Af leghöfum og eistíngum

Eins og þú veist geta heims-marxistar ekki lengur skilgreint "hvað sé kona" þeir reyna að nota orðið leghafi, en það er of stirt. Ég sé fyrir mér að þetta breytist bráðlega í Ryknæma og Óryknæma.

Eins og allir vita sjá konur RYK þar sem ekkert ryk er og þeirra uppáhalds iðja er að þurrka af, sópa og ryksuga, og þegar "þær" komast ekki til að sinna þessari "lífsnauðsyn" verða þær afar pirr.

Pirr!

Karlar hins vegar sjá ekki ryk fyrr en það er orðið afar þykkt og afar lyktarmikið og hreinlega farið að pirra nefhárin í tíma og ótíma, og þá lofta þeir út frekar en að þurrka af, sópa eða ryksuga.

Ryknæmur, hvort heldur með brjóst eða typpi, er klárlega Kona. Óryknæmur er því karl.

Málið er leyst.

Á persónulegu nótunum:

Sjálfur ef ég neyðst til að þurrka ryk af gluggakistum hér í kofanum einu sinni til tvisvar á ári síðustu níu árin. Ég man hvert skipti upp á dagsetningu og einnig hvaða veður var úti þessa daga.

Ég fór að hugleiða þetta í morgun, því ég dró gluggatjöldin frá og þurfti eftir það að snýta mér hraustlega, og aftur þegar ég dró fyrir núna áðan. Sem merkir að ég þarf að annaðhvort ryksuga gluggatjöldin eða þurrka af þeim einhverntíma fyrir haustið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband