Ranghugmynd dagsins - 20230730

Hávamál segja á einum stað, ljúfur verður leiður ef lengi situr annars fletjum á, og líklega höfum við öll reynslu af hvorutveggja. Stundum þarf sumt fólk hreinlega að hypja sig, en stundum hefur okkur einnig verið ljúflega gefið til kynna að líklega væri snjallt að koma sér í burtu, fúslega frekar en hitt.

Líklega höfum við öll ýmsar aðferðir á takteinum til að gefa rétt skilaboð, mis kurteisar og mis augljósar, og hugsanlega erum við mis fljót að fatta þegar okkur er bent á að tímabært sé að færa sig um sess.

Það góða við tilveruna er að við getum þetta. Við getum yfirgefið partýin og við getum einnig vísað á dyr.

Nema ekki varðandi Elítuna. Hún hreinlega elskar okkur of mikið.

 

Snillingurinn Michael Crichton, - blessuð minning - sem hvarf af sjónarsviðinu í miðju kafi við að sanna að loftslags-stiknun af mannavöldum væri lýgi; gaf innblásturinn að færslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband