Miðvikudagur, 21. júní 2023
Kjötneyslu útrýmt ásamt bílnum
Eins og við höfum rætt undanfarið, kemur betur í ljós með hverju misseri sem líður að Elíta landsins ætlar sér að útrýma einkabílnum og breyta landinu í ný Sovétríki, eða afrit af gamla Austur-Þýskalandi.
Fólk trúir þessu ekki ennþá, en þó hraðinn á heimsbyltingu öreiganna í boði Karl Marx aukist frá viku til viku, þá er byltingin þó ennþá eins og gúrkuneysla; í sneiðum. Nýjasta útspilið eru tilmæli Norðurlandaráðs að þú hættir kjötneyslu, stóru fjölmiðlarnir rétt minnast á þetta en jaðarmiðlar antivismans slá þessu vel upp.
Geðbilun samtímans verður sífellt augljósari, en þeir sem sjá hana trúa því ennþá að hægt sé að rökræða einstök afbrigði hennar hér og þar. Þessari geðbilun var spáð fyrst í apríl 2014, og þá útskýrt vandlega hverjar ástæður hennar væru, og því spáð að hún myndi tvöfaldast á hverju misseri (ársfjórðungi) þar til í janúar 2019 að útskýrt var að allt raunsæi myndi hverfa meðal bæði mann-vera og mann-fólks, það ár.
Allar götur síðan hefur orðræðu þessara útskýringa verið viðhaldið af nákvæmni, þolgæði og árvekni. En vitnisburðinum lauk í raun haustið 2020, og var hætt með öllu veturinn 2023.
Vitað er að Davos mafían vill helst að þú borðir bara pöddur, en líklega er best að byrja á að gera þig Vegan fyrst. Allir vita að nú þegar er hafin útrýming á vestrænum bændum, og þessi aðför að undirstöðum Vesturlanda ásamt ritskoðun á menningu - sem hófst á sjálfsritskoðunar innprentun fyrir tveim áratugum - er ekki sjálfsprottin heldur þaulskipulögð vélabrögð: Hreinræktað rekjanlegt samsæri!
Í vetur sem leið voru teknar í gagnið nýjar skoðunarreglur bifreiða, og hefur engin nýju reglnanna neitt með umferðaröryggi að gera, en allt að gera með að fasa út bíla sem eru pólitískt óæskilegir.
Þú sérð hvergi neina umræðu um þetta, en ég fylgist með þessum málum því þetta er eitt af því sem hreyfir vogina þegar mælt er hvað er að gerast. Eðli og hegðun póstþjónustunnar, hér heima og erlendis, er önnur vog, einnig persónuverndarlögin. Margt á menningar-voginni hef ég frekar rætt í myndskeiðum, en ég hóf að setja vogina saman fyrir áratug og hef eytt mikilli vinnu í að finna út hvað Félagshyggja er, hvað Kommúnismi er og hvað Marxismi er, og útskýra muninn.
Þegar ég hóf vinnuna við þetta síðastnefnda, hélt ég eins og flestir að sósíalismi, kommúnismi og marxismi væri allt eitt og hið sama. Svo er ekki, á þessu þrennu er stór munur. Rétt eins og með Lýðræði (Democracy) og Lýðveldi (Republic) - og Þjóðveldi (National Republic).
Þegar maður bisast við vogir af þessu tagi, endar maður á að fjalla oft um hluti sem almennir borgarar hafa enga þekkingu á og engan vilja til að skilja eða áhuga á að sjá hvers vegna hollt sé að skilja. Maður gæti jafnvel endað á ítarlegum og óskiljanlegum siðrofs-skilgreiningum.
Þannig er það bara stundum, að við höfum öll mismunandi hæfileika.
Vitundin sem kallaði okkur fram, innblés okkur til staðfæringar (Manifestation) og gaf okkur vit og uppeldi, veit oft, kannski yfirleitt, betur en við sjálf í okkar þröngsýna egói.
Nornirnar sex, ef þú manst hverjar þær eru, við vitum nöfn fjögurra þeirra ...
Eldri borgari sagði við mig í pottunum í morgun; það er furðulegt að fólk sjái ekki hvað sé í gangi, eða kannski er því bara slétt sama. Ég svaraði honum; fólk er einfalt og lætur spila á tilfinningar sínar. Kinkaði hann kolli, skiptumst við á augnatilliti þeirra sem vita eitthvað sem öðrum er hulið, hann fór uppúr að raka sig og ég fór í laugina og tók sundsprett.
... en ég hafði verið áminntur af starfsmanni, þegar ég mætti í laugina, að ég væri hættur að synda og mætti vel taka mig á.
Það er punkturinn; við erum ekki eyland, við gegnum öll okkar hlutverki, sumir halda varðmanninum á vaktinni, en þegar varðmaðurinn er í brennivínsbríma og borgarbúar með skjástöru, þá er best að flýja.
Það eru stórir hlutir sem hófu að gerast þann 11. mars 2020; siðmenning alls heimsins hóf að falla saman (ekki hrynja), og slíkt gerist ekki á sama hátt og byggingar. Slíkt hefur aðdraganda og hefur mismunandi birtingarform. Það eru til útskýringar sem hafa vægi þegar kemur að slíku, og þó sumar þeirra séu óþægilegar eru þær nauðsynlegar.
Til eru vitnisburðir, sem ekki eru á almennu vitorði, og misskildir af þeim fáu sem vita af eða hafa borið sig eftir, sem vega hér þungt, því sumir vitnisburðir eru gerðir fyrir öðrum vitundarstigum og veigameiri en fyrir fólki sem hefur látið hnoða sig í leirstyttur eða fylla huga sinn af innantómu bergmáli.
Hverju sem fyrirstillir, þá eru þér oft birtar stórar fyrirsagnir sem sýna öllum og án undantekningar, að menningin er dáin og siðmenning ýmist í frjálsu falli eða innfallin. Að eina leiðin er út: Flýðu, Lifðu.
Varist stýrðu andstöðuna eins og heitan eldinn, þú þarft ekki Sannleiksfólkið og Samsæriskennara eða Samsærisútskýrendur (Theory vs. Analysis) - eða Antivista stýrðu andstöðunnar - til að segja þér að eitthvað sé að, heldur mann-legt gildismat, raunsæi og dálítið af innsæi.
Ég lendi stundum í orðaskaki við antivista, því þeir eru svo skemmtilegir. Já, mér finnast þeir skemmtilegri en almenna fólkið (The Public), hugurinn er jafn steingerður báðu megin, ég hef bara þannig smekk. Í sumum hlutum vil ég frekar almenna fólkið til samræðna. Þetta er flókið.
Allavega, þá segja antivistar reglulega að nauðsynlegt sé að hreinsa burt Elítuna og koma á nýrri. Ég er algjörlega mótfallinn slíku. Margir þeirra vilja byltingar, og helst sem mest af mótmælum. Ég hafna slíku algjörlega.
Það er einmitt vélabrögð þjóðfélagsverkfræðinnar sem reyna af alefli að koma því inn hjá þér, að þegar þú fáir nóg, þá sláist þú í hópinn með stýrðu andstöðunni og þú sérð aldrei hvernig hún er véluð og hönnuð.
Mjög einfalt; hvernig á að velja í nýja Elítu? Hvernig á að endurhanna Þjóðfélagið eða rækta heilbrigða menningu? Antivistar geta ekki svarað þessu, því þau vinna nákvæmlega enga heimavinnu.
Vandinn eru lygar, siðleysi, og siðblinda. Til að leysa slíkt þarf yfirvegaða samræðu, hún gerist úti á götu, í gönguferð, og hún skilar afstöðu í því að þú hefur að sniðganga eða yfirgefa þá sem beita lygum, ranglæti, rangsnúningi og ofbeldi.
Antivistar vilja, rétt eins og Elítan, að þú hangir í smartsímum (snjallsímum), á Facebook, Twitter eða Telegram og deilir þar myndefni. Það er sama sturlun og heldur öðrum hjá skRúvu og rörSýn.
Menning er lifandi, hún gerist í samfélagi, ...
Ef þú ræktar ekki samfélag og heilbrigða menningu, endarðu sem fangi í eigin heimalandi, og það er að gerast. Ógnarstjórnin er með krumluna utanum þig, og hún var nærri því búin að kremja þig fyrir tveim árum og hún er ekki hætt við það þó hún hafi stirðnað um stundarsakir.
Elstu vættir alheims - við höfum talið suma þeirra fram hér - bíða þess að þú áttir þig á muninum á að vera mann-vera eða mann-eskja og virkir öflugan huga (og hugarverkfræði) þess síðarnefnda með því að skola burt bergmálinu og mölva utan af þér leirinn.
Í umfjöllun sá ég að Svíjar ætla að bíða með að fylgja ráðleggingum Norðurlandaráðs - eða Norðurlanda sovétsins - og að Tedros alræðisherra WHO mælir með þeim. Ég sló fram stórum yfirlýsingum í vikunni varðandi Svíþjóð, en ég hef fyrir satt að orkubúskapur, landbúnaður og iðnaður Svíja hóf að falla saman á undangengnum áratug, eftir að Marxistar ESB hófu að segja Svíjum fyrir verkum.
Þegar menning er yfirtekin af nöðrum í mannsham, þá byrjar hún að deyja, í kjölfarið molnar byggingin og burðarvirki hennar kiknar undan þunganum. Samtímis þessu byrjar efnishyggjufólkið að hlaða ofaná bygginguna þar til undirstöður hennar molna saman.
Fyrir fáeinum árum tók ég eftir því að gömlu þjóðsögurnar um hamskiptingar höfðu smámsaman verið settar til hliðar og loks í kjallarann. Skömmu síðar sá ég skýrt hvers vegna.
Tökum snúning á verðbólgunni; Elítan og fræðingar hennar segja okkur endalaust að það sé peningaprentun og vaxtastefna sem hvetji til verðbólgu. Auk annarra blóraskýringa (By-Proxy explanations). Um leið og þú sérð að það er ofvöxtur ríkiskerfis til móts við einkarekna efnahagslífið - annars vegar - og reglugerðablæti og óheft opinber gjöld (oft dreift eins og nálabursti) ásamt ofsköttun, samfara skuldsetningu ríkisins, sem eru aðal ástæður verðbólgunnar, nærðu betri og breiðari sýn á umfang spilltrar hugsunar.
Elítan hefur gerst sek um siðleysi, Almenningur um siðblindu. Þetta sameinast í tvíþættu allsherjar siðrofi. Antivistar halda þér innan þeirrar girðingar því þó þeir réttilega bendi á margt sem er að, hafa þeir röngu svörin til úrlausnar og enda á að smala þér aftur inn í girðinguna sunnan við safn-gerðið uppi við sláturhúsið.
Loks endar þú á að þræla þér út, borga fimmtánfalt verð fyrir eign sem loks er tekin af þér með pennastriki, afhenda börnin þín mótþróalaust og loks mætirðu í vaxhöllina, fyrir lýðheilsu og félagslegan jöfnuð, og þú réttlætir böðlana, blindur á hvað dyljist í ham þeirra.
Fólk gerir stundum grín að Mormónum, fyrir að hafa reglur um nærbuxnanotkun ... oft sér stóra költið ekki hvað það á sameiginlegt með litla költinu. Við sem höfum prófað að vera í költi, við sjáum það, og við skiljum af reynslu hvers vegna tilgangslaust er að vanda um fyrir költistum.
Þú yfirgefur költ, þú ferð útá eyðimörkina, og þú hleypir Skaparanum að.
Því miður er hið fágaða oft of einfalt, hinum útflatta einfeldningi, stýrðum af sálarflækjum (Complexes) vélráða og innprentunar.
Úr einu í annað:
Hvers vegna eru kommúnistar vesturlanda komnir í stríð gegn Till Lindemann?
Trúirðu ásökunum og spunum á hendur honum? Veistu eða hefurðu rannsakað hversu oft sömu verkfræði hefur verið beitt, eða hversu fáránleg hún er? Allavega er ljóst að verið er að taka hann út með samræmdri aðgerð ásakana sem aldrei verða dómtækar, og hljómsveitin mun ekki lifa það af.
Við höfum á undanförnum áratug greint margar svona aðgerðir og fjallað um í Arkívinu. Að rekja það nánar hér, er "verkfræði 101" og við nennum ekki að kenna frumsporin í skottís og ræl þegar við erum komin yfir í blómavalsinn. Lindemann hefur reyndar einnig lent í vandræðum í Rússlandi ... er hann kannski skálkur, eða bara stórlega misskilinn?
Þú manst; spennulosun!
Athugasemdir
Verulega góður Guðjón.
Magnús Sigurðsson, 21.6.2023 kl. 20:17
Takk fyrir, Magnús, :) það er búið að breyta smávegis síðan þú leist við.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 21.6.2023 kl. 20:30
:)
Magnús Sigurðsson, 21.6.2023 kl. 20:37
Það er þessvegna mjög ósvífið að tala um frelsi og lýðræði á Vesturlöndum.
Góður pistill, sammála.
Ingólfur Sigurðsson, 21.6.2023 kl. 22:01
Satt, Ingólfur; lýgræði og helsi.
Guðjón E. Hreinberg, 21.6.2023 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.