Borgarstjóri Ameríku og Bæden glæpamafían

Það verður seint um Rudy Giuliani sagt að hann sé skemmtilegur. Í það minnsta finnst mér myndskeiðin hans frekar sljó og oft tyrfin - en ég læt mig hafa það. Hversu góðar ræður hann gerði á þeim tíma þegar sól hans skein sem skærast - sem stjórnmálamaður í New York ríki - veit ég ekki.

Fyrir þá sem ekki vita hver Borgarstjóri Ameríku er, skjótum við inn klippu um hvað gerðist þann 11. september 2001, þegar Tvíburaturnarnir frægu voru sprengdir í beinni útsendingu - hver svo sem sprengdi þá. En Giuliani var borgarstjóri New York á þeim tíma.

 

Það er óumdeilanlegt að sem stjórnmálamaður og lögfræðingur er hann með hælana þar sem sterkustu stjórnmálamenn samtímans vonast til að komast með tærnar. Stór orð, en þegar hann var borgarstjóri New York borgar, blómstraði efnahagur hennar og glæpir svo gott sem hurfu.

Mannfjöldi New York ríkis er 20 milljónir, og NY borgar 8 milljónir.
{https://en.wikipedia.org/wiki/Demographics_of_New_York_City}

Í dag eru menn hins vegar að ræða borgina sem eins helsta glæpahreiðurs Bandaríkjanna og benda á heilu og hálfu skýjaklúfana af tómum skrifstofubyggingum - svipað og í Chicago, San Francisco og víðar þar sem sósíalismi Alþýðuflokksins (Democrats) ræður ríkjum.

Fyrir þá sem fylgjast með innfalli vestrænnar siðmenningar síðan 2016, má gera ráð fyrir að Giuliani sé á radarnum hjá mörgum. Sem fyrr segir, ekki skemmtilegur gaur miðað við allt annað pólitískt spennuefni sem er í boði, en við tökum þó púlsinn á honum öðru hvoru, og ekki bregst að maður lærir eitthvað nýtt.

Sumir muna vafalaust eftir þegar leiðtogar Alþýðuflokksins á borð við Hillary Clinton og fleiri hrópuðu hástöfum í fjölmiðlum og stjórnmálum að Trump væri útsendari Rússa, án þess að fótur væri fyrir ásökunum þeirra. Allir hérlendis sungu bakraddir, en eru nú þagnaðir.

Á þessum árum vorum við nokkur sem reglulega bentum á að allar ásakanir alþýðuflokksmanna um Trump og Rússa, ættu við þá sjálfa og Úkraínu og Kína. Þessar fullyrðingar hafa allar staðist, en bakraddirnar hafa snúið sér annað.

Öfugt við Íslensk stjórnmál, geturðu treyst því að Giuliani fer ekki með fleipur, og hann var einn þeirra sem sannaði kosníngastuld Biden á sínum tíma. Allavega, skelli inn fínni fyrirtöku Giuliani á sístækkandi spillingarfjalli Joe Biden og fjölskyldu (80 mín):

Fyrir þá sem skilja skjalavald og siðmenningu; á fimmtu mínútu:

"So what do we have now? ... provable, with documents, so that we can go to court, mark the exhibits that we can put into evidence. Put it exactly, ... because I understand it better that way. This is now court ready, prosecutable ready documents."

Og á mínútu 66: "If the law cannot recognize reality, it is not a law anymore."

 

Á léttari nótunum:

Tilkynning í Ríkisappinu; bankareikningar þínir verða lokaðir í tvo daga, því ruslflokkun var ábótavant í byrjun mánaðar. --Ríkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband