Af orðræðum og samræðum

Ef öll okkar orðræða er samræða við fyrirsagnir sem fæðast í áróðurssmiðjum og hugveitum sem við þekkjum ekki, framreiddar af grímum og gínum fjölmiðla, sem síðan réttlæta alls kyns regluverk og útúrsnúninga stjórnmála- og vísinda- elítu sem sjálf eru gildislausar og ómerkar leikbrúður í strengjum, erum við í sífelldu viðbragði. {reaction vs. proaction}

Það heitir hjörð sem haldið er saman af smalahundum, en ekki lýður sem sjálfur skrýðist gildum.

Alvöru orðræða skeytir ekki um slíkar stjarfdáleiddar gervi samræður, heldur snýr sér að tímalausum varanleika og fleytir ofan af þeim gullpotti hjarn, eftir hjarn, þar til smíðagullið er tandurhreint, eins er gert með silfur fjölæringa.

Alvöru samræða, er gól með vindum og galdur í grasi, þar sem vitund varanlegrar endurfæðingar náttúrulegs veruleika hleypir fram gleði þess sem veit að nafn sitt er verkfræði hins vonda, því hann gleðst í tári hinnar ælífu sólarupprásar.

Þar sem allir heita, hið innra sem ytra; Ég, Þú, Við, [Þið og Þau,] eftir atvikum og aðstæðum.

Manneskjur skapa orðræðu, Logos, og mannfólk notar hana til að gæða menningu sína merkingu og dýpt, og smám saman velur úr litskrúði þess misvandlega ofna teppis, þau hugtök sem skapa má úr verðleika og dyggðir siðmenningar.

Og hún veit, að teppið er töfrateppi Aladdíns, þú getur setið á því, þú getur svifið á því, þú getur sannfært þig um að teppið sé veruleiki, en það snertir aldrei bergfasta jörð. Þú byggir ekki borg á töfrateppi.

Mann-verur hins vegar lepja dauðann úr framreiddum leirburði eitraðra vélabragða illa innrættrar vitundarverkfræði, og telja sér til vits og fræða endurómun og bergmál bókstafs og meitlunar sem ramma þau inn í fangabúðir mann-kyns.

Þegar þú sérð þennan mun, skilurðu Exodus fræði Evu, Móse, Elíja, Jesú og Múhameðs, og að engir spekingar komast þar sem þau höfðu hælana; þegar mannhafið í kringum þig breytist í leirmenni og bergmálstrúða, og siðmenning í viðurstyggð virðingarleysis og [kyn]brenglunar; flýrðu og vitir þú ekki hvert leitar þú leiðsagnar Skapara alheimsins en ekki skurðgoða tákna og mynda (signs and symbols).

... því að trúa um er ekki hið sama og trúa á, og milliliðurinn, túlkurinn, er ekki traustur.

Þetta skildi heilagur Franz frá Assísi, þegar hann örum brenndur eftir dyggðaríkt veraldarvolk sitt, kom sér á grúfu og þá sjaldan sem hann stóð upp, að hann predikaði eingöngu yfir fuglum fjallanna, í samræðuformi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband