Föstudagur, 28. júlí 2023
Spennulosun - 20230728
Nýlega ræddi ég við mann, og benti hann mér á að rítalín siðaðir ung-sósíalistar verða móðgaðir ef hann bendir á samansöfnun fólks og nefnir þau lýð.
- Ég glotti og spurði hann, áttu við að þau vita ekki nafn Lýðveldisins?
- Kinkaði hann kolli og glotti.
- Ég bætti þá við, prófaðu að spyrja þau hvort þau séu hópur eða hjörð.
Hann hló.
Í morgun sá ég að Jón Steinar Gunnlaugsson - annar okkar tveggja sem sannað hafa að Dómskerfi Lýðveldisins er hjörð af kengúrum, skrifaði fína grein um náttúru-auðlindir. Eitt misskildasta dáleiðslu og áróðurs hugtak samtímans, sem rann ofaní fólk eins og ískalt lýsi* á heitum sumardegi.
Kannski hefði önnur bragðlíking verið betri; eins og pulsa og kók, eða þá bjór með ostborgara.
Nei.
Merkingin er þessi; þegar þú hefur vanið þig á að elítan sé lýsið og þú verðir að taka lýsi, þó það sé bragðvont, tekurðu ekki eftir ef þú færð lýsið með röngum morgunmat. Þig langar í kók með pulsunni eða bjór með hammaranum, en þig langar aldrei í lýsið.
Þetta er tveggja laga.
Sterkustu merki öfga-sósíalismans eru einmitt stöðnun og þvergirðingar. Hitt er annað, að náttúruauðlindir eru ekki eign þjóðar - eina eign þjóðar er hugvit hennar og starfsgeta. Þetta síðasttalda hefur nú gufað upp í suðukatli kommúnismans. Enda engin siðfræði lengur notuð til að ramma inn siðferði "hjarðarinnar."
* Sagt er að lýsi sé hollast við stofuhita, en allir vita að það er ódrekkandi nema kalt. Gert er ráð fyrir að lesandinn sé í hópi okkar sem höfum sjálfheilaþvegist. Til að yfirstíga bragðvonda matskeið af lýsi, venurðu þig á að súpa lýsið af stút. Eftir smátíma hefurðu sigrað vilja þinn og búið til nýjan.
Eins og Oscar Wilde reit; það sem vert er að læra getur enginn kennt.
Mér tókst að fá þig til að hugsa um þjóðarauðlindir í tveggja laga merkingu. Þú munt aldrei gleyma þessari færslu.
Reyndu.
Að lokum:
Ef þú vogar þér að taka eitt orð alvarlega sem ég læt frá mér fara; sendi ég þér martraðir í sjö vikur. Án gríns.
Viðbót 14:01:
Ég hef ætlað mér um nokkurt skeið að rita um hvað Efnishyggja er - samanber samþættingu þríhöfða villihundsins Cerberus (sem Elía lýsti beint en Daníel og Jóhannes sem eiturtönnum/hornum); félags-, efnis- og valdhyggja, eitrið sem rýfur niður siðmenninguna.
Rakst á í morgun að Magnús Sigurðsson skrifaði fyrir rúmu ári síðan færslu um efnishyggju af tærri snilld:
"Okkur væri því hollt að muna að hver einstaklingur býr yfir einstökum fjársjóði sem aldrei verður frá honum tekinn. Það er hin sanna eilífð, hinn raunverulegi ódauðleiki. Þetta eru því tímar mannsandans til að að vinna að sinni sálarheill."
Athugasemdir
Það er ekkert rangt eða neikvætt að vera lýður, en seinni hluti orðsins -veldi hefur verið hernuminn af valdafíklum, og lýðnum beitt fyrir vagninn sem þrælar eða hestar barðir áfram með keyrum. Þar af kemur skömmin.
Afi lét mig taka lýsi þegar ég var yngri. Það var vont en það venst. Ég hætti að taka það eftir 10 ára aldur, en þá var ég búinn að venjast því svo mjög að það var ekki vont, heldur bara þolanlegt. Fyrst tók ég fyrir nefið. Svo nægði að drekka eitt mjólkurglas eftir lýsisskeiðina og þá var bragðið orðið ljúft. Annars er óhollur matur hollur, það er kjaftæði sem kommarnir segja.
Við sem lesum af ánægju höldum því fyrir okkur sjálf hvort við tökum þetta alvarlega. En fáir ná þessum hæðum sem ekki eru hættir að taka alvarlega margt sem aðrir taka alvarlega.
Já Magnús er snillingur á sinni síðu eða Maggimursíðunni.
Ingólfur Sigurðsson, 28.7.2023 kl. 16:50
Takk fyrir þetta, Ingólfur. Jæja, tvær martraðir þá, og ein andvökunótt.
Guðjón E. Hreinberg, 28.7.2023 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.