Þriðjudagur, 20. júní 2023
Að smala hjörðum af fátæklingum eða efnuðum séníum
Nú er ástandið þannig að vinstri-öfgar þeirra þriggja flokka sem myndað hafa ógnarstjórn landsins síðan haustið 2017, hafa á rúmlega fimm árum flutt inn 40 þúsund manns sem enga skatta greiða, engin viðskipti smíða, en neyta og neyta stjórnlaust á kostnað hinna.
Svo hart er sótt fram í smölun þessari að einstæðar mæður og fjölskyldufólk er flæmt af heimilum sínum.
Átta af hverjum tíu, eru vöðvastæltir karlmenn á herskyldualdri, með óþekkta fortíð. Ég mæti hópum þessa fólks á hverjum degi, hér á vindahæð; allt saman kurteist (við mig og hundinn) og fínt fólk, sem er velkomið hér hvað mig varðar. Hins vegar er þetta gert í kyrrþey og þetta er alvöru þjóðfélagsverkfræði - af hálfu Davos félagsfræðinnar - og ekki í samræmi við lýðræði og ábyrga ríkissmiðju. Ef eitthvað er, montar Elítan sig af þessari vélun útskiptimenningar (Replacement culture) og ESG* fræða.
Nú er ég ekki á móti því að fólk flytji milli landa eða heimshluta, en agi verður að ríkja í hernum, sagði Svejk.
Tökum annan snúning á þessu. Veturinn 2013/14 eyddi ég miklum tíma til að útskýra (í myndskeiðum) hvernig hægt væri að laða til landsins 20 til 40 þúsund manns í hátekjuflokkum tölvu- og hugbúnaðar iðnaðar heimsins, til starfa á afmörkuðu og vel uppbyggðu borgarsvæði, með notkun og stillingu á skattalögum og þá í tengslum við þá alþjóðasamninga sem Lýðveldið hefur-og-getur gert til aðgengis að mörkuðum vestan-hafs og austan.
Augljóst hlýtur að vera hversu mikið innstreymi á fjármagni kæmi til landsins í kjölfarið. Hélt ég því fram að með þessari félagsfræði mætti hæglega lækka alla skatta landsins um helming, og samt myndi landið græða feitt.
Nefndi ég í því tilliti fimm dæmi um tekjur og mannauð fyrirtækja í þessum geira sem eru í fremstu röð - og á hvaða einföldu og rekjanlegu þáttum starfsemi þeirra eru byggðar og hvernig má endurtaka eða styðja við slíkt. Samanlagt eru starfsmannafjöldi þessara fimm fyrirtækja í dag hálf önnur milljón manns, og velta þeirra margföld þjóðarvelta Lýðveldisins.
Sagði ég að smala mætti rjóma þess hóps hingað og fóðra með bómull, gefa þeim sleikjó, og lyfta landinu hátt til lofts. Röksemdirnar hafa ekki breyst.
Aðeins eitt þessara fyrirtækja eru á almennu vitorði. Minna þarf á í þessu samhengi að hugbúnaðar-iðnaður og brennimerki (Branding) svo og fræðsla var mitt aðal fag í hátt í tvo áratugi og ég var ekkert sérstaklega lélegur í því. Hef vit á fleiru en frumspeki.
Hráa formið er vandlega hannað, en sjáist ekki að það er hannað, þá heppnaðist það.
Nú er þetta ekki "I told you so" athugasemd - né heldur nein ósk þess að fólk taki mark á mínum öfgum og spennulosunum - heldur ábending um mismunandi stefnur og áherslur, annars vegar vélabrögð heims-marxismans, hins vegar ábyrg menningar- og ríkissmiðja.
Fyrir áratug var eytt 200 milljónum á starf, til að smíða rúmlega 50 störf. Verksmiðja sú var byggð, allt í fínu með það. Síðan lokaði hún (að mestu) en hefur verið opnuð á ný og starfar enn, en ég veit ekki hversu mörg störf eru í henni eða afleiddum störfum. Starfsemi þessi, rétt eins og með álverin, skuldar erlenda móðurfyrirtækinu nóg til að borga hér ekkert til þjóðfélagsins.
Hafði ég samband á þessum tíma við atvinnuþróunarfélagið sem þátt tók í fjáraustrinum. Sýndi ég þeim vandlega unnið viðskiptalíkan að uppbyggingu á einu hugbúnaðar fyrirtæki og hvernig það á tíu árum gæti hæglega orðið 50 og jafnvel 100 manna starfsemi, auk afleiðustarfa og fræðsluseturs sem myndi halda ungu fólki í heimabyggð og laða fólk til byggðar.
Hafði ég þá þegar leitað til ungs fólks í framhaldsskóla héraðsins og gert fyrirspurnir hversu mörg þeirra hyggðu á framhaldsnám í Reykjavík eða erlendis - á þessu sviði - og hvort þau veldu frekar þátttöku í jafn sambærilegri menntun þróaðri í heimabyggð: vakti sú samræða talsverðan áhuga ungs fólks.
Á þeim tíma var ég ekki orðinn óstarfhæfur langtímaveikur einstaklingur, og ætlaði mér að stofna þetta fyrirtæki í eigin krafti. Bauð ég Atvinnuþróunarfélaginu (og öðru því tengdu), að ég væri tilbúinn til þess að byggja þetta upp í þeirra byggð, en viðskipta- og reiknilíkanið sem það byggist á er byggt á raunhæfum rannsóknum á sambærilegri starfsemi (og vöruþróun) sem ég þá ætlaði mér út í, en ég hafði einnig talsverða reynslu af.
Reyndar var fyrsta útgáfa hugbúnaðar þess sem þróa skyldi komin í fyrstu prófanir þegar ég neyddist til að hætta þróun hans sökum heilsubrests. Fólk í viðskiptalífinu var þá byrjað að senda mér fyrirspurnir í netskeytum og símtölum; hvenær fyrsta útgáfan yrði gefin út til almennrar notkunar, og bað um að vera sett á biðlista.
Benti ég á, að líkanið gerði ráð fyrir hámarki 50 milljónum í kostnað - á fimm árum - til að byggja upp þetta fyrirtæki og væri þá miðað við 20 manna starfsfjölda. Atvinnuþróunarfélagið leit á pappírinn í fimm mínútur, rétti hann til baka og sagði, við höfum ekki áhuga en gangi þér vel, við erum núna að eyða 10 þúsund milljónum í annað.
Sem fyrr segir, líkanið er byggt á þrautreyndum athugunum og vel útfært. Fengi ég líkn á veikindum mínum, myndi ég ekki hika við að dusta rykið af þessum hugleiðingum og byrja aftur, en ekki hérlendis, alls ekki hérlendis. Ísland er búið að vera, hér er engin framtíð, alls ekki fyrir hugmyndastarf.
Staðreyndin er sú, að eina landið sem þú byggir upp fyrirtæki á hugbúnaðarsviði í dag, er í Evrasíu landi nokkru, ónefndu. Þeir sem vinna heimavinnuna, vita þetta, og þó sendiráðum sé lokað, þá er samt hægt að gerast þar pólitískur flóttamaður og rétti tíminn er núna. Þú munt sjá eftir því að hafa ekki flúið land þegar ógnarstjórn Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga kreppir lúkuna sem umlykur þig.
Jón Magnússon Lögmaður og fyrrum löggjafi ritaði ágæta áminningu á bloggi sínu í morgun, um ófremdarástand sem myndast hefur í Reykjanesbæ vegna flóðs hælisleitenda, og varð kveikjan að þessari bókun minni. Þá held ég að færsla Birgis Loftssonar, sem rituð er samdægur, negli einhverja nagla beint á höfuðið. En ég uppnefni flóð hælisleitenda; mannsal vinstri öfga.
- https://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/2291434/
- https://biggilofts.blog.is/blog/biggilofts/entry/2291437/
Já, 20 milljarða atvinnustarfsemi með hælisleitendur, eru viðskipti með fólk.
Menning okkar hefur alltaf verið sjálfbær. Hugtak Sameinuðu Davos Þjóðanna um Sjálfbærni; er yfirtaka og sundrung. Hér er engin sjálfbærni lengur, allt sem kemur úr smiðjum Marxismans, er öfugsnúningur enda sú sálarlausa félagsfræði byggð á þráttun, eða rangsnúningi. Þetta hefur verið útskýrt vandlega og er vel rekjanlegt.
ESG mafía landsins birtir reglulega fréttir og greinar til að monta sig af frumkvöðlastarfi á landinu; ég fullyrði að allt það mont er froða í tómu bjórglasi og á auðvelt með að rökstyðja þá fullyrðingu, en það er tilgangslaust í dáinni menningu. Nú ríkir því spennulosun og smávegis orðagaman - stinga nokkrum prjónum í vúdúdúkkuna, þegar vel liggur á.
* ESG, stendur fyrir Environment, Social, Governance; Umhverfi, Félagsmál, Stjórnun (UFS) eða Hringrásarhagkerfi Marxismans. Reyndar er mannsal-vinstri-öfga meira í ætt við Diversity, Equity, Inclusion - eða Fjölbreytni, Jöfnuður, Innviklun - en bæði ESG og DEI - er stór þáttur í "ný-marxisma" Vesturlanda og allt runnið úr sömu Davos verkfræðinni sem iðkuð er hérlendis af krafti án þess að fólki sé sagt frá því. Eins og Trotský sagði fyrir níutíu árum, og Frankfurt skólinn og nú Davos útfærðu; fyrst fólk vill ekki byltingu Marxismans, og veit ekki hvað því er fyrir bestu, er best að taka þau í rúminu.
Athugasemdir
Stelpurnar vilja fá svona unga vöðvastælta karlmenn á herskyldualdri hingað. Sjá þá með svipuðum augum og þú sér þessa. https://www.youtube.com/shorts/JOprSWpldJU
Helgi Viðar Hilmarsson, 20.6.2023 kl. 13:05
Oh! Þú veist hvað ég er hrifinn af Sonyu :)
Guðjón E. Hreinberg, 20.6.2023 kl. 15:38
Góður vitnisburður Guðjón, - ég held að það sé leitun að bloggpistli í seinni tíð sem hefur hafist á jafn raunsönnum orðum og þessum;
Nú er ástandið þannig að vinstri-öfgar þeirra þriggja flokka sem myndað hafa ógnarstjórn landsins síðan haustið 2017, hafa á rúmlega fimm árum flutt inn 40 þúsund manns sem enga skatta greiða, engin viðskipti smíða, en neyta og neyta stjórnlaust á kostnað hinna. Svo hart er sótt fram í smölun þessari að einstæðar mæður og fjölskyldufólk er flæmt af heimilum sínum.
Þessu fólki er nú smalað hingað og fóðra með bómull og gefin sleikjó eins og engin sé morgunndagurinn, og nagar í sig innviðina á samt túrista vaðlinum. Meir að segja Ice Hot One er búin að fatta þetta told you so moment, blessuð Davos dúkkulísan, -en því miður aðeins of seint, -og fékk vel fyrir greitt, -eins og vænta mátti.
Magnús Sigurðsson, 20.6.2023 kl. 18:29
Takk fyrir innlitið, Magnús, jú ég verð að viðurkenna að ritun færslunnar kom mér í uppnám og er enn að jafna mig.
Guðjón E. Hreinberg, 20.6.2023 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.