Af 21nni heimsmynd sjö heimssýna

Til að glöggva sig á hvernig sjö heimssýnir* fæða af sér 21na heimsmynd þarf fyrst að átta sig á Thesis, Antithesis, Synthesis fyrirbærinu*, til einföldunar. Því næst þarf að átta sig á sýninni sjálfri, því næst á hinum sex, og loks á því sem þær eiga sameiginlegt.

 

 

Samanber færsluna á undan þessari.

Hér er því sem næst nauðsynlegt að átta sig á muni huglægrar og hlutlægrar hugsunar - Objective vs. Subjective - og að hafa þjálfað sig í að sjá þegar maður er á valdi annarrar hvorrar. Erfitt er að vera raunsær* ef maður er fastur í rökhyggju* mis-vankaðra tilfinninga. Ekki skaðar að skilja þrenn Jungísk hugtök; Transference, Projection og Shadow, en það er þó ekki nauðsyn.

Þetta síðasta er auðvelt að skilja, í einfaldaðri mynd.

Hugveitur og stjórnmál vesturlanda hafa allar götur síðan 1945 yfirfært (Transfer) eigin glæpi á Nasismann og þar með afneitað skugga (Shadow) hins sama í eigin fari, og loks varpað (Project) í sífellu eigin sjálfsafneitun, sjálfshatri eða sjálfsvirðingar skorti á hvern þann sem þeim sýnist að djöflakenna (Demonize) eða jaðarsetja (Marginalize) eða flækjufela (Obfuscate) hverju sinni.

Öllum er augljóst, sem staldra við, hvernig haturshyggja og hvít-yfirburðahyggja (White Supremacy) er rótfast í vinstri-öfgum sem aldrei þreitast á að afneita þeim skugga, yfirfæra á hegðun þeirra sem þeim mislíkar og klína vörpun þeirra út um allt. Þegar slíkt er loks lögfest, þarf að afneita eigin huga til að sjá ekki hvernig vestrænni velferð og velmegun hefur verið  útrýmt.

Tökum Kristíanisma, sem er ekki hið sama og Kristni, til að sjá hvernig sú sýn fæðir af sér þrjár heimsmyndir. Flestir sem auðkenna sig sem kristna eru Þrenningarkristnir og telja Jósúa Maríuson vera Jesú Krist og að sá síðarnefndi sé Almáttugur Guð holdgaður. Aðrir eru Arianistar (s.s. Aðventistar og Vottar J.) og líta á Jósúa Maríuson vera hálfguð fæddan af Maríu en getinn af anda Guðs. Þriðja myndin eru þeir sem líta á Jósúa Maríuson sem Spámann Guðs og Ljómaðan (Illuminated) fyrir tilstilli anda Guðs, en í þessum hópi eru einnig Kvekarar (Quakers).

Til samanburðar má taka Íslam á sama hátt, sem skiptast í Shia og Súnní og loks hópur sem ekki hafði eiginlegt nafn en hefur á síðustu árum verið nær útrýmt, en viti menn; þeir voru fjölmennastir fyrir tveim áratugum í Yemen og Líbýu*! Shia og Súnní rífast um hver sé arftaki Spámannsins en þriðji ónefndi hópurinn tiltekur að einungis Guð geti valið arftaka spámanns, eða kallað fram nýjan Spámann (og ennfremur að ekki sé til hinn endanlegi spámaður og þá hans stefna). Til þessa hóps teljast íslamskir kvekarar sem nefnast Súfistar og er Rúmí þekktasti Súfisti allra tíma.

Sem dæmi með Húmanismann sem er í dag eingöngu kenndur í formi [félagslegrar] Efnishyggju, að fyrir rúmri öld eða svo var frumspekilegur Húmanismi ráðandi. Frumspekisinnaðir Húmanistar telja að finna megi vitundarmengi sem gæti verið hærra vitundarmengi mannsins, með áherslu á gæti verið, því húmanismi viðurkennir ekki þróaðri vitund og rökhyggju en sína eigin. Þessi hópur leitaði vísindalega að Ether og Phlogiston og Universal Fields eða Galactic Fields for Planetary Orbits, sem efnishyggju húmanistar hafa strokað út úr Wikipedia fræðum sínum. Þriðji húmanistahópurinn taldi eigin rökhyggju aðeins vera aðferð Alheimsins til að rýna sjálfan sig og því væri mannleg rökhyggja hluti af stærra mengi.

Svona má halda áfram með allar sýnirnar sjö og tilgreina hvernig þær varpast í meginþáttum á milli Thesis, Antithesis og Synthesis. Þá er mikilvægt hér að sjá hvernig þessi þrenna er lagskipt, eins og stundum eins og í spíral.

Á hverjum tíma þegar einstaklingur eða hópur velur sér heimsmynd til að útskýra hinn áþreifanlega veruleika, nýtir hann aðra heimsmynd til að útskýra dulvitund, eða undirvitund, sína og þar með samvisku og dulspeki. Þetta tvennt í samlegð (Synergy) getur af sér merkingu fyrir viðkomandi, en það sem tengir hliðarnar tvær saman - svipað og hringurinn utan um Yin/Yang, er skurðgoðið (eða hugtakið) sem neglir þær í samfellu eins og prjónn eða fleinn. Samanber að Vísindin eða vísindamaðurinn, eða stjórnmálaflokkurinn eða stjórnmálamaðurinn, plús áhugamálið og trúfélagið, og svo má lengi upptelja, og þá einhver þrenningar-blanda þessa.

Fæstir sjá hvernig þeir velja samþættingu ráðandi og víkjandi heimsmynd sína eða hvernig hafa má áhrif á viðbrögð þeirra og rökleiður (logical assumptions) með ýmsum huglægum rofum t.d. í fyrirsagnafræðum. Ein flækjan er sú að fáir sjá dulvitund sína (Subconscious) og eru vísir til að treysta spámiðlum, sálfræðingum og öðrum sem vita betur. Þetta vissu þjóðfélagsverkfræðingar "stýrðu andstöðunnar" þegar þeir gáfu fólki heitið Djúpríki frekar en Feitríkið, því fáir ráða við eigin dulvitund en allir ráða við megrun; svo betra er að fólk kvarti yfir dularfulla djúpríkinu en að þeir sameinist um að setja það í megrun.

Eitt skemmtilegt dæmi um hvernig blanda má saman stökum af hlaðborði þeirra rétta sem Lúsíferarnir sjö bjóða uppá (og Serafar þeirra sem stjórna mismunandi útfærslum) og Kerúbar sem stjórna mismunandi framkvæmdum; er hvernig Nirvanismi er notaður til að negla nútíma fólk vesturlanda inn í Marxismann.

Þegar Karl Marx og félagar hans í hugveitum Breskra Frímúra, s.s. Huxley og Darwin, voru að íhuga hvernig leggja mætti línurnar fyrir mögnuðustu þjóðfélagsverkfræði allra tíma, voru þeir hugfangnir af þjóðfélagsverkfræði milljónaborga í Indlandi. Á þessum tíma voru hugveitur breskra klúbba og Anglican heimsvaldafræðinga uppteknir af því sem þá var nefnt The Great Game India, en það er titill á verkfræði sem Saxar og síðar Normannar á Englandi hafa beitt allar götur síðan á elleftu öld til að tryggja að hvernig svosem miðgarðsormur hringar sig um veröldina, séu það þeir sem sitja á haus hans aftan við vígtennur hans, og sleikja rjómann af streði allra.

The Great Game India, sem er eldri framangreindu, er tær snilld og þeir sem skilja þau fræði hafa vafalaust gaman af að sjá hvernig Anglicanar stinga prjónum í vúdú-dúkku heimsvitundar okkar tíma, með stífu brosi (Stiff upper lip) og kankvísir. Þetta atriði, eða þætti þess, höfum við rætt í Arkívinu og vonandi gert þokkaleg skil.

Þegar Marx og félagar hönnuðu stéttabaráttu kommúnismans vissu þeir að Marxisminn myndi skapa af sér aðra stéttabaráttu og ekki síður eitraða en þá sem barist yrði gegn. Litu þeir á hvernig Hindúískir og Búddískir vitundarfræðingar beittu hugviti sínu og fræðum til að tryggja jafnvægi og velferð í borgum þeim er þeir stýrðu, án þess að þurfa að stjórna þeim með beinum hætti.

Þetta síðasttalda er mjög áhugaverð verkfræði og mætti rita langa greinargerð um. Flest fólk á vesturlöndum sér heiminn í gegnum Nirvanískar túlkanir án þess að hafa minnstu hugmynd um, og eru túlkanir þessar og ímyndir margbrotnar í einfaldleika sínum. Svipað er gert við þá sem skilgreina sig Húmanískt-Kristna, að þeir flestir hafa keypt Zíonismann í forminu Judeo-Christanity en það er fyrirbæri sem er ekki til!

Glöggir sem rýna í verkfræði t.d. Tavistock og Eranos klúbbanna síðan 1920, og jafnvel fyrr, sjá mjög auðveldlega hvernig sambland af Hindúskum og Búddískum dulfræðum (Mystique) er framboðið hér og þar á Vesturlöndum og selt eins og bráðið smjör á nýristað brauð, án þess að neytendur svo mikið sem hiksti á eitrinu sem þeir sporðrenna, enda er sífellt beðið um meira.

Ennfremur, rétt eins og í Persíu, Egyptalandi og Kína (Nirvanisminn þar tók á sig samblandsmyndir af Konfús og Taó, og Shaolin/Shinto), er það akurþrællinn sjálfur sem réttlætir boðskap og kennslu húsþrælsins, og efast hvergi um ægifagran Faraóinn og kuklara hans (Magía tröll og Vísinda þursa).

Þessi præmer er einföld útgáfa þess hvernig sjö sýnir geta af sér 21na heimsmynd og í siðrofi 21na andstæður þeirra. Þá kemur þetta skemmtilega, og það er rétt eins og með ljósenglana sjö, byggt á Biblíunni, eða eiturhornin þrjú sem við ræðum oft. Þessi horn eru þekkt hjá Ljósengli Dulspekismans sem þríhöfða villihundur (Hýena) sem Grikkir nefndu Cerberus. Finna má útgáfu þessa í öllum dulspekifræðum goðafjalla.

Eiturhornin þrjú eru þegar vissar náttúrulegar og mismeðvitaðar hvatir sem mannfólk nýtir sér til að forma samfélög og þjóðfélög breytast í hugmyndafræði (Ideology) og loks í Kerfis[stjórn]fræði (Technocracy). Við höfum tilhneigingu til að aðlagast í hópa, við höfum tilhneigingu til að treysta efnisheiminum og greina takmörk hans og við höfum tilhneigingu til að treysta og fylgja þeim sem reynist hæfastur til leiðunar eða leiðtogum. Þegar þetta þrennt breytist í hugmyndafræðilega Félagshyggju, Efnishyggju og Valdhyggju, umturnast siðmenning mann-fólks og breytist í staðnaða og innfallna viðurstyggð (eða siðrof, siðbrest) mann-kyns og leiðtogar breytast í djöfla í mannsham.

Einfalt?

Ein aðferð sem beitt er í sífellu til að tryggja að fólk, bæði manneskjur og mannverur, losna ekki úr völundarhúsi þessa sjöþúsund spegla, er mjög einföld frumeindunar (Atomization) fræði. Vinstri-öfgar eða einhver hugveita, staðhæfir eitthvað um loftslagsmál eða félagshyggju eða efnahagsmál eða kynferðismál, kótar í flókinn texta með löngum orðum sem seld eru með grípandi - og ítrekuðum - fyrirsögnum. Thesis og Antithesis fólki er því næst látið eftir að rökræða og rífast í þrot yfir hversu fáránleg eða óraunsæ rökfræðin er, meðan almenn vitund allra stétta þjóðlífs og samfélaga hafa marínerast í verkfræðinni og hún verður öllum augljós (Taken as self evident). Innan um laumast tröll gervigrasrótar og hamast með persónuárásum í þeim sem dirfast að koma með raunsæ mótsvör sem gætu orðið fleyg.

Eina ástæðan fyrir að Trömp er svo hataður sem raun ber vitni, er að hann beitir Jungískum aðferðum í orðræðu sinni sem erfitt er að bregða fæti fyrir. Þegar ég tók eftir þessu og greindi vandlega, sumarið 2016, vissi ég ekki að hann hafði samið bók um Jungisma, þegar ég komst að því ári síðar, glotti ég í laumi.

Til frekari einföldunar: Þá má nota félagshyggju (Socialism) til glöggvunar, sem skiptist í sósíal demokrat (sem í raun er fasískur sósíalismi), Communism og Marxist socialism.

Sjö sýnir, hver um sig í þrem útfærslum, gera 7 sinnum 3 eða 21, sem ranghvolft bætir við tvöföldun og þú ert kominn með tölu allrar þjóðfélagsverkfræði, eða 42. Þversumman af 4 og 2 eru 6 sem er tala hins mannlega ófullkomleika. Þegar hún eitrast, verður 6 í þriðja veldi; tala hinna dýrslegu hvata. Tala dýrsins var aldrei sexhundruðsextíuogsex, heldur djöfullegar hvatir sinnum djöfullegar sinnum djöfullegar samasem allsherjar siðrof og djöfulmennska.

Inn í þetta algrím getur þú sett alla þekkta heimspeki mannshugans.

 

* Sýn er það sem myndavél eða vitund eða hugur sér, mynd er það sem myndflagan, kennimaðurinn eða maðurinn framkallar, teiknar eða mynstrar. Séð, dreymt eða vitrað World View (eða World Vision - Weltansshaung), framkallað sem World Image. Eftir því sem ég kemst næst eru engir aðrir sem gera þennan greinarmun, en þetta er rótfest í Biblíulegum eða Eingyðislegum útskýringum og opinberunum (Revelation).

* Bráðabirgða þýðing: Kennisetning (Thesis), Mótsetning (Antithesis) og Samsetning  (Synthesis). Eins mætti nota Þáttun, Mótþáttun og Samþætting.

* Ég rita ýmist Líbía eða Líbýa eftir atvikum, en vel hið síðarnefnda oftar en hitt.

* Ég geri mikinn greinarmun á raunsæi (Reason) og röksæi, rökhyggju (Logic). Engir Píramídistar sjá þennan mun.

 

Ath. Þessi grein og síðasta hefðu orðið ein færsla en ég varð fyrir truflun og nú er lítill tími, svo ekki er víst að ég slípi textana. Læt þetta duga að sinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þetta er einkar athyglisvert hjá þér Guðjón og þá á ég við þrjár síðustu færslur. Ég þarf að melta þetta eins og svo margt annað. Takk fyrir þessi skrif.

Helgi Viðar Hilmarsson, 3.10.2023 kl. 16:39

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir sömuleiðis, maður er að þessu fyrir þá sem nenna að velta sér upp úr kynngi hins dulda.

Guðjón E. Hreinberg, 3.10.2023 kl. 17:17

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón,- takk fyrir.

Skrif dagsins eru mikið að melta.

Hafðu það gott.

Magnús Sigurðsson, 3.10.2023 kl. 18:57

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir, Magnús, bæði þvottavélin og eldavélin biluðu í dag, svo það er eitthvað.

Guðjón E. Hreinberg, 3.10.2023 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband