Covid þreytan og Úkró þreytan og Maríunefndin

Í morgun ákvað ég að gera frumuppkast að færslu sem ég efast um að ég muni birta hér á blog.is, og setji frekar á hreinberg.is. Hún hefur verið að fæðast í kollinum á mér í frá því fyrir áramót og efnistökin eru of viðamikil fyrir spennulosunar-færslur.

 

 

Hún er um trúarbrögð sem á Íslensku nefnast Gyðingar, en væri þó réttara að nefna Júðismi. Síðara heitið hikar maður þó við, því það minnir óþægilega á þýska orðið "Juden" sem Sósíalistar Hitlers - eða Nasistar - gerðu frægt. Reyndar mun ég líklega fleygja skjalinu síðar í dag, því ég er að reyna að streitast á móti hvötinni til að rita það.

Hvað kemur þetta við Covid þreytunni (Covid Fatigue) og Úkró þreytunni. Hver nennir að lesa grein um gyðinga, covid eða úkróstríðið? Enginn. Jú, fjölmiðlavakar og áhrifavaldar Elítunnar, og fáeinir áhrifahvatar menningar-orðræðu, en fáir aðrir.

Svo gleymdi ég mér við grúsk, eins og alltaf þegar viðamikið verkefni blasir við. Ég þurfti að breyta einu skjáskoti sem ég tók af samræðuþræði á FB, og gafst upp á að nota Krita myndvinnsluforritið sem ég hef notað í á hálft annað ár, og skipti yfir í GIMP.

Þessi tvö opinkóta (Open Source) myndvinnsluforrit eru þau bestu í Linux heiminum. Síðan ég fleygði Microsoft Windows í hitteðfyrra hef ég ekki lengur aðgang að uppáhaldinu, Adobe Photoshop.

Photoshop hef ég notað í hverri viku sem áhugamaður, allar götur síðan 1994, og daglega á fjögurra ára tímabili sem fagmaður við umbrot. Söknuðurinn er þó nokkur, og satt að segja, þó ég hafi notað Windows og Linux jöfnum höndum síðan 2003, þá streittist ég gegn því að fleygja Windows til fulls, í fimm ár, vegna tveggja forrita, Photoshop og EditPlus.

Ég hef oft notað GIMP í gegnum árin, bæði á Windows og Linux, en þoli það illa. Þegar KDE hópurinn kom fram með Krita, féll ég fyrir því, enda eru þar aðferðir sem sneiða framhjá sumum agnúum GIMP, en þegar til lengri tíma er litið, er GIMP betra. Það tók bara átján mánuði af reynslu að lenda þessu.

Í morgun, við fyrrnefnt grúsk, gleymdi ég mér, meðan ég flutti vitundarferlana á milli. Ég hef mikinn áhuga á verkferlum, og það var fagið mitt í nokkur ár að kenna verkferla (og skrifa um) þegar ég var kennari á tölvu og hugbúnaðarsviði. Því forrit er ekkert annað en verkferla-lausn, og forritun er verkfærið til að móta slíkt.

Fyrir þrem árum skrifaði ég þrjár greinar um þetta; hvernig velurðu á milli ritvinnsluforrita og/eða textaforrita? {Word processor or Text editor}

Ég nota ritvinnsluforrit þegar ég skrifa umfangsmikið efni s.s. ritgerðir á borð við Húmanistadulspeki (sjá hreinberg.is) eða þá bókartexta, en þegar ég skrifa uppköst, bloggfærslur, eða vinn með umfangsmiklar glósur og/eða minnisatriði, nota ég einfalda textaritla eingöngu.

Þetta er reynslusaga, hún er áhugaverð; fólk hefur gaman af sonanokkru. Ekki áróðursmálefnum. Kannski soldið leiðinlegt að lesa um forrit, en gaman að lesa um reynslu annars fólks og hvernig það gleymir sér.

Eitt af því sem er skemmtilegt við svona pæl - og að detta ofaní hyldýpi hugans - er að átta sig á að í heiminum eru þrjú ritvinnsluforrit vinsæl og tvö þeirra nothæf, en um það bil þrjátíu textaritlar. Textaritill er svo hrikalega einfaldur og fídusafátækur, að hvert smáatriði fer í þínar fínustu. Þar sem þetta er aðalverkfæri forritunar og kerfisstýringa, eru notendur slíkra forrita færir um að smíða eigin textaritla, og gera það.

Átta milljarðar fólks; hundruðir þúsunda kunna forritun, allir nota tölvur og smartsíma; eyðimörk hugans! Vissulega eru til fleiri ritvinnsluforrit, en þú finnur þau ekki og munt ekki prófa þau. Hafir þú reynslu af grósku hugbúnaðarlausna fyrir tveim áratugum, og samanburð við nútímann, sama niðurstaða. Eyðimörk hugans.

Líttu í kringum þig; bókmenntir, tónlist, myndlist, afþreying í sjónvarpi, arkítektúr, vísindi, samfélagsfræði, heimspeki, andleg vísindi; auðugur garður af endurtekningum, dáinn hugur.

Sjálfur hef ég nokkrum sinnum stoppað mig af að forrita minn eigin textaritil og jafn oft stoppað mig af að aðlaga einn þann besta (Crimson editor) og gera hann aðgengilegan. Þróunin á Crimson er hætt, en grunnkótinn í honum var notaður fyrir EditPlus, og til er hópur sem reyndi að endurvekja hann sem Emerald Editor en gáfust upp. Mjög spennandi ... æ, nei annars.

Áhugavert? Nei? Ekki frekar en umfjöllun um Farsóttina eða Stríðið. Hinn almenni maður vill ekki vita neitt svona flókið, hann vill frekar sjá stutta heimildamynd frá fíbbli, sem sannfærir hann um að hann þurfi ekki að vinna neina heimavinnu; að sannleikurinn sé rétt matbúinn handa honum.

Snúum okkur að tengdri frétt: Kemur fram í heimildamyndinni Stormur, eitthvað um læknisaðferðir sem lækna Covid veikina mjög fljótt og vel? Kom eitthvað fram um ofsóknir gegn slíkum aðferðum? Kom eitthvað fram um tengsl landlæknis og farsóttalæknis við Blackrock og Vanguard?

Kom fram að Þríeykið með sína orðu frá Piparkökudrengnum, hélt að fólki lyfjameðferð sem rústar bæði lifur og nýrum? Já, ég á við morðingjalyfið Remdesivir (og AZT).

Kom fram hver fann upp PCR skimunina og hver skoðun hans var á misnotkun tækninnar?

Antivistar á vefnum geta vafalaust gert lista yfir alla þá vísindamenn sem þeir hafa hlustað á eða lesið undanfarin þrjú ár, um vísindin sem afsanna Covid lýgina, eða aðrar flækjur sem tengjast þessum stórfenglega spuna og vélabrögðum sem spanna allan heiminn. Gæti sjálfur skrifað bók um þetta í dag, og það vandaða. Það myndi enginn lesa það.

Frekar að skrifa skáldsögur.

Halldór Laxness skrifaði eitt sinn ritgerð um þetta sama. Þegar hann gafst upp á að taka þátt í menningarsamræðum á Íslandi fyrir réttri öld, og einbeitti sér að leiðinlegum skáldsögum í staðinn.

Fólk sem ég hitti meðal almennings, skiptir um umræðuefni frekar en að ræða farsóttina og eitursprautuna. Fólk vonast til að þetta reddist eða jafni sig út. Það vill ekki vita staðreyndir um farsóttir eða bólusetningar eða tilraunasprautuna sem þau voru ýmist plötuð eða þvinguð útí.

Þau vona, að grunur sinn sé rangur; að þetta reddist ekki, og þau skreppa frekar til Íslendingaþorpsins Tene, til að gleyma sér smávegis, á meðan þau bíða. Þau vona einnig að þau eignist einn daginn íbúðina sína, fái að eiga börnin sín aftur, eða blóðið. Þau vona einnig að það komi helst ekki í fréttum þegar fólk með rangskoðanir hverfur í Gúlagið sem Jakóbínar ríkisstjórnarinnar boða í nafni Maríunefndarinnar.

Ég gagnrýni gjarnan vini mína Antivistana, fólkið sem hefur unnið meiri heimavinnu en Almenningur, fólkið sem daglega úti um allt Félagsnetið og víða innan Þjóðfélagsins, reyna að koma vísindum og staðreyndum á framfæri. Fólkið sem rekur sig daglega á að Elítan er siðspillt og Almenningur annaðhvort hugstjarfur eða siðblindur.

Ég gagnrýni þau fyrir að predika yfir fólki frekar en að reyna samræður. Ennfremur fyrir að þau leita ekki einfaldleikans. Elítan notar einfaldar setningar, ítrekaðar, til að koma sínum sannleika á framfæri, hún rökræðir aldrei við andmælendur. Þú getur notað sömu aðferð.

Hafir þú eitthvað rýnt vídjóin mín eða færslur í gegnum árin, veistu að ég er sá eini í heiminum sem tala og rita beint til lesandans en ekki til hópsins eins og vel upp alinn félagshyggjukálfur.

Þú átt ekki neitt, ef ríkið getur sett mottu á trýnið á þér og sprautað ólyfjan í blóðið á þér.

Þú munt aldrei eiga neitt meðan þú borgar sexfalda tíund, eða eignaskatta. Þú átt ekki hugann þinn ef ríkið á einkarétt á uppeldi barna þinna. Þegar ríkið þess utan setur ólögleg lög, hefurðu hvorki lýðræði né réttarríki, hvað þá marktæk vísindi. Ef fjölmiðlar eru ekki að ræða þetta, nákvæmlega þetta, eru þeir áróðurs- og lygaravél.

Hér er einfaldleikinn. Þetta er það sem Eingyðistrúin (Zoroaster, Júðismi, Kristni, Islam) kennir. Þegar siðmenning breytist í viðurstyggð:  FLÝÐU OG LIFÐU.

Frá því Covid helförðin hófst, hafa aðeins tveir menn bent á þetta í heiminum. Annar þeirra dó í fyrra. Hinn var nærri dauður á sama tíma. Veit ekki hvers vegna hann gengur enn frjáls. Skil það ekki. Skil margt, en ekki það.

Ritgerðin sem er að fæðast í hausnum á mér, varðandi ranghugmyndir samtímans um Júðisma? Hún verður kannski skrifuð, kannski ekki, en ég óttast að hún gæti orðið að bók, og ég er hættur að semja bækur. Ég hef áður sagt þér að fólk í gyðingaheiminum hefur spurt mig útí gyðingadóms fræði, frekar en að spyrja rabbínana sína. Ég er langtíma veikur, get ekki unnið, og þó ég hafi tíma til að eyða einum klukkutíma á dag í hugverk, þá vil ég það ekki.

Núverandi heimsmenning er dáin, það er ekki spennandi að semja hugverk í haughúsi.

Hef fjallað mikið um Júðisma í myndkskeiðum mínum í gegnum árin, bók yrði hvorteðer bara samantekt. Í rauninni geymir Arkívið mitt margar bækur um mörg spennandi málefni. Eigum við að ræða Xanadu, eða þá að Elítan er farin að viðurkenna siglingar Herúla í vesturheimi, sem ég einn hef hingað til fjallað um?

Nei, vil frekar gera eitthvað spennandi hugverk; eitthvað frumlegt. Eitthvað sem ekki hefur verið hugsað áður. Eitthvað skapandi. Ég fékk reyndar hugmynd að bók í síðustu viku, sem gæti verið áhugaverð. Hver veit. Nei annars. Svo er annað; Excalibur kom til mín í mjög myndsterkum draumi, í gær. Skil ekki drauminn ennþá, kannski ekki næstu árin. Fá og einföld en mjög áhrifamikil tákn í draumnum, sem klárlega hafði ekkert með mínar eigin hugarflækjur að gera. Nei, draumurinn verður ekki færður í letur.

Glöggir hafa vafalaust tekið eftir að ég minni reglulega á ártal Hebreska dagatalsins í skrifum mínum, en ég tek meira mark á þessu dagatali en því Gregóríska sem Sósíalískir Húmanistar hafa endurefnt. Þetta síðastnefnda hef ég gert að háðsglósu í eldri færslu. Því Elítan hefur ekki haft fyrir því að þýða hugtakið Universal Coordinated Time. Hafir þú lesið færslur mínar áður, veistu hversu mikið grín ég geri að hruni Íslenskunnar.

Hef mikinn áhuga á þessum trúarbrögðum, og er hugsanlega eini aðdáandi þeirra meðal óumskorinna (Goym). Ég lofa þér að ég verð dæmdur af Íslenska Lýðveldinu einn daginn, fyrir hugmyndir Elítunnar um hvað sé gyðingahatur og hvað ekki.

 

 

20230301-105436-a

 

Loks smá til gamans:

Ég hætti að fylgjast með fréttum af stríðinu í Úkró, þegar ég skildi að ég var aðeins að bíða eftir að Pútín æki beina leið frá Moskvu til Parísar.

Og loks eitthvað sem skiptir máli:

2023 verður árið sem aðalþing Sameinuðu Þjóðanna - 77unda allaherjarþingið - mun sanna sig sem glæpastofnun og án lögmætis.

Eða:

Ha, er komin verðbólga? Þvílík tilviljun. --Elítan

 

Viðbótarorð vegna vitleysunnar "Stormur" sem Elítan hefur sett saman til að réttlæta þjóðarmorð sitt. Þeir sem báru saman á sínum tíma umfjöllun höfundar "Stormur" annars vegar og Guðbjórns Jónssonar hins vegar um Wintris málið á sínum tíma, vita allt sem vita þarf um áreiðanleika Elítunnar annars vegar og raunverulegra rannsókna á staðreyndum hins vegar.

 

Viðbót 14:30

Fyrir fólk sem hefur áhyggjur af hruni vestrænnar siðmenningar, mæli ég með orðum snillíngsin Ben Harnwell hjá Steve Bannon nú fyrir fáeinum árum (15 mínútur). Harnwell hefur ótrúlega hæfileika til að negla hluti á spýtur:

 


mbl.is Bjóst við að þríeykið væri að fela eitthvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband