Sunnudagur, 3. september 2023
Á maður að biðja fyrir stjórnvöldum eða fyrirgefa þjóðarmorðingjum?
Eins og allir vita hef ég háð baráttu við - mánuðum saman - hvort þurfi að biðja fyrir stjórnvöldum (Authorities), sérstaklega þegar maður vill það ekki. Niðurstaðan er að þetta er mjög mjög mikilvægt. Því þegar þú biður fyrir "stjórnvöldum" ertu að biðja Guð að beina ljósi sínu að þeim
Það hefur þau áhrif að einstaklingar sem hafa illar hvatir - innan stjórnvalda - missa kraft sinn, en einstaklingar sem hafa dyggðugar hvatir styrkjast. Því réttlátir eflast við ljós Guðs en ranglátir visna. Þá er Guð líklegri til að efla réttlát stjórnvöld fyrir réttlátan almenning.
Þegar við upplifum siðrof, af því tagi sem nú er, virkar þetta mjög erfitt, en er mjög mikilvægt. Margir vilja fá ný stjórnvöld eða öðruvísi stjórnvöld, en það er hluti villukenninga Antivismans, því þeir sem efla slíkar hvatir segja þér aldrei hvers kyns nýtt á að koma og það sem kemur í staðinn er nánast allaf verra en það sem þú vilt losna við.
Því er mikilvægt að biðja Guð að blessa stjórnvöld, því það veikir hina vondu og styrkir hina góðu, og það eflir okkur sjálf í að hlúa að dyggðum fyrir menningu okkar og siðmenningu. Eins er með þjóðarmorðingjana, ef þú getur fyrirgefið þeim (og þegar þú getur það ekki að biðja Guð að fyrirgefa þeim þar til þú getur það) eykur líkurnar á réttlátum dómum; mundu að þú þarft einnig réttlátan dóm.
Það er alltaf betra að hleypa Guði að, og fría eigin tilfinningar og hindurvitni úr stöðunni, hver svo sem staðan er. Í Guðdómlega Ríkinu er það Guð sjálfur sem er Elítan og krafturinn, en ekki skoðanir okkar sjálfra, heldur er það okkar að læra réttláta siðfræði og feta veg dyggða.
Ekki gleyma; bæn réttláts manns megnar mikið.
- https://biblian.is/biblian/?s=b%C3%A6n+r%C3%A9ttl%C3%A1ts+manns
- https://biblian.is/1981/?s=r%C3%A9ttl%C3%A1ts+manns
Mig langar til að bæta dálitlu við, á persónulegu nótunum.
Í fáein ár naut ég þeirrar gæfu að þjóna ákveðnu hlutverki. Síðustu tvö árin hélt ég hlutverkinu við, vitandi að ég átti að draga saman seglin. Lagðist ég þrisvar á sjúkrahús og þrír bílar eyðilögðust á því tímabili - ekki þó í þessari röð eða samhengi.
Ekki misskilja; þetta með bílana voru tilviljanir (segir sýnin) og þetta með sjúkrahúsin var líklega vegna þess að ég var kærulaus í vissum hlutum. Taldi mig sterkari en ég var, eða er.
Hitt er annað; þegar einhver stígur fram og gefur þá yfirlýsingu að hann sé spámaður Guðs, þá er það skylda þín að gera ráð fyrir að hann sé falsspámaður, ekki endilega að loka eyrunum þó fyrir orðum hans. Allan þjónustutímann gætti ég þess að gefa ítrekað eina reglu og aðeins eina; það er bannað að trúa orðum mínum eða gerast fylgjandi minn. Ég þarf sjálfur að standast dóm þess hvort ég var eða var ekki, og það verður ekkert auðveld vog að standast, og standist orð mín ekki vil ég ekki hafa leitt neinn í villu.
Sá eini sem er hæfur til að leiða þig og fræða; er Skaparinn sjálfur og hönd hans er ætíð útrétt.
Þetta er ekki flókið; ég eða þú, við höfum enga sannleika. Í þessum skapaða heimi er enginn sannleikur. Skapari alheimsins er sannleikurinn. Því betri vensl (Relation) sem þú aflar þér við hann, því sannari verður þú sjálfur. Vilji hann að við fáum réttlát stjórnvöld í stað ranglátinna, er okkur vænna að rækta þessi vensl en að berjast fyrir glópagulli misvandaðra sannleika.
Raunsæi er gjöf náðar, og frelsar þig frá eitruðum rökum. Hugfestu: Bæn, Iðrun, Vitnisburður, Fyrirgefning; helst á grúfu í möl, annars á skeljunum á mottu.
Læt fljóta með aðra áminningu, betri:
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Þegar einhver útskýrir orðið þá vill stundum svo til að augu manns opnast fyrir sannleika og svo var í þessu tilfelli, - hef heyrt þetta með að biðja fyrir stjórnvöldum áður og lesið, en ekki skilið dýptina í þessu fyrr.
Guðjón Bragi Benediktsson, 3.9.2023 kl. 13:27
Takk fyrir, nafni, og bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 3.9.2023 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.