntist á í nefndu samtali, að við mættum snúa bænum okkar þessa dagana að því að Guð hleypti bænum okkar til sín, og nefndi svonefnda 42 stafa bæn. Eins mættu trúaðir biðja þess að heilagt ryk dreifi blessunum allsstaðar þar sem þeir fara um, á okkar myrku andstyggðartímum. Eða þannig. Æi, maður á ekki að segja sona, en það er allt eikkað svo klikk.

Allavega, bænin er aðal málið þessa dagana, and then some.

Skelli inn þrem tenglum, fyrrnefndur þáttur, bænin sem minnst er á (gaumgæfið orðin í henni) og loks framúrskarandi vitnisburður Greg Hunter frá í fyrradag varðandi nafn Guðs í Biblíunni (ásamt fréttarýni vikunnar).

 

Viðbót 20231009-20:59:

Gleymdi að skjóta inn veigamiklum punkti, en það er opinber gagnrýni Elon Musk á ADL á undanförnum vikum. Enginn hefur nokkru sinni komist upp með opinbera gagnrýni á þann lygara og áróðurs söfnuð. Eitthvað mikilvægt hefur breyst.

Fyrir siðfræðilega meðvitaða (Ethically Conscious) mæli ég með ágætis fyrirtöku Max Igan frá í dag, en fáir eru jafn vel að sér um GAZA málefni, fyrir utan Eva K. Bartlett, og nottla Íslenskir siðferðilega réttmótaðir (Morally conditioned) bloggarar.

 

 

* Ég nota frekar orðmyndina Ísraelsríki, til aðgreiningar frá þekktum Biblíuhugtökum.

* Lögmæti er í merkingunni Lawful eða Lawfulness, samanber að sum lög eru ólögmæt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þetta er nýr frontur fyrir USA sem er búið að skíta á sig bæði í Afghanistan og Úkraínu. Rússar glotta. Hamas með fullar hendur amerískra vopna. Ísraelsríki uppiskroppa með loftvarnarflaugar og ekkert að hafa hjá kananum af svoleiðis dóti. Ætli þetta reddist nokkuð núna?

Helgi Viðar Hilmarsson, 9.10.2023 kl. 22:15

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Bestu kveðjur, Helgi Viðar.

Það er morgunljóst að sama laumudeild Nató og bjó til Ísis, Daesh, og uppreisnina í Líbýju sviðsetti Hamas árásina.

Já, það er spurning; það eru allar forsendur þarna núna fyrir stríðið sem mishennaðist 1948.

Guðjón E. Hreinberg, 10.10.2023 kl. 13:40

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

"misheppnaðist"

Guðjón E. Hreinberg, 10.10.2023 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband