Laugardagur, 30. september 2023
Spjallað við Gorbatsjov
Fólk hætti að trúa Pravda og hinum fjölmiðlum Sovéskra kommúnista, svo ríkið féll um sjálft sig. Við þetta vil ég sjálfur bæta; samtímafólk okkar skilur ekki merkingu hugtaka, prófaðu að sannreyna eftirfarandi:
Enginn veit hvað kommúnismi er, enn færri hvað Marxismi er, og alls enginn sér muninn á siðfræði og siðferði (Ethics vs. Morality). Hversu margir samborgara okkar geta teiknað á autt blað; einfalt Evrópukort og einfalt Afríkukort og staðsett Úkraínu, Liechtenstein, Gabon og Níger?
Þó er afar einfalt að koma fólki á sporið og sanna fyrir því, að einmitt vegna þess að það veit ekki þessa hluti er ástæðan fyrir að menning okkar er dáin. Og þá meina ég, hvernig það kemur beint við buddu þess, fjölskylduheill og afkomu.
Þess vegna þarf Elítan hatursgospel. Því lygaraborgin er ofþanin blaðra og hugveitur valdsins æfa sig svo stíft að tala yfir fólki að hæfileikinn til samræðna er líkari fjarlægðum botnlanga. Því sá sem predikar sannleikann yfir kórnum, með sífelldu bergmáli úþynntra bókstafs kreddna, að hann veit að þögn safnaðarins er samþykki fyrir viskunni.
Hvað eru margir sem geta skilið að það eru reglugerðir og eignaskattar sem búa til verðbólgu, og að reglugerðablæti kæfir ríkissmiðjur, en ekki peníngaprentun og trúfrelsi?
Túlkaðu eftirfarandi setningu; ríkið er málamiðlun á milli frekju og sinnuleysis, og afpakkaðu merkingu hennar fyrir menningu og siðmenningu. Prófaðu að spyrja samborgara þína; hver er munurinn á menningu og siðmenningu, eða; hvað merkir hugtakið Homo Sapiens Sapiens og hvernig tengist það Darwin og Big Bang.
Fólkið sem trúir á vísindin, veit nákvæmlega ekki neitt um þau.
Geturðu útskýrt muninn á skylduskráningu í Verkalýðsfélög annars vegar og verkfalls- og aðbúnaðarréttindum hins vegar?
Hef ég stjarfadrómað fyrirsögn tengdrar fréttar?
Veistu ekki hvað stjarfi er? En Drómi?
Eru fjölmiðlar að fjalla um það sem skiptir máli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.