Af náttúru valds - þú hlýðir valdi af virðingu, en afli af ótta [löng færsla]

Fólk sem heldur valdi vegna stöðu sinnar er sjaldan fólk sem veldur eigin valdi eða hefur áunnið sér virðingu jafningja (Peers) sinna þannig að þeir hafi öðlast valdumboð (Authority) eða spinni fram vald í eigin krafti.

 

 

Þó einhver sé kosinn til að framkvæma valdboð, eða kosinn til að semja valdboðs uppskrift (lög) merkir ekki að viðkomandi búi yfir hæfileikum, innsæi, eða [ráð]snilld þeirri er þarf til að vera voldugur einstaklingur, hvað þá marktækur, og enn síður trygging dyggða og visku.

[Áður en lengra er haldið vill höfundur taka fram, að ef rangskoðanir eða rangtúlkanir eða hatur og fyrirlitning, eða upplýsingaóreiða kemur hér fram, er um að kenna mistökum í heilaþvætti ríkisskólanna eða hjá sálfræði fjölmiðla; og rangskoðanir því ekki val eða ákvörðun höfundar heldur ákall um leiðréttingu eða betri lyf.]

Iðulega þegar þú ræðir við fólk, hvort heldur innankerfis (Online) á Netinu eða í spjallhópum eða ráðstefnum og spjallborðum (Panels), kemur oft upp orðið vald, eða valdakerfi, eða valdastjórn, en aldrei heyrir þú notað hugtakið Vald, því fá manngrey (Humanoids; mann-verur og mann-eskjur eftir atvikum) hafa nokkru sinni áunnið, skapað eða höndlað raunverulegt vald.

Þeir sem reynt hafa hvað vald[ið] er, og valdið því, munu ekki segja þér hvað það er, og jafnvel þó þeir kærðu sig um það eru ekki vissir hvort þeir geti það. Sumt þetta fólk afhendir vald sitt öðrum svo að segja hiklaust, stundum því þeir kæra sig ekki um vörslu þess, stundum til að kenna öðrum að virða það, og stundum því þeir telja það siðfræðilega rétt (en ekki endilega siðferðilega).

Náðirðu lykilorðinu?

Afl án virðingar er ofbeldi, afl í virðingu er vald.

Oft er rætt um að valdi fylgi frygðarhöfgi (Aphrodisiac) og það er að mörgu leyti rétt. Fjöldi fólks laðast frygðarlega að bæði öflugu og voldugu fólki, og gerir sjaldan greinarmun á afli og valdi. Aflmikið fólk nýtir sér þetta iðulega, en voldugt sjaldnast en myndi þó ekki hika við að nýta höfgann til eflingar þeirra hagsmuna sem þeir beita hinu áttfætta* - og oftlega dulda - valdi sínu til.

Oft dregst auðsæld að öflugum og slíkir sækjast oft eftir því, eins er með valdið en misjafnt hvernig það lagar sig að kraftseglinum eða hvernig því er haganlega ráðstafað eða það nýtt.

Frygðarhöfginn og auðságirndin, auk þess að geta snúið öðrum í hringi vegna valdsumboðs, virkar heillandi á fólk sem hefur áhuga á að ráðskast með aðra, að ekki sé talað um að geta ráðskast með félagið sem fólk ýmist meðvitað eða ómeðvitað lagar sig að.

Krossferðatíminn var um það bil frá 1100 til 1300, þó sá tími sé að mestu gleymdur, þá vita flestir hvað fyrirbærið var. Páfinn lagði blessun sína, ásamt ýmsum kardinálum, furstum og jafnvel konungum Evrópu, yfir að fólk myndi skrá sig til krossferða og leggja í krossferð til að frelsa landið helga úr höndum fylgjenda falsspámannsins* Múhameðs eða Múslíma og byggja Kristið ríki í Palestínu.

Krossferðirnar voru aðallega fimm, en einhverjar smærri voru farnar. Þær fyrstu fóru í gegnum Býzanska ríkið í Konstantínópel (nú Istanbúl) og voru í raun ætlaðar til aðstoðar við rétttrúnaðar kirkjur (Orthodox) kristinna sem litu til patríarka Konstanínópel svipuðum augum og Kaþólskir (og margir aðrir kristnir) líta til Páfans í Róm. Fram undir lok krossferðanna ríkti vinátta milli Kaþólskra og Orthódoxa en síðan Býzanska ríkið féll, hefur ríkt sundrung milli þessara tveggja öflugustu greina Kristíanismans.

Á þessum tveim öldum gerðust merkir hlutir sem sjaldan er rætt um. Allir hafa heyrt um krossferðariddarana, síðar Musterisriddarana, og tengdar stríðsmanna* reglur sem oft kröfðust munka heitis en ekki alltaf. Margir hafa heyrt um Teftónsku riddarana og Möltu-riddarana, en margar aðrar reglur voru til.

Viss píslarvottar ljómi liggur t.d. yfir Musterisreglunni sem afmáð var í Frakklandi á miðri þrettándu öldinni, og voru leiðtogar þeirrar hreyfingar dæmdir fyrir villutrú (og jafnvel guðlast) og sumir þeirra brenndir á báli. Vinsæl samsærakenning tiltekur að sú regla hafi endurfæðst sem skoska frímúrareglan og sú hafi síðar getið af sér ensku frímúraregluna, en sá er þetta ritar efast um hvort það sé rétt. Þó er því haldið fram i báðum virtustu alfræðiritum Frímúrahreyfingarinnar (Waite, Mackey), svo vel má vera að þetta sé rétt.

Hitt er annað ef rýnd er ríkissmiðja Frakklands á þeim tíma er frakkakonungur ofsótti og útrýmdi Musterisreglunni þar í landi, að Frakkland var ekki til! Það Frakkland sem við þekkjum í dag, og allar götur síðan 1789, er miðstýrt félagslegt allsherjarríki, með öflugan her, öfluga lögregluþjónustu og mjög öflugt skriffinnskubákn.

Ekkert af þessu var til á þrettándu öldinni. Frakkakongungur eða furstinn í Reims og París hafði engan veginn í fullu tré við furstana í Gascogne, Vichy, Burgundy, Normandy, eða frjálsar borgir sem lutu ýmist páfanum, eða riddurum hans, hvað þá þeim víðlendu héruðum Frakkalands - eða þriðjungur landsins - sem laut yfirráðum Englandskonungs og taldi hann sinn réttmæta kóng.

Á tímum krossferðanna gerðust einnig aðrir hlutir sem sjaldan er rætt um í sögubókum, en þá voru umfangsmiklir þjóðflutningar frá Vestur Evrópu og til Miðausturlanda, meiri en nokkru sinni fyrr í skráðri sögu. Einu þjóðflutningar sögunnar sem komast í annað sætið á eftir þessum þjóðflutningum, er eftir Bandarísk-Mexíkanska stríðið þegar þjóðfélagsverkfræðingar Washington sviðsettu gullfundina miklu í Kaliforníu og víðar, til að þjóðir hernumdu mexíkönsu svæðanna yrðu hvít enskumælandi svæði.

Innflutningur vinstri-öfga til Evrópu og Bandaríkjanna síðan 2001 AD, eru pínötts í samanburði. En afleiðingin sú sama. Þjóðflutningar eru vopn sem valdabákn nota til að breyta samsetningu þjóðfélags- og ættbálkahópa, og oft til að skipta út heimsmyndum.

Akkúrat. Afl og vald.

Eftir að Reims konunugur útrýmdi trúuðum stríðsmönnum kaþólskunnar, náði hann á sitt vald fé og landi sem hann þurfti, auk þess sem hann þvingaði þriðjung þessara stríðsreyndu manna til þjónustu við sig og gat þannig virkjað eða nýtt sér reynslu þeirra í herkænsku/stríðstækni (Strategy) og valsbrögðum (Tactics). Hið gamla frankaríki sem rénað hafði þrjár aldirnar áður, endurfæddist og velgengni þess var óstöðvandi allt til ársins 1816 þegar það gerðist leppríki Breta, ennáný, og hefur verið það síðan.

Þegar Konstantín mikli sá tæpum þúsund árum fyrr að Rómverska heimsveldið var að tréna og rangsnúast gegn sjálfu sér - innfallin siðmenning - nýtti hann þrennt til að reyna að sporna við þessu. Hann sjálfur og flestir offisérar og embættismenn heimsveldisins höfðu tileinkað  sér Míþraska trú, sem í grunninn er sú sama og Kaþólsk kristni þegar kemur að helgisiðum (Liturgy) og framkvæmd. Sagan um Jesú er aðeins kápa utan um söguna af Míþrasi.

Konstantín, langalangalangafi Kláusar Schwab, vildi gera Great Roman Reset til að tryggja viðhald heimsveldis þess sem hann hafði náð valdi yfir og helst að tryggja undirstöður þess þannig að það gæti breitt úr sér. Konni skildi að heimsveldi er hugsun og að hugsun sú byggist á tveim til þrem vandlega útfærðum heimsmyndum, sem allar deila einni eða tveim heimssýnum (Image vs. Vision). Hann skildi einnig að ef þetta væri rétt gert, mætti selja fólki vandað siðferði, og því framfleytt af vandaðri siðfræði (Morality based on Ethics).

Við höfum áður bent á að Aristoteles hafði fattað þetta sama og beitt því gegn tveim heimsveldum, Persum og Egyptum. Siðfræðin sem skólaspekingar Kostanín settu saman, var vinsuð að hluta frá Aristotelesi annars vegar og einum öflugasta fræðimanni Farísea allra tíma, Saúl frá Tarsus.

 

 

Þá skildi hann að allt þetta væri prjónað saman, eða fleinað saman - samanber þegar þrjár fjalir eru reistar saman og einn fleinn rekinn í gegnum þær), ef duld (Mystique) þessara hugmynda væri reifuð dularfullum sögum sem fólk getur nýtt sér til að spinna endalausar dulspekilegar tilgátur (Dulspeki- og samsæriskenningar).

Að vefa sögurnar af Nasareanum utan um Míþraismann, skapa fjandmann hinnar nýju trúar úr annars vegar hinum heiðna skara og hins vegar Júðisma, og að prjóna það saman með helgisiðum skurðgoðadýrkunar sem þykist vera eingyðistrú; svínvirkaði. Það tók hann eina kynslóð að útrýma Nasareum, að jaðarsetja Júðista, að þagga niðri í Aríanistum (sem í dag eru gleymdir), og að skipta hinni nýju kirkju á milli universalista (Catholic) og rétttrúnaðarista (Orthodox), svínvirkaði.

Frá því þessi snilldar verkfræði var sviðsett, og fram til krossferða, var hið nýja heimsveldi, með tvennar höfuðstöðvar, í Róm og Konstanínópel, öflugasta hugarfarslega heimsveldi allra tíma. Hægt er að fara nánar ofan í frumeindirnar á þessu, en þetta heimsveldi er enn til, þó það sé ekki lengur tvíhöfða, og ræður yfir heimsmyndum hátt í tveggja milljarða manna og hefur öflug áhrif á heimsmyndir minnst þriggja annarra milljarða manna.

Til gamans má nefna - og við höfum áður rætt - að Slavnesku og Germönsku hersveitirnar sem hófu innrásir á Vest-Rómverska ríkið, allt frá Balkanskaga og Rín og vestur úr, allt til norð-vestur Afríku; voru því sem nær allar Aríanískt* kristnir, en öld síðar voru allir orðnir Kaþólskir.

Aðeins tvær aðrar heimssýnir hafa náð þvílíkum áhrifum sem sú kristíaníska. Önnur er sú Íslamska, en hin? Hver væri hin? Sósíalískur Húmanismi kemst ekki með tærnar þar sem þetta hefur hælana. En já, þú giskaðir rétt; Zoroastríanismi og þjóðfélagsverkfræði hans, þó gleymd sé í dag, er enn áhrifameiri ef rýnt er með öflugu stækkunargleri og nálasporsrekjara.

Hvað eyðir öllu þessu?

Það er fryggðar og fjár ágirnd valdasjúkra.

Fólk sem áttar sig á að sá sem nær yfirtöku á samansöfnuðu afli og beitir öllu sínu hugviti til þess að komast í valdastöður og áhrifastöður, og hvort heldur með samsærum eða þöglum augngotum styðja hver við annan, eins og tveir vasaþjófar sem þekkja hvorn annan úr á mannmörgu torgi og marka sér þegjandi áhrifasvæði.

Þegar Frankóníska ríki Meravingjanna hóf að trénast og innfalla, hófst löng ganga díalektísks siðrofs á vesturlöndum. Siðrofið var einnig merkjanlegt á Býzanska svæðinu og hinu Íslamska sem enn barðist við það á hæl og hnakka í kjölfar krossferða verkfræðinnar. Hér verður að hafa í huga að Vestur-Rómverska ríkið hrundi ekki 450 AD eins og einfaldar svarthvítar skólabækur kenna*.

Annars staðar höfum við einnig rætt 1221 AD þegar nærfellt öll ríki Evrasíu voru lögð niður í einni árás, en er utan viðfangs (Scope), þó spennandi væri að ræða betur, ennáný.

Ef þú rýnir sögu vest-rómverska veldisins kemur í ljós að t.d. var Íbería-Brittanía-Gallía-Belgíca sjálfstæð héruð en í samfelldu í ríkjabandalagi í kringum 180 AD, að eins var með megnið af Anatólíu og Palestínu, að Egyptar létu mjög illa að stjórn. Ef þú rýnir ástandið öld síðar, sérðu aðra ríkja myndun á öllum þessum svæðum, og er áhugaverðast að rýna hið skammlifða ríki Allectusar yfir Belgicu og Brittaniu, en sá sem sigraði hann var einn af ættfeðrum Kostanínusar, og svo má ekki gleyma hálfgyðjunni* Helenu sem þarna kemur inn í ættina og sannfærði alla um að hún væri af kvenlegg Maríu meyjar.

Einföldun; Rómverska heimsveldið var hugsun, það var heimsmynd, það var aðferð til að reka ríkissmiðjur, til að samræma skattheimtur, til að setja dómstóla, til að varðveita og vernda verslunarleiðir á landi og hafi, og hvort það var Páfinn eða Keisarinn í Róm, hann var ekkert annað en Arbiterinn sem fékk síðasta þrepið í skattheimtunni - sameiningartákn útbreiddrar siðmenningar - og hann gat sent hersveitir til Azerbaijan og Armeníu ef þau voru undir Pax Romana.

Hið kristíaníska heimsmyndar-veldi var og er samsett úr Grískri menningu, Rómverskum lögum og Hebreskri opinberaðri siðfræði. Þessu hefur nú verið útrýmt af Marxískri Díalektík, og það verður ekki endurreist. Einungis áttunda sýnin getur reddað heimsþorpinu nú, og hún hefur ekki enn verið framborin; þó er henni vandlega spáð í bæi Bibbunni og Kóraninum.

Við höfum gert heimssýnunum sjö, og heimsmyndum þeirra, og samþættingum, ítarleg skil á öðrum vettvangi.

Hið eiginlega samfellda heimsveldi var ekki til, þú finnur ekkert skjaldarmerki og ekkert Ríkisskjalasafn (National Archive)*. Persneska heimsveldið, og sumpart hið Egypska voru sömuleiðis heimsmyndarkerfi en þau höfðu bæði skjaldarmerki og ríkisskjalasöfn (meitluð). Öll heimsveldi eru frumspekileg vel kótuð hugsun sem framleiðir kröftuga (Dynamic) heimsmynd, vel útfærða siðfræði, og traust réttarríki.

Höfundur hefur oft sagt í Arkívinu, Ísland gæti hæglega orðið næsta heimsveldi, og síðan glott, því fáir lesendur* hafa forsendur til að skilja hvað átt er við, eða geta ekki rýnt sýnina sem fullyrðingin er byggð á. Þetta er ekki spurning um greindarskort, heldur leirmennsku og bergmálsfíflun vegna vitundarverkfræði frá hugveitum sem hafa vit á að eiga þá sem ala okkur upp og vera hvergi markaðssettar opinberlega.

Samsæriskenning! Hrópar leirmennið!

Öfgar! Hrópar bergmálsfræðingurinn.

En:

Alls staðar þar sem vald laðast að fyrrgreindu, já, því vald er segull og hann laðast að kjölfestu flæði traustrar frumspeki, koma að vasaþjófar valdsins og breyta því með þráttunarfræði (Dialectic) í rangnúning aflsins. Þess vegna er einginn munur á innfalli Kristíanísmans 1551 og innfalli sósíalísks húmanisma 2020.

Því aflraunamenn þráttunarhyggjunnar, hafa engan áhuga á viðfangsefni því sem þeir nota í hugveitum sínum og predíkunarstólum fjölmiðlunar til að dáleiða lýðinn og breyta í hjörð. Þeir eru djöflar í mannsham og þegar mannfjöldinn hefur fyrirgert siðfræði sinni fyrir tilfinningadrama innprentaðs dávalds, eða gervisiðferðis, innfellur siðmenningin og ef hún er útbreidd, eða heimsveldi, fellur öll merkingarfræði og þar með tunga í óráðshjal og glundroða.

Eitt merki þess er þegar óþægilegar raddir eru fyrst jaðarsettar (Marginalized), síðan djöflamerktar (Demonized) s.s. villutrúarfólk eða samsærakennarar, og loks allsherjar ritskoðun, því þeir sem hafa yfirtekið aflið, hafa ekkert vald, enga sjálfsvirðingu, enga menningarlega rótfestu. Þeir byggja því enn öflugra og ítarlegra reglugerða kerfi, enn meiri aflbeitingu (uppnefnd valdbeitingu); tómrar byggingar, sem fellur um sjálfa sig þegar næsti Temújin kemur og sparkar í hana.

 

 

 

 

* Greinarhöfundur er ekki á þeirri skoðun að Múhameð hafi verið falsspámaður, þó flestir kristnir séu á þeirri skoðun. Orðið er hér notað í sögulegu samhengi.

* Stríðsmaður er orðið sem höfundur notar fyrir enska hugtakið Warrior sem er ekki hið sama og hermaður. Nánari skilgreining er utan efnistaka, en stríðsmaður er því sem næst ætíð trúarlegur og lítur á vopnuð átök sem lítinn hluta viðfangsefna sinna s.s. stríðsmenn frumbyggja líta meir á hlutverk sitt sem þjónustu við ættbálkinn (Tribe) en eiginlegan hernað.

* Hálfgyðja er hér meint í háði.

* Hlustandi, lesandi; hlesandi.

* Að kenna er ekki hið sama og að fræða. hinthint

* Sleipnir ku vera áttfættur.

* Minni á að hér er rætt um fylgjendur við kennisetningar biskups Aríanusar, en ekki hugmyndir Nasista um Arýanisma sem er allt annað.

* Sumir Ítalskir sem við höfum rætt við hafa fullyrt að hið rómverska ríkisskjalasafn sé til, og hafa útskýrt þekkingarbrot upp úr því, en e.t.v. er því um að kenna að við kunnum ekki Latínu að finna ekkert slíkt.

 

Viðbót 17:15:

Eftir að hafa ritað færslu, sem varð að spennulosun - en hafði ætlað mér að rita allt annað og mun styttra, tók ég pásu og valdi mér Jay Dyer upptöku sem hann hefur gert fyrir örfáum dögum hjá Infowars; viti menn, sama viðfangsefnið, en í allt öðrum búníngi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður pistill Guðjón, -lýsir vel hvernig það, sem þú kallar stundum þjóðfélagsverkfræði, er í framkvæmd.

Við lesturinn varð mér hugsað svona c.a. 20 ár aftur í tíman, þegar hinir seinni þjóðflutningar hófust að fullum krafti hingað til lands.

Eftir "hið svokallaða hrun" varð fullljóst að afl hafar höfðu keypt sér vald hafa og keyrðu fullan byr á að skipta um þjóð í landinu.

Nú sitjum við uppi með afleiðingarnar, innfallna menningu, rokna tungu og tapað spil, -búin að glata aðgenginu að landinu. Getum ekki einu sinni mígið  út í móum án þess að eiga refsingu á hættu.

Eins og þú bendir á þá er ekkert nýtt undir sólinni, -en hefði samt vel mátt koma í veg fyrir með því einu að þjóðin hefði slökkt á sjónvarpinu og hlustað á sjálfa sig.

Takk fyrir að nenna að skrifa svona pistil.

Magnús Sigurðsson, 2.10.2023 kl. 18:29

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir góð orð Magnús, það eru fáir sem nenna að lesa svona efni eða setja sig inn í.

Ég veit að þú veist jafn vel og ég, að nú eru 20 þúsund þjálfaðir skæruliðar í landinu, tilbúnir í hvaða slag sem hentar vinstri-öfgum, og Lýðveldið er ekki lengur til.

Guðjón E. Hreinberg, 2.10.2023 kl. 18:55

3 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þetta er sérdeilis upplýsandi pistill sem kallar á nokkrar spurningar.

Er ekki vald innantóm hugmynd ef enginn hlýðir því?

Er til sönn heimsmynd?

Er til sönnun þess að til hafi verið fólk sem kallaðist Hebrear?

Er til sönnun þess að til hafi verið fólk sem kallaðist Ísrael?

Með fyrirfram þökk fyrir svörin,

Helgi Viðar

Helgi Viðar Hilmarsson, 3.10.2023 kl. 10:59

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Helgi, ö, sko;

jú, nei, nei, nei. :)

Sé vafi, vísa ég til Ríkisstjornarinnar; hún veit allt.

Guðjón E. Hreinberg, 3.10.2023 kl. 12:25

5 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ég er ánægður með þig Guðjón Hreinberg, þú ert ekki lengi að því sem lítið er.

Helgi Viðar Hilmarsson, 3.10.2023 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband