Einfaldi flokkurinn - 11.11.2023

Einfaldi flokkurinn, verður stofnaður laugardaginn 11. nóv. 2023.
 
Stofnskrá er mjög einföld:
  • Flokkurinn skráir ekki kennitölu og hvorki samþykkir né rekur félaga: sértu í Einfalda flokknum, dugar að lýsa því yfir.
  • Enginn formaður, en framkvæmdastjórn kosin árlega: Einfaldi flokkurinn er ekki elítuflokkur.
  • Vinstri og hægri stjórnmál eru úrelt og flókin.
  • Einfalt er alltaf betra en flókið.
Stefnuskrá er einnig einföld:
  • Víkjandi stjórnvald (ríki) og öflugra einkaframtak.
  • Fjölskyldan er kjarni þjóðríkis og því minnkuð afskipti ríkis af málefnum fjölskyldu og uppeldis.
    Dæmi: Ríkið borgi hið sama fyrir heimanám barna og fyrir skólakennslu, og barnaverndarnefnd getur ekki tekið börn af foreldrum heldur aðstoðað og ráðlagt fjölskyldum í vanda.
  • Afnám allra eignaskatta.
    Dæmi: Bifreiðagjöld, hundagjöld, launaskattar.
  • Ráðningartími opinberra starfsmanna (og embætta) sé jafn langur kjörtímabili þingmanna.
    Æviráðning [spilltra embætta] sé þannig aflögð.
  • Aðskilnaður ríkisstjórnar og þings.
    Dæmi: Þá hættir ríkisstjórn að geta pantað þau lög sem ráðherrum sýnist.
  • Dómarar séu kosnir í héraðskosningum og landsdómur lagður niður en héraðsdómar og hæstiréttur séu stækkaðir.
    Dæmi: Réttarkerfið er of flókið og of dýrt, og ennfremur skipað af þeim sömu og setja lögin og því ekki hlutlaust.
  • Innleiðing persónukjörs til Alþingis.
    Dæmi: Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir flokkum og flokkakerfið hamlar vönduðu fólki að komast að.
  • Einfaldi flokkurinn hafnar þátttöku í stjórn.
    Dæmi: Fólk er vant markaðssettu flokkunum með faglega fólkinu (elítuflækjum), því er einfaldast að vera besta stjórnarandstaðan og vera flóknu flokkunum aðhald.
  • Innlend lög séu æðri erlendum þjóðréttarsamningum (Treaties) eða æðri alþjóðalögum.
    Dæmi: Stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar, eða starfsfólk þeirra, verða ekki lengur undanskilin innlendum lögum og sköttum, og .
  • Erlendir lögaðilar geta ekki átt land eða eignir innanlands, nema vera búsettir hérlendis og hafa hér varnarþing.
  • Við viljum einföld og réttlát lög sem allir kjósendur landsins geta skilið.
    Dæmi1: Fæstir landsmenn hafa lesið stjórnarskrána eða geta útskýrt hana, enn færri treysta sér til að lesa lög og vita því ekki þegar brotið er á borgurum með ólögum, eða hvort lög brjóta stjórnarskrá, eða vita að reglugerðir eiga að túlka lög en eru engin og að sumar reglugerðir eru sjálfar lögbrot (eða rangsnúingur á lagatúlkun).
    Dæmi2: flokkurinn mun aldrei samþykkja ólög sem brjóta stjórnlög, en mun starfrækja stjórnlagadóm sem greinir ólög frá lögum.
  • Strandveiðar á færi og reknet innan 3ja sjómílna, árið um kring, verður óháð afskiptum ríkisins. Þá verður héruðum gefið meira sjálfræði yfir kvóta á sínum miðum en nú er.
    Dæmi: Þorpin við sjávarsíðuna munu lifna aftur við og valdið dreifast um landið.
  • Dómsvald eða úrskurðarvald stofnana verður afnumið með öllu.
    Dæmi: Stofnanir hafa iðulega stjórnað ráðherrum sem yfir þær eru settar, eyðilagt starfsemi fyrirtækja með úrskurði, þrengt að bændum og óendanlega fleira má nefna þar sem sjálfstæðar stofnanir eru orðnar ólýðræðislegt ríki í ríkinu.
  • Einfalt og öflugt: því má ekki hafa stefnuskrána lengri.
Erlendis er áberandi þessi misserin "fjölskyldan, landið og Guð" eða "Family, Country, God" - soldið flókið, en sætt. Kannski má þetta fljóta með.
 
Bæta mætti við:
  • Framlög ríkis til stjórnmálaflokka, gerir þá að stofnunum og stendur gegn eðlilegu stjórnmálalífi lýðræðis, og ætti því að afnema.

En þetta er þegar orðið of flókið.

 

 

Viðbót 20230911-1331:

Lagaði orðalag á sumum stöðum og bætti einn fleiri dæmum til útskýringar og einföldunar.

Til greina kemur að stofna FB hóp til samræðna, ef þetta framtak vekur áhuga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir þetta Guðjón, -ég er nú þegar í flokknum.

Magnús Sigurðsson, 10.9.2023 kl. 10:02

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

:) þegar tveir eru samankomnir, og vættirnir með, er þráðurinn óslítanlegur.

Guðjón E. Hreinberg, 10.9.2023 kl. 10:45

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hyggur flokkurinn á framboð?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2023 kl. 16:33

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Vonandi - er undir félögum flokkins komið.

Guðjón E. Hreinberg, 10.9.2023 kl. 17:56

5 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

er áhugi á samsteypustjórn með vikingaflokkurinn.is ?

Axel Pétur Axelsson, 11.9.2023 kl. 15:36

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Stefnuskrá Einfalda flokksins bannar þáttöku í stjórn.

Guðjón E. Hreinberg, 24.9.2023 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband