Vefurinn spamadur.is hættir starfsemi sinni í dag

Vefurinn spamadur.is hefur boðið upp á slembispár í Tarot, í fáein ár. Einnig er þar hægt að reikna tölur sínar út frá Talnaspeki Kaldea og Pýthagórasar, ennfremur er þar hægt að fá Taó Dagsins.

Þessi vefur hættir starfsemi sinni í dag, og lokar nú upp úr hádeginu.

Í fáein ár, eða þar til GDPR reglugerðin var gerð að lögum hérlendis, gátu notendur vefsins opnað prófíl aðgang og geymt þar alla sína spádóma og talnaspeki sjálfs sín og ástvina. Einnig var auðvelt að deila spádómum inn á Facebook.

Systurvefur spamadur.is, icemystic.com heldur áfram starfsemi sinni og verður því opinn áfram. Er þetta af persónulegum ástæðum, en á síðustu árum hef ég jafnt og þétt fækkað þeim lénum sem ég held opnum.

Lengi var hægt að geyma eigin spádóms upplýsingar á icemystic.com, rétt eins og á spamaður.is en Evrópska GDPR reglugerðin, í boði Marxismans, stöðvaði það. Sá vefur verður þó áfram opinn sem fyrr segir.

Á þeim árum sem ég kenndi, skrifaði um og vann við forritun, smíðaði ég fjölda vefsvæða, bæði static og gagnvirkra. Af þeim var Spamadur.is allra vinsælasti vefurinn. Eftir að veikindi mín komu í veg fyrir að ég gæti sinnt forritun, var það mér viss ánægja, að þeir vefir sem ég smíðaði og leyfðu innskráningar og prófíl síður - en ég smíðaði t.d. fjóra smáauglýsingavefi, byggða á kerfi sem ég forritaði frá grunni - voru aldrei hakkaðir.

Allir slíkir vefir verða fyrir árásum, misöflugum, en að hafa smíðað slíka vefi sem ekki þurftu neina umsjón árum saman, heldur mölluð í forarvilpu víðnetsins, ár eftir ár, er viss ánægja.

7-9-13 :) eða þannig.

 

Ég minni þig á það eina sem máli skiptir síðan 11. mars 2020; ef þú heldur að þú eigir einhverjar eignir eða borgararéttindi, eða trúir því að hægt sé að berjast gegn Covid Marxismanum sem lagt hefur undir sig heiminn; ertu fífl á valdi öflugra dávalda.

Flýðu. Lifðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hrun menningarinnar heldur áfram. Ég skil það vel að þú viljir fórna einhverju ef launin eru ekki næg. Ég hef mjög gaman af Tarot og slíku en bezt er að hitta á góða spámenn eða spákonur, það koma dálítið mismunandi útkomur. 

Það má segja að það versta sem getur komið fyrir fólk sem hefur sálir sínar lausar frá búkunum og hefur enga tengingu við neitt andlegt er að það fái að ráfa um og láta púkana fjarstýra sér, rústa efnisheimi sínum og öðru í leiðinni.

Eða með öðrum orðum, að hinir ofsóttu dragi sig í hlé og fari að elska sjálfa sig eins og restin af fólkinu.

En spennulosun eða hvað sem við köllum það, að finna hnyttilega fleti á rugli samtímans, það getur verið óborganlega skemmtilegt, eða létt dapurleika tilverunnar.

Ingólfur Sigurðsson, 20.2.2023 kl. 02:34

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið Ingólfur, jú, rétt, það er gaman að leika sér með hugarmyndir. Eins og fram kom, lénið lokar, en ég er að íhuga að setja "kerfið" í honum upp sem undirvef á öðru léni, eins og þú bendir á, sjálfum mér til gamans.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 20.2.2023 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband