Heimsstyrjöld og heimsveldastyrjöld

Sjö ára stríðið milli 1750 og 1770 (1756-1763) var háð í því sem næst öllum heimsálfum og tóku þátt í því öll öflugustu ríki þess tíma. Hefurðu heyrt um Friðrik mikla af Prússlandi. Ég uppnefni hann oft Karl fimmta því ég þjáist af nafna og dagsetninga óreiðu, sem er hugvitsveiki.

Friðrik skíttapaði fyrir Rússum og eftir þann ósigur hóf Pólland að hverfa inn í Rússneska keisaraveldið og Prússneska konungsríkið í sneiðum þar til um aldamótin 1700/1800 að "hertogadæmið Varsjá" hvarf með öllu.

Þetta var heimsveldastyrjöld, háð í köflum, með ýmsum hléum, og að einhverju leyti hér og þar í heiminum. Árin 1800 til 1816 var hið sama uppi á tengingunum þegar allt að sex samvinnubandalög (Coalition) voru gerð af hálfu Breta og Austurríkismanna og loks Prússa og Rússa til að vinna bug á hersveitum og herkænsku* (Strategy) Napóleóns fyrsta.

Önnur heimsstyrjöldin svonefnda og síðari heimsstyrjöldin, voru í raun sú þriðja, því árin 1914 til 1945 má í raun ræða að um eina samfellda heimsstyrjöld hafi verið að ræða. Sama mælieining og hér er skilgreind, á við þá styrjöld sem hófst 26. febrúar 2022.

Flýðu, Lifðu.

Þessi styrjöld sem nú er hafin, sem rökrétt - og óraunsætt - framhald af covid helförinni; er gerræði. Mann-kynið er sturlað.

Útskýrin í boði handa leirmennum og bergmálsdúfum.

Fyrir þá sem allt vita en ekkert skilja; sigurvegari Sjö ára stríðsins voru Rússar; Evrópa lá opin fyrir þeim. Sigurvegari Napóleóns styrjaldanna voru Rússar; þeir hernámu París. Sigurvegari annarrar heimsstyrjaldarinnar voru Rússar, þeir voru komnir til Berlinar og voru í mið-þýskalandi með 12 herdeildir fyrir hverja eina frá Bretum/USA.

Rússar hafa sigrað þrennar heimsstyrjaldir og ávallt farið friðsamlega heim aftur.

Óttó Von Bismarck, stálkanslari, varaði sjálfsþóttafólk vestur-evrópu ítrekað við; ef þú tekur ekki mark á rauðum línum Rússa, fer illa fyrir yður.

 

 

 

 

 

 

 

Twin Toers og Pruitt Igoe; sami arkítektinn, sömu örlög; táknrænt.

https://www.youtube.com/results?search_query=minoru+yamasaki+twin+towers+

 

* Ég nota ýmist herkænsku eða hertækni/stríðstækni fyrir Strategy, eftir málsetningu og atvikum. Strategy er ekki enn þýtt á Íslensku og erfitt að finna "bestun" í málnotkun, en mitt mat er að stríðstækni sé besta lendingin og stríðskænska séu jafnhæft eftir atvikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Fín grein Guðjón. Nota bene, Bretland er almennt talið vera sigurvegari 7 ára stríðsins. Hefði verið gaman að þú minntist á 30 ára stríðið sem var fyrsta alvöru álfu stríðið og hefur áhrif ennþá daginn í dag. 

Aftur voru það Bretar sem urðu ofan á í Napóleon styrjöldunum (með hjálp Rússa og skelfilega tapinu 1812 í Rússlandi). Í fyrri heimsstyrjöldinni liðaðist rússneska keisaraveldið í sundur...en Rússar unnu sannarlega nasistanna með dýrkeyptum sigri í seinni heimsstyjöldinni. Satt er að Rússland hefur ekkert gert annað en stækkað síðan á tímum Péturs mikla. Villta austrið var unnið af Rússlandi á sama tíma og villta vestrið í Bandaríkjunum.

Hér er grein mín um 30 ára stríðið. 

https://biggilofts.blog.is/blog/biggilofts/entry/2274874/

Birgir Loftsson, 21.7.2023 kl. 22:51

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið, Birgir. Jú, það er rétt að "fyrsta sætis sigurvegarinn" eins og Mannkynssagan útskýrir, er ekki endilega hið sama og sú viðmiðun sem ég nota hér. En í lagskiptingu, eða sniðmengjum, geta verið margir sigurvegarar í stríði. Segja má t.d. að Serbar hafi aldrei tapað stríði.

Það er rétt að Pétur Mikli lagði línurnar fyrir þá útgáfu Rússlands sem við þekkjum síðan 1914.

Guðjón E. Hreinberg, 21.7.2023 kl. 23:39

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan daginn Guðjón. Mikið rétt, fyrsta sætis sigurvegarinn er ekki það sem skiptir máli. Sjáum t.d. Þýskaland og Japan sem töpuðu seinni heimsstyröldinni en "unnu friðinn" og eru nú mestu efnahagsveldi heims.

Í raum var ég að taka undir orð þín að Rússar hafa verið virkir þátttakendur í valdapólitík síðastliðin 300 ár og þeir hafa eiginlega alltaf orðið ofan á og bætt við sig landsvæði. Kalingrad var t.d. Prússland. Þetta byrjaði allt með Ívari grimma....

Birgir Loftsson, 22.7.2023 kl. 10:04

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Einmitt. Og því hef ég undirstrikað undanfarið hálft annað ár, hversu sorglega "Íslenska Lýðveldið" er að haga sér í þeim pólitísku hamförum sem nú gera sig í Evrópu. Nú er einmitt tíminn fyrir Íslendinga að grafa vitið upp úr handraðanum.

Guðjón E. Hreinberg, 22.7.2023 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband