Hálf reykja

Fyrir langa löngu átti ég bíl sem hét Chevrolet Concourse, var þetta annar bíllinn minn. Concourse var lúxus útgáfa af frægum og vinsælum bíl sem hét Chevrolet Nova, en ég eignaðist einmitt eina slíka næst á eftir þessum.

 

 

Mótorinn í Nóvunni var fræg 250 kúbíktommu vél - línu sexa - sem var svo gott sem ódrepandi torkari (Torque).

Þessar vélar voru notaðar í fyrstu Toyota Land Cruiser bílunum um og upp úr 1970 og sama sagan þar, ódrepandi torkarar, en eyddu soldið. Staðal eyðslan í þessum mótorum var 14 til 16 á hundraðið eftir þyngd bílsins og skiptingu - sá beinskipti eyddi líter minna, en það var erfitt að ná þeim upp í 18 lítra og útilokað undir 14.

Reynsluboltar skilja þá eðlisfræði.

Fyrir þá reynsluminni skellum við upp samanburði.

IH Scout jeppinn, sjálfskiptur með 305 vélinni eyddi 36 á hundraðið, fast, en sami bíll með sömu skiptingu með 345 vélinni eyddi 20 á hundraðið, fast. Dásamlegir bílar, ef þú hefur átt einn slíkan, þá saknarðu hans, hið sama á við um Nóvuna.

Þegar ég fór með Concourse-inn minn fyrst í skoðun, fékk hann endurskoðun út á þrennt, það þurfti að styrkja bílinn að aftan og setja trefjaplast í smávegis ryð, þetta gat ég gert sjálfur svo ég setti loftdempara í hann að aftan og gat því hækkað hann að aftan þegar ég fór á rúntinn. Fyrir 21árs gutta var það bara kúl, en hið þriðja gat ég ekki gert við; það voru ljósin að aftan sem voru steindauð.

Þetta var á tímum Bifreiðaskoðunar Íslands, áður en öryggisskoðun bifreiða var vopnvædd í hernaði gegn borgurum Evrópu.

Ég fór á þrjú verkstæði sem öll sérhæfðu sig í bílarafmagni. Allir sögðu við mig; hm, það þarf líklega að rífa hvalbakinn í sundur og yfirfara alla víra, skildu hann eftir og hringdu eftir viku. Maður sá fyrir sér reikninginn og hélt áfram leitinni.

Ég viðurkenndi ósigur eftir að hafa spurt alla reynslubolta sem ég þekkti, og það var þokkalegur hópur, svo ég sindgaði stórt, gerði hið óhugsandi og fór í umboðið.

Þar voru allir í sumarfríi en einn verkstæðismaður var á staðnum, því umboðið hélt einum manni til taks á verkstæðinu þegar frídagar spönnuðu meir en viku, því aldrei var að vita nema einhver af ríkisbubbum og kapítalistum sem keyrðu stóra GM bíla um allan bæinn allan ársins hring þyrftu akút þjónustu

Viti menn, sá sem ég hitti var einmitt gaurinn sem var ávallt settur í rafmagns vandamálin. Hann kveikti sér í einni reykju, skreið undir hvalbakinn með eina töng í lúkunni og reykjuna í trantinum, klippti burt 5 sentímetra vír og snéri annan, og afturljósin voru komin í lag, á hálfri reykju.

Á Íslandi búa núna 390 þúsund manns, 70 þúsund þeirra eru útlendingar sem tala sambland af Pólsku, Suður-Amerískri Spænsku, Sýrlenskri Arabísku og Afgönsku. Barnabörn þeirra munu kippa Íslandi í lag, en hvort þau nota hugmyndir Þjóðveldis - eða hvaða tungumál þau tala - veit ég ekki, en þau eru Íslendingar framtíðarinnar.

Þú efast, þú hikar, þú afneitar, en þetta er veruleikinn; Ísland er rekjanlega dáið, og það hafnaði sinni eigin arfleifð árin 2013 til 2018. Vættirnir munu sinna þeim, ekki okkur hinum. Við erum í útlegð, við reyndumst óverðug.

Það tók tæpar tvær reykjur að skrifa þetta.

Þú mátt kommenta, en það breytir ekki veganlegum veruleika.

Helmingur Hollendinga í dag eru þriðja kynslóð innfluttra Indónesa og Súrínama; allir tala þeir Hollensku, geta borið fram ghljóð í kokinu, og sagt bæði Groeningen og Schiphol með réttum framburði, öll tala þau þrjú túngumál, öll skilja þau siglingar og alþjóðalög eins og góðir hansakaupmenn; öll elska þau tréklossa og fríslenskar myllur.

Það var flottur fundur hjá vonar elítu Antivismans í vikunni, allt mjög fínt, allt sömu myndastyttur sannleikans sem meitlaramafían hefur smalað saman endurtekið og ítrekað um allan heim á öllum öldum í 5784 ár. Nokkrar slíkar hafa séð dagsins ljós á landinu okkar síðan 930 AD, og allar endurtekið sömu mistökin.

Þetta reddast; nýr bóndi, nýjar kindur, sömu girðingarnar, betri smalahundar.

Sem minnir mig á samsærakennara allra tíma, Alex Jones, sem á síðustu þrem árum hefur breyst í pólitískan atgervismann og Davos markaðssetjara (resist persist). Í vikunni lýsti hann því yfir með ítarlegum rökstuðningi að Meitlaramafían væru þeir góðu og einhver Bæverskur menningarhópur á átjándu öldinni væri valdur að öllum vandamálum samtímans.

Það er ljótt að segja, sagðiþér (Told you so), en atriðið var Drep-fyndið. Næstum jafn sorglegt og þegar Jónína var drepin og orðin sem dæmdu hana voru klippt út úr myndskeiðinu; en til eru óklippt afrit og sumir hafa séð þau.

Það tekur hálfa reykju að sanna hvernig antivismi stýrðu andstöðunnar smalar þér og hvernig sannleikar þeirra eru útúrsnúningar, en til hvers? Það er skemmtilegra að gera grín að því.

 

chevy-1

 

chevy-2

 

chevy-3

 

Bill Gates borgar 88 prósent af kostnaði við rekstur WHO. Hann er keisari heimsins, akkúrat í dag. Þú ert genabreyttur þegn hans og þursinn sem trjónir yfir gullinu í vaxmýrinni á einkarétt á breyttu genunum þínum. {8+8=16, 1+6=7}

Veganlegur veruleiki, og öll heimsbyggðin fékk tímanlega og rekjanlega aðvörun löngu fyrir 2019.

Engin skáldsaga hér á ferð.

Manstu þegar við röktum kynþvott ókynþroska barna á Stórastalandi, tveim árum áður en Antivistarnir tóku við sér í fyrra? Þeir vita ekki enn hvað kynþvottur er, jamm, þau spyrja stundum. Sum þeirra vita að þau eru annþá í styttugarði Medúsu.

Nei, þetta er ekki sagðiþér móment, bara smá títuprjónn í vúdúdúkkuna. Frelsingjar narta í manna og glotta, hinir eru löngu farnir annað.

 

387040821_902009064916930_6050916950557881950_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Flottur Guðjón, -ég ætla samt að fá að kommennta.

Ég spáði nefnilega aldrei í hvað Fordarnir mínir brenndu af bensíni, það er fyrst núna með gamla Grand að ég fór að spá, og þá vegna E-5 til  10 útþynningarinnar og komst að því að hann eyddi ca. 23 á hundraði og ca. 40 til fjalla. Setti á hann 98 okt, eyðslan snarminkaði og ljósin löguðust.

Annars lenti ég einu sinni í sömu þrautagöngu og þú með afturljósin, einmitt 21árs, klippti snéri vírana saman sjálfur, það snarkaði svolítið í rétt á meðan ég fór í gegnum skoðun, en snéri svo vírana í sundur aftur á eftir og allt í þessu fína.

Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér hvað framtíð íslendinga varðar því barnabörnin mín eru hálf Suður-Amerísk.

Verst að vera hættur að reykja.

Magnús Sigurðsson, 6.10.2023 kl. 14:39

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Bestu kveðjur, Magnús. Þær eru sætar margar sem mæta í matarúthlutunina hér á heiðinni, svo líklega mun stórþjóðin fríkka við verkfræðina, svo koma þær allar frá kommúnista landi, svo heilög Katrín þarf ekki að setja þær í hatursuppeldi.

Svo er það spurning hvaða tóbak maður geti keypt í Rússlandi þegar þar að kemur, en bensínið verður pottþétt af betri kantinum.

Guðjón E. Hreinberg, 6.10.2023 kl. 18:18

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Og ekki klikkar Ladan.

Magnús Sigurðsson, 6.10.2023 kl. 21:12

4 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ég bý við þá ógæfu að eiga bíl sem sýnir bensíneyðslu í rauntíma og meðaleyðslu. Það liggur við að ég horfi meira á þessar tölur en fram á veginn. Ég veit að þetta er böl og hégómi sem er ofar allri skynsemi hjá mér og því fer ég ekki að segja þér hvað dósin eyðir því það skiptir engu máli.

Helgi Viðar Hilmarsson, 8.10.2023 kl. 15:01

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Akkúrat :) takk fyrir þetta, Helgi, ég eyddi talsverðum tíma í það á einum bíl sem ég átti, að hafa hitamæli fyrir bæði úti og inni. En ég notaði hann því sem næst aldrei.

Ekki þar fyir, ég nota reyndar lausa hitamæla frammí og afturí þegar ég hef hunda í bílnum, en það er allt önnur ella.

Guðjón E. Hreinberg, 8.10.2023 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband