Val á næsta Faraó Ameríku

Eins og allir vita er allt Bandaríska stjórnkerfið, ásamt meirihluta Alþýðuflokksins (Democrats) og stórum hluta Lýðveldisflokksins (Republicans) sammála um eitt; Donald J. Trump verði alls ekki sigurvegari forsetakosninganna 2024.

 

 

Öllum hugsanlegum og óhugsanlegum ráðum verður beitt til að ná þessu markmiði.

Öll Alþýða og Stjórnmálafólk Evrópsku leppríkjanna, ásamt blaðaritstjórum meginstraums nútímalegrar rétthugsunar, eru þessu sammála. Trömp sé hægri-öfgi, lýðmælandi* (Populist), og holdgervingur alls sem aflaga fer í Vestrænum Réttríkjum (Western Utopia).

Margir kverúlantar (Commentators) hafa gaman af að velta fyrir sér hvað sé að gerast í aðdraganda frambjóðendakjörs hjá téðum flokkum, en byggja allt mat sitt á framsetningu meginstraums miðla. Svipað snillingunum sem beyta sömu visku-nálgun við rýni á Úkró átökin.

Nú varði ég umtalsverðum tíma, í Arkívinu, frá maí 2016 til mars 2017 í að greina "Trampolini" og þá aðgreindi ég opinbera tákngervinginn frá manninum Trump.

Hef lítið skipt mér af umræðum og greiningum á þessu vel vörumerkta (Branded) fyrirbæri síðan þá, eða hvernig hugveitur samtímans beita sér ýmist með því eða móti. Segja má að greiningar mínar hef ég aðeins þurft að bæta eða slípa til, tvisvar. Aðallega varðandi Kennedy mómentið, en þau eru nú orðin tvenn, en ég mistúlkaði hvernig (og þá hversu snilldarlega) hugveitan á bak við Trampolini fyrirbærið myndi útfæra þá fléttu.

Hafa ber í huga að Trump sjálfum er nákvæmlega sama hvort hann verður aftur forseti eða ekki - en þetta er hluti greiningarinnar - því hann hefur þegar náð sínu fyrra markmiði, og annaðhvort Tiffany eða Baron munu sjá um hið síðara. Þetta er sá hluti greiningarinnar sem ég sjálfur held mest uppá.

Þú hefur aldrei heyrt um Tiffany?

Hún er snjall fantur, og þess virði að fylgst verði með næstu áratugina.

Reyndar er það lykilatriði allra sigurvegara, að fjarlægja huglæga sigurþrá sína frá hlutlægum markmiðum sínum; til að geta beitt valsbrögðum (Tacics) af yfirvegun (Subjective vs. Objective).

Eins og kennt er í Bushido og Óðinssið; þú ferð í bardagann til að deyja á vígvellinum.

Hugveitan á bak við Trampolini - sem í greiningum mínum er uppnefnd Pentagon Junta - er hins vegar rétt að hefja sína stórsókn - eins og Reagan sagði "you aint seen nothing yet." Til að skilja hana þarftu að vita lykilinn að öðrum mestu fólksflutningum* allra tíma, þegar gullæðið í Kaliforníu var sviðsett.

Allavega ... aðal atriðið í vörumerkingu Trampolini fyrirbærisins fór fram í febrúar 2017 (minnir mig, en gæti verið annar mánuður), þegar Steve Bannon samdi við leiðtoga sinn um að reka sig svo hann gæti í samstarfi við Miles Guo og Jason Miller hafið hina raunverulegu sókn.

Já, að vera rekinn; því 90 prósent sáu ekki setninguna sem kom næst í fléttunni og því voru fáir sem grúskuðu í Bannon næstu vikurnar. Þar sem hann var rekinn, væri hann kominn útaf leiksviðinu. Við hins vegar fylgdumst náið með honum og um mitt ár 2017 hættum við því, fram á mitt ár 2021, enda fyrirfram séð hverju misst yrði af.

Í myndskeiðum greindi ég hertækni hans (Strategy) vandlega og bar saman við ýmsar aðferðir sem beitt hefur verið í Evrópsk-Bandarískum stjórnmálum síðan 1750, og þá sérstaklega hvað Stýrða Andstaðan (Antivistar) gætu lært af henni.

Hef gaman að svona spennulosun ...

Notaði slílkar pælingar fyrir Úlfahóps greiningarnar veturinn 17/18?

Sú sókn hefur búið til MAGA hreyfinguna, og margir eru að verða meðvitaðir um það grettistak sem Bannon og félagar hafa unnið á aðeins sex árum, að búa til þriðja aflið í Bandarískum stjórnmálum.

Þessa dagana eru t.d. Alþýðuflokksmenn að snúa sér að nöfnum á borð við Gavin Newsom sem sitt líklegasta Faraófyrirbæri, Lýðveldismenn að snúa sér að Ron DeSantis sem sinn Faraókandidat, og MAGA hreyfingin (ásamt fjölda annarra grasrótarhreyfinga um gjörvalla Norður-Ameríku) farin að ræða um Trump/Kennedy framboð.

Snilldin við þetta, ef það fer þannig, er sú að með slíku framboði skiptir nákvæmlega engu máli hvernig glæpavæðing ameríska dómskerfisins vindur sér fram næstu mánuði ...

... er það líklegt að Trump og Kennedy næðu saman, e.t.v. ekki, en það snýst ekki um Dónald og Róbert sjálfa, heldur hvaða annað fyrirbæri væri álíka áhugavert og RFK Jr.

Hverju sem lyndir, aðeins tvær leiðir eru framundan fyrir Vesturlanda Mafíuna, STRÍÐ og GJÖREYÐINGARSTRÍÐ. Hún veit að þessar leiðir eru einu leiðirnar til að hún geti [kannski] haldið í illa fengin og rangsnúin völd sín.

 

E.S. Fyrst minnst var á Kaliforníu spunann - sem var hluti Manifest Destiny verkfræðinnar - hann er einfaldur en of langorður fyrir þessa færslu. Hann er full útskýrður í Arkívinu, en já, það er drepfyndin þjóðaverkfræði. Aðal atriðið er að Trump er verkfærakassinn sem landfeður Bandaríkjanna hafa beitt síðan 2015 til að bjarga því sem bjargað verður af Norður Ameríska Ríkjabandalaginu og þjóðfélagsverkfræði þessi.

Þjóðarmorðin fyrnast ekki (lög 144/2018. 9. gr).

 

* Populist hefur aldrei verið þýtt á Íslensku, en við ræddum þetta talsvert í fyrra, og ég ýmist nota Lýðsæld eða Lýðmælska, eftir atvikum, eftir umtalsvert orðabókargrúsk. Hugnast bæði orðin. Lýðskrum (vinstri-öfga) er hins vegar þýðing á orðunum Demagogue, Demagoguery - en vinstri-öfgar hérlendis nota oft slangrið "populisti" í þeirri merkingu.

* Hinar fyrri voru á tímum krossferðanna, þegar Evrópumenn framkvæmdu útskipti-menningu (Replacement Culture) á íbúabyggðum Suðaustur Anatólíu, Sýrlands, Jórdaníu og Palestínu. Já, meirihluti fólks í þessum hluta miðausturlanda eru afkomendur Evrópubúa, drepfyndið og aldrei kennt í skólasagnfræði.

 

Viðbót 18:50 - Hefurðu tekið eftir fjárfestingaflótta frá Íslandi, Þýskalandi og öðrum Réttríkjum, þessi misserin? Fyrst flýja peníngamennirnir, síðan rotturnar, loks manneskjur, en aldrei antivistar og mann-verur.

Viðbót 19:33 - Manstu þegar Hillary Clinton lýsti alla Trömp kjósendur ömurlega (Deplorable). Trump kjósendur nota þetta orð fyrir sjálfa sig með orðunum - við erum hinir ömurlegu (We are the deplorables) - eða eins og einhver sagði, smákökur í boði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband