Þriðjudagur, 3. október 2023
Af sjö heimssýnum og undirmengjum þeirra
Enginn hefur sannað að Alheimurinn, Sólkerfið (Sól og Jörð og Máni), lífið á jörðinni, og maðurinn; eigi sér upphaf eða muni taka enda. Fyrir þessu eru engar sannanir. Allar heimsmyndir krefjast þess að þú trúir þeim í blindni og allar eru þær seldar af fræðingum, prestum, stjórnmálamönnum og blaðamönnum.
Sjö heimssýnir hafa hvatt (Compelled) mannshugann síðastliðin 5784 ár til að framleiða allt að 21 heimsmynd (og 21 ranghverfar) sem síðan eru notaðar til að smíða regluverk, ýmist trúarbragða, akademískrar heimspeki, eða ríkissmiðja.
Þessar sjö heimssýnir höfum við fjallað um ítarlega, en fyrstu greinarnar má finna á logostal.com undir Tags=seven angels. Það er áhugavert, að við höfðum ákveðið í gær að birta færslu með þessum staðhæfingum, og einmitt um sama leiti var sett athugasemd við greinina á undan þessari, með spurningum sem tengjast efnistökum.
Einföldun; sannaðu að vitund þín sé stakur afmarkaður dropi í samlegðar-úthafi (Synergistic omnipresent ocean) allra vitunda. Ef þú getur það, máttu segja mér hvað hatur sé, og ég skal trúa skilgreiningu þeirri í blindni, eins og sauður með falskan atkvæðisrétt.
Mér þykja ensku heitin liðugri þegar kemur að upptalningu þeirra sjö heimssýna sem hér um ræðir, en greiningin er byggð á opinberunum Biblíunnar:
Humanism, Christianism, Judaism, Islamism, Mysticism, Nirvanism, Idolism.
Eða: Húmanismi, Kristíanismi, Júðismi, Íslamismi, Dulspekismi, Alsælismi, Skurðgoðismi.
Þýðingin nær þessu ekki alveg, en sjáum til.
Allar heimssýnir þessar eiga ákveðna þætti sameiginlega.
- Eschatology - heimsendatúlkun (stjörnur deyja (engin sönnun)).
- Leiðtogismi (messíasar komplex) - lausnarinn {messianic principle}.
- Miðstjórnar hvöt, alræðisstefna miðstjórnar, konungs, páfa, nefndar, ...
- Píramídahugsun, fjöldinn neðst, og fækkar við hvert þrep, hvort heldur í hugmyndakerfi eða stjórnkerfi, eða hvaða öðru kerfi sem er.
- Stjarft og ósveigjanlegt kerfi, sem ýmist verðlaunar eða úthýsir, annaðhvort eftir Siðfræðilegum (Ethics) eða Siðferðilegum (Moral) ákvörðunum, stundum stundarháðum (Temporal) og stundum fjölærum (Perennial.)
- Stéttaskipting (sem ekki þarf að vera píramídalöguð), eða sérfræðinga klön: vísindamenn/töframenn, gúrúar, nefndir,
- Sindir mannsins, nema ...(allt okkur að kenna), hvort heldur erfðasindin, karmískt lögmál, loftslags og endurvinnslu sindir*.
- Sindaaflausnir, sem aftur eru háð sindaskilningnum, þú getur iðrast í júðisma, framið sindaaflausna liturgy/ritual í kaþólsku, flokkað ruslið í tunnur eða í sorpu og borgað loftskattinn eða hjólað og hent bílnum, ...
- Verðleikar (Merits), sértu Almenni Jóason, þarftu verðleika, hvaða próf hefurðu, hvaða stöðugildi hefurðu, hverju hefurðu áorkað og hvar, hvaða áhugamál hefurðu, hverjum ertu tengdur; sá hins vegar sem er í næsta þrepi ofan þíns, hans verðleikar eru titill og þrepið sjálft enda augljóst að hann er þér fremri enda er hann ofar.
- Loks er það skurðgoðið; Skiptir þá hvaðeina hvort það sé hugmyndafræðilegt hugtak (útskorin hugmynd) eða almenn hugmyndafræði (sem fólk trúir án rýni í skilgreiningar) eða leiðtoginn í fararbroddi þess félagspíramída innan píramídagarðsins sem þú fylgir, eða hefur yfirfært sjálfsvald þitt og frelsun (Deliverance) vonir til.
{Kon Fu Tze, Confucius; signs and symbols rule the world of men (rittákn og myndtákn)} - Gjald fyrir þátttöku í sýninni, myndinni, sem greiða skal upp til næsta þreps í píramídanum eða til einhvers af jafningja-fræðingunum (Peer intellectuals), eða sem skurðgoðið útheimtir.
- Allar sýnir þessar kenna að heimurinn eigi sér upphaf, hann sé óhreinn vegna einhverra ástæðna, að hann annaðhvort eyðist eða endurfæðist, og það sé þér lífsnauðsyn að ríghalda í þá fullvissu; umfram allt það er þér að kenna nema ..., n!.
- Loks ert það þú; þú ert mikilvægt egó með mikilvægar tilfinningar og mikilvæga greind, að vísu háð sindinni og sindaaflausninni og verðleikamatinu, en þú ert mikilvægt Egó og aðskilið frá alheimssúpunni sem eitthvað merkilegt stak, og sum stök eru félagslega-jafnari/mikilvægari en önnur stök, ...
Einfalt?
Sérðu ljósið?
Í heimsmynda- og stjórnkerfum, sem Bibban uppnefnir dýrðir veraldar eru margar týpur af fólki og því er ekki hægt að selja öllum Norður-Kóreskt og Austur-Þýskt heimsmyndakerfi, þó kommúnistar Íslands og ESB séu að finna upp hjólið í þeim efnum. Þú getur aðeins selt heimsmynd fyrir alla, að þú bjóðir salatborð af valkostum.
Framangreind upptalning sýnir grunnþættina sem kokkað er úr. Samanber að það skiptir engu máli hvort Bjarni stjórni Katrínu eða Katrín stjórni Bjarna ef bæði aðhyllast sama kommúnismann með smávægilegum áherslumun. Egóstökin í hjörðinni geta þá deilt innbyrðis um hvort stjórni hvoru, meðan BjaKat tvíhöfðinn saumar sína alræðis-félagshyggju í næði.
Flugvöllurinn í Vatnsmýri eða flugvöllinn á Sandskeið eða flugvöllinn í Hvassahraun; eru allt vondir kostir og sá augljósi er aldrei ræddur.
Í slíkri uppskrift þarftu þrennt, Thesis, Antithesis, Synthesis. Meginstefna, Andstöðustefna, Samþætting. {þýð. vantar, sjá * við næstu færslu}
Í slíkri uppskrift treystir vitundarfræðingurinn á að andstöðu fólkið gegni ákveðnum sálfræðiþáttum eða hafi ákveðna sýn sem ekki sé öðrum augljós, en byggist á að andstöðufírinn er að streitast við andstöðu á fínstillingum meginstefnunnar í þeirri trú að hann sé andstæðingur stefnunnar sjálfrar, þ.e að hann er ekki í samræðum við þá í eigin félagsskap sem hafi heildarmyndina. Vitundarfræðingurinn fylgist með samræðu andstöðufólksins og þegar hann sér sjarmerandi einfeldninga sem koma vel frá sér takmörkuðum (Simplistic) viðhorfum; er þeim komið á framfæri ýmist með því að stýrðir andstöðu miðlar (og algrím) birti efni þeirra eða þá í viðtal og ef það dugir ekki bannfærir þá eða ritskoðar opinberlega (sem segir meðaljóninum að efni þeirra sé áhugavert). Þetta er ofureinföldun á fyrirbæri sem ranglega er nefnt Hegelian Dialect en var í raun útskýrt og skilgreint af Sósíalistanum Johann Fichte.
Georg Hegel sá þessa uppskrift en útskýrði hana á aðra vegu, enda var hann að búa til heimspeki sem fólk gæti notað til að smokra sér út úr slíkri dáleiðslu, öfugt við Fichte sem aðhylltist allsherjar kommúnisma og félagslega sturlun.
Hegel áttaði sig á, að mínu mati, að sá sem losar sig úr fangbrögðum vitundarverkfræðinnar, sé háðari öðru lögmáli. Enda sá hann og útskýrði - Phenomenology of the Spirit - að til eru ill skilgreinanlegir vitundar- og vilja-hvatar (Archetypal influences, inspirations) sem eru beinir áhrifavaldar (Catalysts) í vitundarferlum fólks og hópa. Að einn lyklanna til að afkóta slíkt væri skilningur á: The Concrete, The Abstract, The Absolut.
Þessa hvata mætti nefna almannavitund, hópvitund (Collective consciousness), engla, vætti, eða hvaðeina, s.s. heims-sýnir.
Ef við víkjum aftur að ljósenglunum sjö. Til að fólk sjái þá ekki, birtist hver þeirra í þrem formum, samanber Thesis, Antithesis, Synthesis, þó betri heiti ættu e.t.v. við. Þannig blandast saman allskyns hugmyndir af salatborði þeirra og fólk velur svo það sem því hentar, en missir sjónar á heildarmyndinni.
Kerfi eru ávallt Abstract, fylgni við aðra eða kerfi eru ávallt Absolut, en einstaklingur sem losnar undan ægivaldinu þarf að finna sitt Concrete. Ertu Abstract leirmenni, Absolut bergmálsvitringur eða Concrete manneskja?
Þegar ég skírskota í skrifum til þess að við höfum ekki áttundu sýnina, hefur það með allt það að gera sem hér er stílfært.
Nútíma lýðræði t.d. er svipað því að þú gangir svangur inn á matsölustað, í von um að fá þér kjötrétt. Eftir að hafa lesið matseðilinn, sem býður þér tvo til þrjá tugi valkosta, auk drykkjarfanga, velur þú þann rétt sem þér líst best á. Þegar þú ert búinn að borða, ertu löngu búinn að gleyma að þú vildir kjötrétt, og hættur að velta því fyrir þér hvers vegna allir valkostirnir voru fiskréttir (og úr pakka).
* Ég rita synd sem sind.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.