Mánudagur, 13. febrúar 2023
Vandi íhalds og styrkur fjölæris
Það er mun algengara að þú finnir Fjölæringa meðal Íhaldsmanna en þó ekki algilt. Munum að félagshyggja (Socialism) er ekki einskorðað við Kommúnisma eða Marxisma og til er fjöldi Íhaldsmanna sem eru Marxistar.
Hægt væri að gera Venn myndrit (Venn-diagram) fyrir hvernig mismunandi hyggjur (Isms) geta skarast. En við ætlum að hafa þetta einfalt.
Upp úr 1920 þegar hópsálar vitund (Collective Consciousness) sveigðist yfir til Sósíalismans - en ég nefni það oft Serafim sósíalismans í myndskeiðum - smitaði sú vitund sér inn í nærfellt allar hyggjur í stjórnmálum og samfélagsmálum í heiminum.
Á þessum tíma t.d. sameinuðust Frjálshyggjuflokkur og Íhaldsflokkur í einn; og tóku menn í báðum flokkum lítið mark á leiðtoga Íhaldsmanna - Jóni Þorlákssyni forsætisráðherra - þar sem hann rökstuddi mjög vandlega, byggt á þrautreyndum "Edmund Burke" tengdum rökfærslum, að þetta myndi verða Íslenskri menningu skeinuhætt.
Rök hans hafa á síðustu tveim áratugum sannað sig fullkomlega.
Á þessum tíma, árin 1910 til 1930, mótast hugtakið hægri og vinstri til fulls, Vissulega voru hugtökin til fyrir, og höfðu verið vinsæl í Frakklandi í lok átjándu aldar, en þau höfðu ekki fest sig í sessi í vitundarástandi meginþorra fólks.
Ef litið er yfir sögu félagshyggju og frjálshyggju síðustu hundrað árin, sjáum við að fólk hefur staðsett sig á þrem punktum, eins og á útdreginni reglustiku*. Vinstri félagshyggja, Miðju félagshyggja og Hægri félagshyggja.
Samtímis þessu fjaraði út merkingarfræðilegur skilningur á flestum þeim hugtökum sem nota má til að aðgreina hvaða hyggju (eða isma) hver og einn aðhyllist, eða notar til að hjúpa orðræðu sína og skoðanir, eða staðsetja sig t.d. í flokk eða fylkingu.
Hér má minna á að Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands bókstaflega hvetur til að þingmenn séu kosnir einstaklingskjöri en ekki sem nafn á lista einhvers matseðils úr félagshyggjuflokkum. Ennfremur að hún bókstaflega fyrirskipar að Forseti setji ríkisstjórnina og að forsætisráðherra sé ekki embætti heldur sá ráðherra sem er staðgengill forseta þegar hann er t.d. í erlendri heimsókn, veikur, eða annarsvegar fyrirkallaður. Stjórnarskráin gerir skýran greinarmun á löggjafar- og framkvæmdavaldi, og leyfir ráðherrum að sitja þingfundi.**
Þessi stjórnarskrá hefur aldrei verið notuð til að setja löglega ríkisstjórn og hugsanlega ekki löggilt þing.
Ennfremur er stór vankantur á að hún skilgreinir ekki og afmarkar hvað dómsvaldið sé, sem merkir að hver sem er getur skipað dómstóla, og að þingheimur eða ríkisstjórn hefur ekkert löggilt umboð til að setja dómstóla eða dómara (og ætti hvort eð er ekki að hafa það).
Hér hefur í reynd ekki verið til nein siðmenning síðan 1944, en alls ekki síðan í febrúar 2021.
Hefði Íhaldsflokkurinn 1920 tekið mark á Jóni Þorlákssyni og sleppt því að búa til Ósjálfstæðaflokkinn sem kallar sig Sjálfstæðisflokkinn, þá er von, ekki vissa heldur von, til þess að fólk hérlendis hefði haldið í merkingarfræðilegan skilning, frekar en félagslegan samhljóm (Consensus): Þá er hugsanlegt, þó ólíklegt sé, að almenningur á Íslandi hefði séð í gegnum þá stórfenglegu blekkingu sem Hersetumafían (ÍsQuislíngar) sviðsetti vorið 1944 þegar fólk kaus það sem það hélt að það væri að kjósa en var aðeins spuni.
Aðal atriðið er þetta;
Sértu hægra-megin og hafir talið þér trú um að vinstri slagsíða Ósjálfstæðaflokksins muni breytast og hann verði aftur Sjálfstæðisflokkur bæði Íhaldssamra og Frjálslyndra; þá lifir þú í sjálfsblekkingu.
Það er ekki eina vonin, en fljótt á litið sterkasta vonin, til að hægt verði að taka slagsíðuna af skútunni, sú að endurreisa Íhaldsstefnuna, ef ekki í flokksstarfsemi sem Íhaldsflokkurinn, þá í það minnsta sem grasrótarfélag eða Íhaldsfélag. Þannig sé einbeitt efld gildisrík orðræða, með dugandi fundastarfsemi, hljóðvörpum og nethópum, svo menningarsamræða verði aftur að íþrótt á Íslandi.
Annars heldur lýðskrum vinstri-öfga áfram geldingar- og niðurrifsstarfsemi sinni, sem nota bene er stjórnarskrárbrot, þar til allt hérlendis er hrunið og þá umframdauðsföll dagsins í dag sætur ilmur í samanburði.
Ég minntist fyrr á fjölærið (Perennialism).
Það er ekki langt síðan hlustun á snillinginn Charles Upton opnaði augu mín fyrir fjölærishyggju (sem vafasamt er að nefna hyggju). Ég er þannig séð ungur fjölæringur. Í fáeinar vikur velti ég þessu fyrir mér á ýmsar hliðar, hvort stjórnmál og menningarsamræða næstu aldar væri betur falið undir þessu merki.
Ég gekk svo langt að kaupa lén fyrir hugleiðingar þessu tengdu - perennialist.info. Eftir því sem blómknappurinn opnaði sig fyrir býflugunum, snéri sér til sólar, og nærðist á því sem ræturnar teygðu sig eftir í grýttri moldinni; sá ég að fjölæringurinn er ekki hópsál. Hann er villijurtin sem aðrar jurtir miða sig við, sumar úr fjarlægð, aðrar úr nálægð. Hann er ávallt fyrir utan girðinguna þegar hann getur, en aldrei úr sjónfæri. Hann er kjölfestan á bátnum, og því það síðasta sem þú tekur eftir þegar þú horfir á báta og skip, en það fyrsta sem þú finnur að vantar ef hann er ritskoðaður burt.
Það voru fjölæringar sem reistu Rússland og austur Evrópu við, eftir að Marxisminn rústaði þessum svæðum, en þeir tóku ekki við sér fyrr en hægri- og vinstri vargar vestrænna sósíalista rúðu* Rússland inn úr skinninu í heilan áratug. Það er þeirra styrkur sem veldur því að Evrópa og Norður-Ameríka eru nú smátungl að hringsóla umhverfis þungavigtina í Evrasíu.
Þess vegna er ég ekki viss með að endurreist Íhalds orðræða - sem þjálfi sig í að svara sósíalista-þvættingi og skyldri froðu - sé besta leiðin til að endurreisa siðmenningu. Ég veit að fjölæris orðræður eru kjölfestan og einnig snærið í flugdrekanum. Ég veit einnig að áttunda sýnin er óbirt, og ég bíð hennar með óþreyju, því hún verður eins og fersk lind í eyðimörk.
Ef þú lítur til Bandaríkjanna þá sérðu þetta gerast. Alþýðuflokkurinn og Lýðveldisflokkurinn eru báðir orðnir að myndastyttum, og milli þeirra beggja er MAGA hreyfingin (sem í dag er leidd af þremur mályrkjum, DeSantis, Trump og Bannon).
Ég hef lengi búist við því að MAGA flokkurinn verði stofnaður, EN, það er enginn vafi á að þessi hreyfing er samsett úr bæði Alþýðu- og Lýðveldisflokks fólki. Fólki sem ofbýður Marxisminn sem hefur yfirtekið vestræna menningu og nær allsstaðar lagt niður vestræna siðmenningu.
Hérlendis er stór hópur sem hefur staðsett sig íhaldsmegin, margir þeirra eru áberandi hér á blog.is, margir þeirra heyrast einnig við hljóðnema Útvarps Sögu, einn sem er atkvæðamikill (og lýðsæll) notar Facebook svo til eingöngu. Allir eru þeir lúpulega bíðandi þess að fyrrgreind vinstri slagsíða rétti sig af.
Ég gagnrýndi nýverið í myndskeiði, hvernig hluti þessa hóps hittist í bæjarfélagi hér á landi, fyrir fáeinum vikum, þar sem þeir kepptust við að klappa hver öðrum upp á bak og strákslega rífa nærhaldið hver á öðrum upp úr buxnastrengnum í athugasemdakerfum næstu vikuna á eftir, eins og fallega greidd og nýklippt nýelíta. Sumir þeirra eru reyndar í ný-elítu Antivismans, og einn þeirra, lögspekingurinn, féll með látum í síðustu viku þegar ístöðuleysi hans varð öllum augljóst.
Meðan íhaldsmenn eru gungur sem læðast með veggjum og svara fyrir sig með rökum þegar nær væri að rífa orðspjótið úr lúkunum á mannskröttum lýðskrumsins (Demagogue), og móta þannig lýðsældina (Populist), verður hér aðeins fullt af tvífættum og örmerktum manngreyjum.
Ég held að málfundafélag, sem hleypir öllum að, líka samsæriskennurum, sé eitthað sem vantar, en ef það er ekki undir nafni Íhaldsins sé það tilgangslaust. Því miður efast ég um að eitthvað í þessa átt verði til hér, en hver veit.
Hverju sem líður. Vegamótin sem opnuðust á stígnum haustið 2019, eru að lokast.
Það gefur auga leið, að ég hætti hér með að vera eini Íhaldsmaður Íslands, og gerist Fjölæringur (auk Eingyðishyggjunnar) eingöngu. Íhaldsgungur þora þá frekar að rotta sig saman, ef enginn ónefndur er að þvælast nærri sviðinu.
* Ég kann að hand-rýja kindur, en ekki að beygja rúnings hugtakið.
* Fyrir fáeinum mánuðum minntist ég öðru hvoru á, bæði í upptökum og texta, að Evklíðsk lína er útdregið (Abstract) fyrirbæri, og því ekki til, auk þess sem tilvera hennar krefst tvívíðs rýmis (Two dimensional realm), en okkar rými hefur ekkert sem er beint í þeim skilningi sem Evklíðsk lína krefst. Nýverið opnaði ég fyrir RÚV, af hreinni [samfellu]tilviljun og heyrði þar einn helsta öfga-vinstri femínista Íslands á síðustu öld, taka fram þetta sama (í viðtali); að hin beina lína er ekki til, heldur sé hún abstract hugtak. Ég er enn að jafna mig eftir að hafa heyrt Marxista hafa sagt eitthvað sem er rétt. Andartaki síðar bjó hún til vinstri-áróður úr þessu. Efnishyggjufólk, er einmitt upptekið við að troða margvíðu rými veruleikans (sem aldrei verður skilgreindur), inn í Evklíðskan heim.
** Sturla Jónsson svo til á þessa skilgreiningu, sem hann sannaði eftirminnilega í þingkosningum 2013 og forsetakosningum 2016. Enginn Íslendingur hefur afsökun fyrir siðrofi sínu.
Myndir í safnið:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.