Hvernig býrðu til hatur

Allir hata eitthvað, og allt hatur byggir á sjálfshatri. Þjóðfélagsverkfræði snýst um að temja, virkja og síðan beina hatri, ýmist ómeðvituðu eða sjálfsafneituðu, á það sem best hentar þeim sem á því græða.

Hvaða heilaþvættistækni beitir Elítan til að töfra fram þessa niðurstöðu. Hlutfall almennings sem HATAR eftirfarandi:

Almenningur hatar: Stuðningsfólk Miðflokksins: 25.0%
Almenningur hatar: Talsmenn útgerðarinnar/sjávarútvegsfyrirtækja: 28.9%
Almenningur hatar: Vopnasafnarar: 35.7%

Almenningur hatar: Þjóðernissinnar: 37.4%
Almenningur hatar: Loftlagsafneitunarsinnar: 52.3%
Almenningur hatar: Andstæðingar þungunarrofs: 56.3%
Almenningur hatar: Andstæðingar bólusetninga: 58.2%

 

Heimild.

 

Hvers vegna var Íslendingum fleygt út úr hamfarasvæðunum í Tyrklandi á dögunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þessi upptalning er sönnun þess að fólk er andsetið og heilaþvegið af yfirvöldum, ef þessar tölur eru marktækar, ef fólk er ekki að gera sér upp skoðanir, vitandi það að fyrirtækið sem spyr er með leiðandi spurningar, fólk sem svarar að spyrjandinn er vinstrisinnaður eins og RÚV og fleiri á því sviði, er að leita eftir þessum röngu svörum.

Stór hluti af svörum í svona könnunum er ómarktækur, ef spurningar eru leiðandi og trend eru í samfélaginu. Það sem kemur fram í þessari könnun er það sem RÚV hefur kallað fram í 30 ár eða meira, og þetta eru því YFIRBORÐSSKOÐANIR, pólitískur rétttrúnaður, að minnsta kosti helmingurinn af þeim sem svara svona vita betur og eru að segja þetta til að hlýða pólitískum rétttrúnaði.

Þetta með Miðflokkinn byrjaði 2014 til 2016, þegar kommarnir sáu að hann (Sigmundur Davíð) framkvæmdi það sem þá dreymdi um, og öfunduðust útí hann þessvegna og ákváðu að fella hann.

Aðrar tölur eru líka skakkar, niðurstaða hatursáróðurs í RÚV og Fréttablaðinu og slíkum marxistainnrætingarmiðstöðvum.

Annars er dánardagur Giordano Brunos í dag. Spámenn og vísindamenn voru hataðir á hans tíð, enn eitt dæmi um það hvernig elítan getur búið til óvini úr þarflegu fólki og merkilegra en hún tilheyrir sjálf.

Ingólfur Sigurðsson, 17.2.2023 kl. 23:25

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ah, hetjan Giordano Bruno; höfundur heimsmyndar samtímans, og fólkið sem trúir þessari heimsmynd veit ekki hver hann var eða úr hverju hann dó. Ekki gleyma hvernig úrtökin eru gerð ;) .

Bestu kveðjur Ingólfur.

Guðjón E. Hreinberg, 17.2.2023 kl. 23:40

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Guðjón, -þetta er sláandi og aldeilis stórmerkilegt að svona könnun skuli hafa verið gerð og birt.

Það er óþægilegt að tikka í svona mörg box og afleitt að vera loftslagsafneitunnarsinni, hvað sem það nú er, á sennilega að ganga  samsæriskenningasinna næst.

Almenningur hatar: þjóðernissinna, almenningur hatar: loftslagsafneitursinna, almenningur hatar: andstæðinga þungunarrofs, almenningur hatar: andstæðinga bólusetninga.

Orðavalið í niðurstöðunni segir allt sem segja þarf um fyrirspyrjandann, og niðurstaðan sýnir vel hvaða árangri fjölmiðlar styrktir af stjórnvöldum hafa náð í að heilaþvo fólk.

Rétt er að hafa í huga að almenningur í þýskalandi nasismans hataði gyðinga og kommúnista á tímum þriðja ríkisins, þó svo að fæstir hafi kannast við það eftir árið 1945.

Já ekki gleyma hvernig úrtökin eru gerð.

Magnús Sigurðsson, 18.2.2023 kl. 02:11

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir svarið Guðjón. Áhuginn á Brúnó er eitt af því sem við eigum sameiginlegt. 

Það er svo margt sem þú fjallar vel um. Er hægt að panta pistil um þetta, að útlista betur hvað þú átt við í svarinu? Ég er sammála þér að mörgu leyti og er ánægður með að þú gerir honum hátt undir höfði... "höfundur heimsmyndar samtímans", en ég tel mig þekkja þig það vel að þú sért með neikvæðum formerkjum að eigna honum þetta - eða hvað?

Sko, það sem er rétt hjá þér við þetta er að hann er vissulega gríðarleg fyrirmynd og frumkvöðull á mörgum sviðum, en pössum okkur á því að fordæma hann ekki ef hann á það ekki skilið. Ég hef lesið verk hans eitthvað. 

Ég held að þú sért hreinlega mjög líkur honum sem heimspekingur sjálfur. Samkvæmt því sem ég las eftir hann þá afneitaði hann ekki guðdómnum, að skapari væri til. Hann afneitaði þrenningarkenningunni, að Jesús Kristur væri hinn eini sanni frelsari, sonur guðs, sjálfur guð og hann afneitaði eilífri refsingu og útskúfun eins og kirkjan á hans tíma boðaði. 

Hann afneitaði því ekki að til væri skapari og að Guð væri til, notar oft slíkt guðshugtak í bókum sínum. Hann hinsvegar gagnrýndi samtíma sinn og taldi lítinn sem engan heilagleika í honum.

Jesús Kristur var krossfestur fyrir að fara á móti veraldlegum yfirvöldum og telja sig Guðs son, þannig að örlög þeirra beggja voru þau sömu. 

Það var fólkið sem stytti líf þeirra, fólkið sem þeir báðir hjálpuðu.

Það væri gaman að þú færir dýpra í þetta sjálfur og það væri gaman að lesa það.

Takk fyrir og beztu kveðjur. 

P.S. 

Magnús, gott innlegg, eins og nýlegir pistlar frá þér. Þú ert orðinn einn af fáum sem þora að segja sannleikann um margt sem mætti betur fara í samfélaginu.

Almenningur á ekki að vera leiddur áfram, heldur frjáls og sjálfstæður. 

Launin úr guðsríkinu vaxtast og verða betri með tímanum. Launin úr heimsríkinu breytast í andhverfu sína.

Ingólfur Sigurðsson, 18.2.2023 kl. 04:23

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stór galli á svarmöguleika:

    • Andstæðingar bólusetninga.

    Hvaða "bólusetninga"? Hér er enginn greinarmunur gerður.

    Ég er til dæmis ekkert á móti hefðbundnum bólusetningum sem hafa sannað gildi sitt þó ég hafi efasemdir um hraðsoðin líftæknilyf á tilraunastigi. Er ég þá hataður? Könnunin veitir engin svör við því.

    Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2023 kl. 16:18

    6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

    Bestu kveðjur piltar, og takk fyrir góð innlegg. Ingólfur þú biður ekki um lítið, að maður velti sér upp úr meistara Brúnó :) ég hef ekki sett mig inn í fræði hans, ekki nægilega til að tjá mig um þau, en ég lofa þér að gera þeim skil ef ég sný mér að þeim. Háðið í athugasemdinni var mjög einfalt; gríslíngar samtímans sem vita verðmiða alls og verðgildis einskis, telja sig þess umkomin að ritskoða okkur fyrir það hvernig þau skilja vísindin sem þau sjálf vita ekkert um né hver tók steinvöluna úr stíflunni og hleypti hinni uppnefndu Endurreisn af stað.

    Guðjón E. Hreinberg, 18.2.2023 kl. 21:20

    7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

    ... og beita síðan sömu sálfræði og uppskriftum og þeir sem ritskoðuðu Brúnó.

    Ekkert þeirra virðist hins vegar hafa rannsakað alla þá menningar- og vísindaheima sem til hafa verið á jörðinni og mælanlega voru í það minnsta jafn langt komin og við erum í dag; og hrundu með sama skelli og við erum að fá, svo hressilega að enginn man þau þjóðfélög í dag, nema fjölæringar.

    Guðjón E. Hreinberg, 18.2.2023 kl. 21:21

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband