Hatur Elítunnar á Almenningi skilgreint af Alþingi - Gámagúlagið undirbúið

Einföldun - svo notuð séu orð Ríkisstjórnarinnar: "Ekki liggur fyrir nein ein skilgreining á hugtakinu hatursorðræða sem sammælst hefur verið um, hvorki að þjóðarétti né landsrétti einstakra ríkja. Því er ljóst að hatursorðræða er ekki skýrlega afmarkað lögfræðilegt hugtak."
 
Það má sumsé refsa þér fyrir eitthvað sem lagalega er ekki til!
 

Tilvitnun hefst

"

Með hatursorðræðu er ekki einungis átt við ummæli heldur getur hatursorðræða einnig verið annars konar tjáning, svo sem með myndum eða táknum. Stundum er talað um haturstjáningu í þessu sambandi en í aðgerðaáætlun þessari verður notast við hugtakið hatursorðræða þar sem það hugtak hefur unnið sér sess í orðræðunni um brot sem rekja má til haturs og birtingarmyndir þess, auk þess sem hugtakið hefur verið notað í dómum Hæstaréttar, í frumvörpum til laga sem og í fræðiritgerðum um málefnið o. fl.
Ekki liggur fyrir nein ein skilgreining á hugtakinu hatursorðræða sem sammælst hefur verið um, hvorki að þjóðarétti né landsrétti einstakra ríkja. Því er ljóst að hatursorðræða er ekki skýrlega afmarkað lögfræðilegt hugtak. Þó má finna eins konar skilgreiningar eða lýsingar á hugtakinu í ýmsum þjóðréttargerðum sem hægt er að hafa til hliðsjónar við afmörkun þess, t. d í 4. gr. alþjóðasamnings um afnám alls kynþáttamisréttis, 2. mgr. 20. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og í hinum ýmsu samþykktum sem orðið hafa til með samvinnu Evrópuríkja, t.d. í tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins nr. R(97)20 frá 30. október 1997 um hatursáróður og viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot frá 23. nóvember 2001 sem hefur það markmið að gera refsiverða verknaði sem lýsa kynþátta- og útlendingahatri og eru framdir með því að hagnýta tölvukerfi.
Í tilmælum Evrópuráðsins CM/Rec (2022)16 um baráttu gegn hatursorðræðu (Recommendation CM/Rec(2022)16 of the Committee of Ministers to member States on combating hate speech) er hatursorðræðu lýst sem allri tjáningu sem hvetur til, stuðlar að, dreifir eða réttlætir ofbeldi, hatur eða mismunun gegn einstaklingi eða hópi fólks, eða sem rægir þá, vegna raunverulegra eða ætlaðra persónueinkenna þeirra eða stöðu eins og kynþáttar, litarháttar, tungumáls, trúar, uppruna, aldurs, fötlunar, kyns, kynvitundar eða kynhneigðar
"  --RíkisStjórnin
 
Tilvitnun lýkur.
 
FLÝIÐ, LIFIÐ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband