Fósturmorð, fóstureyðing; þungunarrof - siðbrestur

Allar mæður sem fætt hafa fleiri en þrjú börn geta sagt þér reynslusögur sem þær flagga helst ekki og aðeins eru sagðar í kvöldkyrrð við kertaljós í þöglu eldhúsinu seint um kvöld. Þær hafa orðið þungaðar oftar en þessi þrjú sinn, og misst, en stöku sinnum fjarlægt.

 

 

Allar geta þær sagt þér að lífið - eða náttúrujafnvægið - hleypir ekki sál að fóstrinu fyrr en ljóst er að móðurlífið haldi því og að það dafni, og að þetta gerist frá elleftu til þrettándu viku.

Þannig virkar þetta og það kemur reglugerðum og vinstri-öfgum ekkert við. Hins vegar eru öll stjórnmál vinstri-öfga byggð á útdregnum (Abstract) algrímum menntavisku (Intelligentsia) og fólk hefur gleymt að útdregin firring (Alienation) verður ekki í askana látin (svo vitnað sé í fornan málshátt).

Menn í eina tíð sögðu að verkfræðingar pissi upp í vindinn, og það er rétt; fræðimenn pissa iðulega upp í vindinn, ef hugveitan segir þeim að það sé rökrétt. Skiptir þá engu raunsæið.

Félagshyggja vinstri-öfga sem nú ætlar að banna allar rang-skoðanir - eða fangelsa hugmyndir, fyrstir í mannk-kyns-sögunni, er allt saman útdregin firring sem hefur nú þegar rústað fjölskyldunni og fyrir vikið er menning okkar pressuð blaðra.

Fóstureyðingar voru lögleiddar á vesturlöndum til að afstýra því stórslysi þegar ungar (verðandi) mæður fóru í kvöldheimsóknir hjá skottulæknum og frumskógakuklurum til að láta skafa úr sér móðurlífið og stundum að láta blæða sér út, því þeim hafði annaðhvort verið nauðgað eftir sveitaball eða höfðu látið einhvern gaur á flottum bíl tæla sig á rúntinn og kela á afviknum stað.

Fóstureyðing á faglega útfærðum heilbrigðisstofnunum af þjálfuðu fagfólki með öryggisúrræði á takteinum, var talin ásættanleg nauðlending. Vinstri-öfgar hafa nú breytt þessu í eitthvað orðskrípi og notar til þess illa innrætta (Wicked) þjóðfélags- og menningar verkfræði (sem aftur er byggð á vit-firrtum útdregnum hugveitum á borð við Heims-efnahags ráðið (HER, WEF).

Skaðinn er skeður á flestum vesturlöndum; menning okkar er dáin.

Loks vil ég minna á hvernig mismunandi verkfræði hefur beyglað hug okkar allra. Það kemur engum við hvort móðir velur fóstureyðingu eða ekki. Ríkinu kemur það ekki við og Kirkjunum kemur það ekki við.

Í hinu náttúrulega jafnvægi er það móðirin sem á afkvæmið frá getnaði til kynþroska, og enginn annar. Hvort móðir metur afkvæmi sitt ólífvænlegt og breytir eftir því, á þessari tímalínu, kemur engum við. Því er það hún ein sem ákveður hvort barnið skuli menntað, og þá samkvæmt hvaða heimsmynd. {þetta voru lög þjóðveldis eldra}

Spurðu ljónynjur, krókódílur og ísbirnur; eða reyndu að sannfæra þær um einhver úrræði.

Nei, það kemur ekki föðurnum við. Hans hlutverk er að styðja við uppeldiskröfur móðurinnar og veita heimili hennar það sem hún þarfnast. Það er hið náttúrulega jafnvægi og það kemur heldur ekki ríki og töframönnum regluverkanna (Akademía og Trúarbrögð) neitt við.

Allt frá því að Karl Marx breytti Platónskri Díalektík* í Félagslega Díalektík hafa vinstri-öfgar fylgt fordæmi hans að snúa öllum orðum, merkingum og stjórnmálum á hvolf, til þess að ná því sem þau öll þrá á sitt vald: Kapítalinu og Skjala-valdinu.

Hvergi hef ég séð félagslega ríkið bjóða nein úrræði handa mæðrum sem vilja fæða börn sín í heiminn en vilja ekki eða geta ekki alið þau upp sjálfar. Enda er sósíalisminn morðóð lýgi.

Ef þú veist ekki að sósíalismi er morðóð lýgi, þá fór sagnfræði síðustu hundrað ára framhjá þér; eða 99 prósent allra þjóðarmorða og heilaþvottar allra tíma.

Öll orðræða vinstri-öfga síðustu áratugi brýtur tilmæli (lög) stjórnarskrár okkar varðandi almennt velsæmi. Allt; sósíalismi er smitandi og lífshættulegur geðsjúkdómur, sem þarf að greina snemma og bjóða hinum veiku sérúrræði. Þegar menningin bregst við þessari mannskæðu geðveiki, með öguðum úrræðum, fáum við aftur menningu.

Nú ríkir stórhættuleg farsótt og hefur geysað lengi, og hún hefur ekkert að gera með kíkhósta og nálar. Flýðu farsóttaheimilið þar til sýkingin rénar!

 

* Dialectic merkir í grunninn Diabolical Discourse - eða djöfulleg orðræða. Fræðiheitið á félagslegri díalektík er Þráttunar-efnishyggja (Dialectical Materialism). Jafnvel öfga-vinstrið bekennir ekki sín eigin grunnheiti; og í dag stjórna þeir öllu þínu lífi.

Nákvæmni, hittir í mark. Allt annað er fúsk.

Góðar stundir; ríðið og fjölgist, segir eikkursstaðar: því þið getið ekki uppfyllt jörðina.

Jamm. Jörðin er lifandi, sköpuð fyrir lifandi mannfólk, og hún vex eftir þörfum, og ef barnmargt fólk er fátækt í al-sæluríki kommúnismans, þá eru algrím elítunnar rangsnúin.

 

Viðbót, á persónulegu nótunum:

Lífið kennir okkur körlunum, að það er margt í reynsluheimi kvenna sem kemur okkur ekki við. Þær hafa í gegnum aldirnar tryggt að virðing sé borin fyrir þessu, eða eins og maður nokkur sagði eitt sinn við annan, "konur eiga sína leyndardóma" og hinn kinkaði kolli. Karlaveldið hefur aldrei verið til, femínsimi er illgjarn marxismi sem berst gegn konum en ekki fyrir þær.

Mæli til gamans með ræðu Lady Michele Renouf um samanburð á Suffragettum og Femínistum, og einnig frábæru samtali Eric Metaxas við Alice von Hildebrand:


mbl.is Skoða að rýmka lög um þungunarrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband