Þriðjudagur, 18. apríl 2023
... og eigi með ólögum eyða
Lög þjóðríkis og siðmenningar þess, verða að standa á grunni sáttmálans um ríkið, sem í "okkar" tilfelli er Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands frá 1944.
Þessi sáttmáli þarf að eiga sér frumspekilegar (Metaphysical) stoðir sem afmarka hvað sé eða sé ekki réttlæti, hverjar séu skyldur og réttindi ríkisins og þar með hvað það má ekki gera borgurum sínum (eða þegnum sé Elítan aðalsættar (eða hagi sér þannig)) eða öðrum ríkjum eða borgurum þeirra eða þegnum.
Flóknar málsgreinar?
Þú hefur menntun eþaggi?
Gleymdist þetta í Lífsleikni UNICEF og UNESCO stýrðra Grunnskóla?
Frumspeki Þjóðveldis 930 AD var Heiðin Siðfræði (Ethics) Vors siðar, frumspeki Þjóðveldis 1000 AD var samfléttuð siðfræði Kristinna og Heiðinna. Frumspeki stjórnarskrár "okkar" þ.e. Lýðveldis ykkar sem á það trúið, er grundvölluð í kristinni siðfræði og því er hún lögvarin.
Þetta er það sem Íhaldsmenn Jóns Þorlákssonar stóðu vörð um. Þetta er það sem hann varaði við fyrir 90 árum að myndi ryðga og loks fjara út eftir að Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn breyttust í Sjálfstæðisflokkinn.
Sumsé að siðferði (Morality) myndi fjarlægjast siðfræðina og grunngildin sem hún mælir sig við, þannig yrðu rangsnúningur laga ekki aðeins viðtekin venja þeirra sem setja lögin og framkvæma þau, heldur myndi menningin sem þau stjórna sætta sig við þau svo til þegjandi og loks í algjöru samþykki, svo siðrof (Anomie) yrði allsherjar ástand (State), ekki bara ríkisins heldur alls hópsins.
Þetta er það sem sagan um Sódómu og Gómorru snérist um, ekki kynvillu heldur siðrof. Þetta er það sem eyðing Benjamíníta snerist um eftir ódæðið í Gíbeu sem aftur grundvallaðist í sambærilegu siðrofi sem síðar var réttlætt með vinstri öfgum eflt með hópmorðum.
Flokkur þessi er sá sem fyrst Davíð Oddson, síðan Geir Haarde og loks Bjarni Brésnef breyttu í Ósjálfstæðaflokkinn. Davíð, Geir og Bjarni, eru Keynesian Marxistar sem þykjast vera sjálfstæðismenn; það heitir Nýfrjálshyggja.
Nýfrjálshyggja fæddist í Bandaríkjum Norður Ameríku á sjöunda áratug síðustu aldar, sem eitt verkfæri róttækrar félagskenningar Frankfurt skólans, til að rangsnúa mótherjum sínum og breyta í stýrðu andstöðuna. Hugmyndir sem aftur áttu rætur hjá aðferðum Gramsci og Trotský.
Hugmyndafræði Davos mafíunnar er öll byggð á Trotskýisma. Þetta er auðvelt að sannreyna.
Allavega: Þegar meirihlutakosning á Alþingi grundvallar lög og forsetinn firrist (Alienates) við skyldu sinni að hafna undirritun ólögmætra laga, breytast lög í ólög, slík lög eru landráð því öll lög og allar stjórnvaldsákvarðanir sem brjóta Sáttmálann um ríkið eru landráð.
Lagaleg landráð og ríkisbundið siðrof; eyðir ríkissmiðju og þar með siðmenningu (borgaralegri siðfræði (Civilization)), og þetta er afleiðing þess þegar heilbrigð og litrík menning hefur breyst í samhljóm félagshyggju, stjarfa valdhyggju og blinda efnishyggju, þegar sinnuleysi (Apathy) hins almenna manns hefur breytt hjarta hans í stein og blóði hans í moldryk.
Slíkan hóp er hægt að smala með tilmælum einum, inn í gasklefana og sprauta Cyclon B í æðarnar á hverjum og einum, vegna nýs heitis á haustflensu.
Njáll frá Bergþórshvoli sagði við Gunnar á Hlíðarenda; land skal með lögum byggja en eigi ólögum eyða. Setningin er eldri og kemur frá Hjaltlandseyjum en þar var Allsherjarþing á sama siðferðisgrunni og okkar Þjóðveldismanna. Mig grunar, þó ég viti ekki með vissu, að Gulaþing hafi verið reist á grunni sama siðferðis, enda voru fyrstu lök Okkar, lánuð þaðan.
Mafía sú sem rangsnúið hefur lögum Íslenska Lýðveldisins, af einbeittum brotavilja, allar götur síðan í júní 1944, er kvíslínga pakk. Hliðverðir þess geta talað og ritað falleg orð, eins og ljúft er í golu að hlýða óróabjöllum á húshornum.
Tökum dæmi af einum slíkum óróa sem í morgun ritar: "Stefna Sjálfstæðisflokksins byggir á þeim klassíska grunni að lögin eigi sér lýðræðislega rót."
Þegar Alþingið við Austurvöll - sem í engu getur kallast Allsherjarþing - setti einróma endurskoðuð sóttvarnarlög í febrúar 2021, sem afnámu öll borgararéttindi eins og þau skiljast í siðferðilega agaðri vestrænni ríkissmiðju síðustu fjórar aldir, og innleiddi þess í stað hreinræktaðan Marxískan Fasisma í nafni lýðheilsu og mannréttinda, var Lögmæti Lýðveldisins frá 1944 endanlega lokið.
Siðmenning okkar er innfalinn, marklaus, og hennar bíður einungis brenna. Sú brenna er hafin, þú veist það, ég veit það, hliðverðir vonast til að verða elítan í öskunni að bruna loknum.
Rangsnúnar ríkissmiðjur og einneigin heimsveldi, ýmist innfalla undan eigin hroka og siðrofi (Anomie), eða þeim er eytt af öflum sem kölluð eru til þess. Aldingjar (Sages) og Fjölæringar (Perennialists) hverrar menningar, vara ætíð við í tæka tíð, og aragrúi dæma er um þetta í bæði sögu mannsins og mannkynssögunni.
Þegar fjallkonan og vættir hennar létu endurreisa Þjóðveldið 2013, og skilgreina frumspeki þess og lagagrunn eins ítarlega og unnt var næstu fjögur ár, og þegar vættir lýstu þjóðina útlæga í apríl 2018, lagði lítill snjóbolti af stað niður hlíðna.
Gaumgæfnir flýja snjóflóð ... og ganga eigi til baka nema með vættum lands; því sverð okkar og skjöldur eru vitundir viskunnar. Ekki hvellandi bjöllur á húshornum.
Ath. Orðasamhengið, réttlætt með vinstri öfgum, er notað í merkingunni; blóralegur rangsnúningur og sjálfsréttlætingar með slögurum og yfirlýsingafyrirsögnum fyrir flókna texta samsettra úr löngum orðum, sem þykjast vera vísindi en eru það ekki.
Athugasemdir
Góður Guðjón.
Njáll var nokkuð lunkinn við að möndla keisið, síðan hafa lagasetningar aðallega falist í því að fara í kringum réttlætið.
Og nú stendur til á hinu háa alþingi að fara ekki í kringum réttlætið, heldur einnig vera yfir lögin hafin neðan beltis utan frá.
Magnús Sigurðsson, 18.4.2023 kl. 18:39
Það vantar bara eitt bara inn í þetta hér að ofan, -ekki ósvipað og hjá Njáli.
Magnús Sigurðsson, 18.4.2023 kl. 19:01
Takk fyrir þetta Magnús - ég sé nú að ég ritaði "lök okkar" í færslunni. Læt það standa.
Guðjón E. Hreinberg, 18.4.2023 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.