Þriðjudagur, 20. júní 2023
Viðbótarfærsla - 20230620
Gerði aðra færslu, ívið lengri, í morgun með hugleiðingu um mannsal vinstri-öfga, en við lestur tengdrar fréttar datt inn annar punktur sem hafði gleymst. Nýverið átti ég samtal við forstöðumann einnar af þjónustustofnunum héraðsins, og komu innflutningur hælisleitenda upp í samræðum okkar.
Sagði hann mér - eins hlutlaust og honum var unnt - hvernig tilkalls menning (Entitlement Culture) Marxísk samtíma, elur upp í fólki bæði innfæddum og innfluttum að vegna þess eins að þau eru til, verðskulda þau eða eigi þau tilkall til þess að vera meðhöndluð með silkihönskum, fóðruð í bómull og mötuð á öllu sem þau langar í.
Tengd frétt kemur að hinu sama.
Að gera tilkall án verðskuldunar (Entitlement without Merit), er soldið stórt mál, ef alið er á frekju, hverfur siðgæðið (Morality), og sé búið að fjarlægja siðfræðina (Ethics), þá deyr menningin og loks innfellur (Implodes) frekar en hrynur siðmenningin, því án grundvallar í siðfræði verður allt siðgæði fólks að bergmáls innprentun, svo grunnri að þó allir virðist kurteisir þegar ekkert er að, þarf aðeins að örlítinn andblæ og ofsinn gýs upp.
Þetta er einmitt markmið Marxismans[; að rífa undirstöður menningar þannig að hún velti, og geti því ekki varist yfirtöku]. [Þó fólk sé vel siðað, getur það verið siðblint, svosem hér er rökfest.]
Held að þetta allflest hafi komið fram áður, hér í spennulosunarblogginu.
Hef spennulosað dáldið mikið í morgun, svo best að skjóta inn persónulegri athugasemd.
Neyðarástand í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.