Faðirvorið, fyrirmyndarbænin; fékk Jósúa að láni úr Talmúdinum

Án gríns, Faðirvorið er gömul rabbínabæn. Fátt er jafn fráhrindandi og standa í Míþrasarmusteri fólks sem hefur verið talið trú um að það sé Kristið, og heyra það tuldra þessa bæn í hálfum hljóðum eins og einhverja galdraþulu, eins og þung dumbungsalda á strönd dáleiddrar vitundar.

Ekki misskilja mig, ég elska þessa bæn, hvert orð í henni hefur þunga og hver setning vægi.

EN.

Bjóddu Skaparanum góðan dag, áður en þú býður sköpunarverkinu góðan dag. Ef þú biður einhvers umfram þetta, biddu að óskir Skaparans verði vilji allra manna.
 
Þetta er það eina sem við þurfum.
 
Eini sannleikurinn sem ég nenni að ræða.
 
Ekki þar fyrir. Hefurðu farið upp á fjallstopp í aprílkulda (gluggasól) rifið af þér fötin, teygt hendur mót sólu, og þakkað Guði fyrir útsýnið, beðið hann að staðfæra (Manifest) sig í þínu lífi?
 
Það er líka kúl.
 
Sumt fólk hefur gert þetta.
 
En varastu slíkan gjörning, því ef þú meinar hann ekki snýst það við í örlögum þínum; því þegar Guð kallar þig, og þú meintir það ekki að þú værir til reiðu, hvað segir þú þá?
 
Hvað viltu?
 
Spjall á ensku, þann 11. feb: "Will:"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband