Frákastsfærslan - 20230621

Ég skrifaði svo mikið í gær, spennulosunin var svo djúp og umfangsmikil, að þessi var skrifuð meira af fingrunum en ætlun. Eins konar spennufall. Í dag eru sólstöður á sumri, og á morgun verður Íslensk þjóð 1097 ára gömul.

 

 

Þversumman af 1097 er 15 og þversumman af 15 eru 6, sem táknar mannlegan ófullkomleika. Ekki búast við neinu raunsæi þetta árið, en dýpri rangsnúningi, meiri sundrungu, og flóknara merkingarleysi.

Góðar stundir.

 

E.S. Samtvinnaða Leiðangurs Sveitin er árásar bandalag, bara svo þú vitir að heræfingarnar sem nú eru í gangi hérlendis, afmáir að Ísland sé herlaus þjóð, og olíu-trukkarnir sem Lýðveldið "þitt" gaf Úkraínska hernum nú í vor gerði Ísland að beinum þátttakanda í stríði við Rússa - í þínu nafni.

Farinn í bloggfrí - vil ekki lenda strax í skoðanafangelsi - gámagúlagi - það kemur að því, en góðir hlutir gerast hægt.

Sem minnir á annað; eftir sjö ár verða dísel og bensínbílar ólöglegir á Íslandi. Nema í litlu Íslendinganýlendunni við Baikalvötnin, þar muntu enn geta jeppast, og metist um dekkjastærðir, og einnig verið karlmaður ef þú vilt.

 

uaz-69-offroad

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Guðjón. Mannstu nokkuð dagsetninguna þegar íslenska þjóðin var mynduð? Mér sýnist þú hafa ártalið á hreinu...eða hvað?

Birgir Loftsson, 21.6.2023 kl. 15:14

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fimmtudagur annaðhvort vikuna fyrir sumarsólstöður eða vikuna eftir - mönnum ber ekki alveg saman um hvor vikan það var, níundu eða tíundu viku sumars - 930 AD.

Guðjón E. Hreinberg, 21.6.2023 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband