Föstudagur, 19. maí 2023
Gæti verðtrygging Elítunnar verið ólögmætt rán?
Í morgunsárinu rakst ég á erindi á visir.is undir heitinu "Um ólögmæti verðtryggðra lánasamninga" og ákvað að lesa hana fyrir forvitni sakir. Greinin hófst vel, en svo reyndi höfundur að útskýra hvað verðbólga er, sem sýndi að hann veldur ekki viðfangsefninu. Megnið af greininni er klassískur kommúnismi; flókinn texti, samsettur með löngum orðum, sem segir nákvæmlega ekkert, framsettur með hrifnæmri fyrirsögn eða staðhæfingu (One liner).
Verðbólga stafar af hömlulausri aukningu eða hækkun á opinberum gjöldum og sköttum, sem fyrirtæki og annar efnahagur rís ekki undir og velti því út í verðlagið.
Áróðursvélin heldur því fram að verðbólga stafi af peningaprentun en auðvelt er að sýna fram á að 99 prósent þess tíma sem verðbólga er undir 3 prósentum er peningaframleiðsla oft mun meiri og að ekkert samhengi er þarna á milli. Eins er með stýrivexti, sem notaðir eru til að hræra upp í fólki varðandi verðbólgustjórnun.
Ástæður verðbólgu eru tvær, sú fyrri er þegar talin fram en sú síðari er þegar hið opinbera notar eigin peninga framleiðslu til að standa undir eigin skuldbindingum innanlands og meðan opinberar innheimtuflækjur eru nýttar til að skafa til sín gjaldeyri einkaframtaksins til að standa undir eigin skuldbindingum erlendum.
Þá er ljóst að þegar starfsemi hins opinbera er meir en fjórðungur allrar starfsemi innan þjóðríkis, eykst verðbólga yfirleitt, spilling og sóun sömuleiðis, og bæði gegnsæi og ábyrgð (Accountability) rýrnar, sem yfirleitt endar í lélegum gæðum á öllum sviðum. Eitt merkja þess að Þjóðfélagið hafi þannig fallið í elítukommúnisma, er að gæði á framleiddum neytenda vörum, hvort heldur fatnaði, bifreiðum, skóm, eða matvælum, fellur.
Sleppum því að ræða gæðahrun eða jafnvel algjört hrun á iðnvélinni sem öflugri þjóðríki reiða sig á til bæði eigin innri efnahags og til varðveislu landamæra sinna og öryggis borgara sinna.
Allir vita að þetta var ástand Sovétríkjanna og er áberandi í Kína, og hefur læðst inn bæði í Evrópu og Bandaríkjunum - og hér hjá okkur.
Mér finnst stundum orðræðan um vegagjöld góður siðferðismælir; við greiðum fyrir vegakerfið með gjöldum á bensín og dísel, nei, það dugði ekki elítunni, svo bætt var við bifreiðagjöldum, nú á að bæta við vegagjaldi: samtímis hrynur vegakerfið en elítan tútnar út.
Ef þú rýnir efnahagsástand allra þjóðríkja sem fallið hafa í óðaverðbólgu síðan 1900, með framangreint í huga, sérðu að formúlan stemmir og berir þú saman hvaða þjóðríki afgreiddu verðbólgu sína skjótt og vel sérðu að lækningin fólst í að laga þau tvenn atriði sem hér eru greind.
Verðbólga er mælir sem birtir þér hversu spillt Elítan er og [aðals]ættir hennar, sem tekið hefur af þér sjálfræðið og okrar á þér í skjóli áróðurs og útúrsnúnings. Hún er einnig mælir sem sýnir þér að stjórnmálin hafa breyst í skálkaskjól.
Með fullri virðingu fyrir greinahöfundi sem att mér út í þessa færslu hér, en grein hans er leirhnoð - að mínu mati. Engin lagaleg skilgreining kemur fram hjá honum sem réttlætir fyrirsögnina. Því ákvað ég að reyna við þrautina með smávegis einfaldleika:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.