Sé hamingjan tamin ást, eigi torskilin, er hún siðferði án siðfræði

Julian Fellows er eins og allir vita, mikill snillingur. Hann samdi einmitt vinsælu sjónvarpsseríuna "Downton Abbey" sem margir hafa horft á sér til mikillar ánægju. Undanfarið höfum við rætt mun siðferðis og siðfræði, flækjuhaturs og taminnar reiði, kannski ættum við frekar að ræða ástina og hamingjuna?

 

 

Þrjú atriði standa upp úr hér, þegar minnst er á Downton Abbey, en af nógu öðru er að taka. Held ég að flestum persónuleikum vestræns samfélags hafi verið gerð þar góð skil, auk allflestra samfélags málefna sem voru til staðar í Vestur Evrópu í lok nítjándu og byrjun tuttugustu aldar, þegar Bláaðallinn hóf að víkja fyrir Félagshyggjuaðlinum (sem þó eru enn sömu ættirnar).

Á einum stað segir Brytinn við bílstjórann, og þá um aðalsættina, "það er ekkert sem þér dettur í hug, sem þau hafa ekki áður séð sækja að þeim." Á öðrum stað segir ein dóttir lávarðarins "ég þarf að giftast og eignast barn/börn, svo ég sé hamingjusöm."

Loks segir "dowager" lafðin "þetta vissu barónarnir þegar þeir þvinguðu konung til að semja Magna Carta 1215." Hefði ég skotið inn, "og skógarlögin" (Law of the forest) sem voru samþykkt samhliða. Átti hún þá við - með orðinu þetta - yfirtöku miðstýrða öfgaríkisins á afmörkuðu menningarsjálfstæði héraðanna, að hið dreifða vald (t.d. 39 héraða Þjóðveldis eldra hérlendis) tryggði landsmönnum aðgang að hvernig lög og réttur þróaðist, þeim sjálfum til heilla.

Þetta síðasta er hvergi rætt um, laumukommúnistinn Noam Chomsky er sá eini sem ég hef heyrt minnast á skógarlögin, og hugsanlegt er að ofursnillingurinn David Starkey hafi minnst á þetta einhversstaðar en hann er einn örfárra sem skilja þetta umræðuefni, og vægi þess.

Tónlistar myndskeið hér framar er af frægu og vinsælu lagi með ZZ Top, freistandi var að smella inn myndskeiðinu sem gefið var út þegar lagið kom fyrst fram, þar sem þrjár fallegar konur koma á rennilegum kraftmiklum bíl og kaupa bensín af ungum bifvélavirkja. Myndmál þess var óbeint kveikjan að þessari færslu, en það hentaði þó ekki sem hluti færslunnar. {https://www.youtube.com/watch?v=Ae829mFAGGE}

Beinthneigður (Straight) karlmaður sér bílinn, og langar að prófa, hann sér hinn bílinn sem ungi maðurinn er að lagfæra, og langar að vita meira um mótorinn. Loks sér hann skvísurnar og gleymir stað og stund. Hann gleymir að tengja, ... en!

Allt myndmálið er valið til að spila á vitundina. Hvað finnst skvísunum vera flott? Við karlarnir vitum aldrei hvað það er sem konur sjá við okkur sjálfa, eða hvers vegna. Þó vitum við að gaurarnir í ZZ Top eru alltaf flottir, og tja, við vitum eitthvað fleira, en við hvorki vitum hvers vegna við vitum það né hvernig.

Eitt sinn ræddi ég hamingjuna við jafnaldra minn, vorum við báðir að grúska í kristinni siðfræði en sáum hana ólíkt. Ég vildi meina að þegar þú veist hvað þú stendur fyrir, hefur rannsakað gildi þeirra hugmynda sem byggja téða meiningu EN nýtir hana með einhverju móti í athöfnum þínum, verkum og lifnaði, það sé hamingja, og tilfinning þess sé afurð hennar. Frændi minn var á því að hamingjan væri torræð tilfinning sem kemur og fer, eftir mismunandi blæbrigðum hins daglega lífs, sem ekki dveldist við eða hægt væri að fanga; hún væri í rauninni blekking.

Annar jafnaldri minn áleit það vera ást, þegar hann girntist konu, og hann elskaði hana því aðeins að girnd væri til staðar. Flestar konur sem hann kynntist skyldu setninguna "ég elska þig" sem eitthvað annað og urðu afar sárar þegar hann hætti að elska þær. Hamingjan fyrir honum, er þegar "ást hans" gufar aldrei upp eða er tjóðruð og tamin með skuldbindingu giftingar.

Lávarðsdóttirin er með þetta á hreinu; ég þarf að giftast og eignast börn og gegna úthlutuðu eða áunnu hlutverki í samfélaginu. Brytinn er með þetta á hreinu; þú þarft að skilja hvað er að gerast í kringum þig og geta séð við því flestu með útsjónarsemi og í virðingu. Aldna lafðin hafði þetta sömuleiðis á hreinu; hamingjan er að vita hvað það er sem varðar menninguna og tryggir sem flestum farsæld og þá í göfgi.

ZZ Top hefur þetta á hreinu; ástin er það sem gerist á stað og stund í réttu formi, en þú þarft ekki að skilja það til fulls. Ástin sjálf er hamingjan, og hún rokkar.

Eitt sinn kom þetta upp í samræðum við - já þú giskaðir rétt - bifvélavirkja hér í þorpinu, og hann slaufaði þessu öllu saman með tærri snilld: Áttunda daginn skapaði hann rokk og ról.

Góði dátinn Svejk, sem líklega er vitrasti maður sem fundinn hefur verið upp í vestrænni skáldsagnagerð, og albesta þunglyndislyf allra tíma, sagði eitt sinn við dulspekikokkinn; hættu nú þessum heimspekiþvættingi og fáðu þér heldur rommkaffi með okkur.

Eða svo vitnað sé í Nítsje (Nietzsche): það er gott svo langt sem það nær að kunna skil á allri heimspeki veraldar, en hvernig hljómar hún þegar þú dansar?

Flókið allt saman?

Sástu þættina Foyles-s War? Skemmtilegir þættir um Bretland á tímum síðari heimsstyrjaldar, um lögregluvarðstjóra sem rannsakaði misflókin morðmál. Áhugavert hugsuðu margir, að nauðsynlegt er að rannsaka morðgátur í miðju allsherjar morðæði heimsins.

 

 

Í þáttunum komu fram ótrúlega margir þekkingarmolar sem helst eru hvergi ræddir í vestrænni menningu síðan 1945. Til dæmis að Churchill áleit það hamingjuna að fangelsa árum saman án dóms og laga alla þá sem vildu vinna að friði í heiminum, og sprengja nokkur hundruð þúsund manns í tætlur í febrúar 1945 til að fólk kæmist aldrei að því að öll stríðsárin börðust þúsundir breskra hermanna fyrir málstað Þjóðverja og álitu málstað Bandamanna helbera lýgi og útúrsnúning. Herdeild þessi hafði einmitt hvíldarbúðir í Dresden á þessum tíma og þýska hervélin var þá lömuð og frekari loftárásir morðfýsn eingöngu.

Hamingjan og ástin, tja, eru án siðfræði, aðeins tól í höndum meinfýsinna kommúnista.

Sorrý.

Hvað voru Law of the forest, spyrðu? Viðurkenning þess að almenningur á veiðirétt og nytjarétt á almennu landi (land utan bæjar eða borgar) þó sumt af því kunni að tilheyra baróni eða lávarði, þá megi ríkið ekki gefa húsdýrum og veiðidýrum mannréttindi eða banna landeigendum nytjar á gullæðum og olíuæðum í eigin landi eins og er í útópíu sósíalismans.

Siðferði kommúnista, hefur enga siðfræði, og allt sem þér er sagt um trúarbragðastríðin og trúarbragða rangindi, er þér kennt af félags[verk]fræðingum sósíalismans.

... en slíkt er upplýstum nútímamanninum of langur texti og djúpur.

 

Nú skilur þú hvers vegna og hvernig aðalsættirnar og félagshyggjuættirnar búa til stýrðar andstöður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband