Þriðjudagur, 29. ágúst 2023
Kvöldkyrrð - 20230829
Fékk áhuga á, í hitteðfyrra, að leita uppi góð "cover" af ýmsum lögum, því ég þarf oft lög fyrir spennulosunarbloggið. Eins og allir vita koma fleiri á bloggið fyrir saunglögin en ritmálið, svo þetta er vandaverk.
Meðfylgjandi lag byrjar á auglýsingu, en þeim fyrirgefst, því þeir náessu.
Það er ekki alltaf auðvelt að finna "cover" því þó fólk geti gert soleis - sem er verðug viðleitni - þá eru flest þeirra drasl, og þau sem eru ekki drasl byrja flest á "monetization" auglýsingum og eru því dæmd úr leik. Lék mér að því áðan að fikta smávegis og leitaði uppi "cover" af "Wish you were here" með Pink Floyd og það var sko ekki auðvelt!
Eftir talsverða leit fann ég eitt sem er gott, og meðan ég hlustaði á það fattaði ég hvers vegna ég hætti að deita á sínum tíma. Þegar þú hlustar á "wish you were here" - og spilunin er góð - hverja fyrrverandi leitar hugurinn til? Ef fleiri en ein koma til greina, eða alls engin, þá ertu í fokkings djúpum, eða þannig. Svo sat ég og hlustaði og hugsaði, ó mig auman, svo staðnæmdist hugurinn.
Ég sakna hundanna minna sem eru dánir, og að fara með þeim á leitarhunda æfingar í góðum félagsskap. Mjög mikið. {hundasport.is}
En sá tími kemur aldrei aftur og nú er síðasti hundurinn minn að undirbúa lokaferðina sína yfir móðuna miklu, en heilsan hennar er lögð af stað niður hlíðina og hver dagur sem við höfum saman er guðsgjöf.
Hver veit hvað maður gerir í vetur, þegar ég verð orðinn einn. Í apríl brann bíll sem ég átti á ferð í Reykjavík, og í ágúst hrundi díselvélin í gamla jeppanum mínum; báðir bílarnir í topp viðhaldi. Nú er ég bíllaus, heimilislaus og brátt hundlaus. Flý ég til Rússlands? Verð ég hér áfram?
Hvað svosem verður; munum við fókusa á það eitt að efla hagsmuni Skaparans, eftir því sem honum þóknast. Það hefur verið þannig síðan sumarið 2010, annaðhvort fyllir vindur hans seglin, eða hann leyfir englum Satans að halda manni í gíslingu. Tilveran hefur verið erfið síðustu fimmtán árin, en í staðinn hlaust sú blessun að þjóna.
Hvort gagn er að, eða ekki, hver veit.
Kannski skiptir það engu máli, því hvað er ytri veruleiki annað en endurspeglun þess versta í hinum innri, og allur ferillinn eins konar skilvinda, undanrennan fer í gemlingana og rjóminn í köttinn, en þjónustan (vinnan á sveifinni) er ánægjan og lífsfyllingin.
Tja.
Maður á nottla ekki að skrifa svona persónulega spennulosun, en ef maður gerir það ekki, þá er engin spennulosun ...
Athugasemdir
Það er leitt að verkstæðið hans afa er ekki lengur til, það var rifið. Hann var sérfræðingur í díselvélum og bjó eitt sinn til díselvél úr benzínvél. Það er einstakt afrek, hefur sennilega aldrei verið gert á Íslandi, og sjaldan í heiminum. Hann hefði 100% getað gert við jeppavélina og gert hana upp, en það kostaði oft talsvert og tók nokkra mánuði. En hann gaf afslátt ef menn voru ekki efnaðir. Sannkristinn og þau bæði afi og amma.
Hann var þekktur fyrir að geta gert við það sem aðrir gáfust upp við.
Bestu kveðjur, pistillinn á undan þessum var mjög góður líka, en ég tek stundum tíma í að skilja svona pistla betur.
Það voru kommúnistar í Sjálfstæðismannagervum sem ekki virtu ævistarf afa þótt hann hefði kosið Sjálfstæðisflokkinn alltaf. Þetta er þakklæti nútímans, bara ESB, alþjóðvæðing, þú veizt, allt það.
Sumir sögðu að það hefði átt að gera safn úr verkstæðinu hans. Ég sakna þess mjög. Það voru vélar þar sem hann bjó til sjálfur, sérsmíðaðar sagir og borvélar og umbreyttur rennibekkur á undan sínum samtíma.
Ingólfur Sigurðsson, 29.8.2023 kl. 01:06
Takk fyrir þetta, Ingólfur. Já, líklega er bara gott að sakna þess sem gott er, var.
Guðjón E. Hreinberg, 29.8.2023 kl. 02:50
Dýr eru oft bestu vinir sem hægt er að eignast og þeir sem eru dýrunum sínu traustir vinir eru virðingarverðir. Gangi þér vel Guðjón og Guð veri með þér.
Magnús Sigurðsson, 29.8.2023 kl. 06:28
Takk fyrir, sömuleiðis, Magnús.
Guðjón E. Hreinberg, 29.8.2023 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.