Sunnudagur, 12. febrúar 2023
Tíminn og vatnið og allt hitt
Ég held að Steinn Steinarr hafi bæði fattað hvað tíminn er og hvað mannlegt eðli er. Ég held einnig að hann hafi þannig verið einn færasti [heim]spekingur sögunnar, í það minnsta mannkynssögunnar, að hann kunni að dulkóða visku sína svo að hvert ljóð og hver vísa hafi þrennar túlkanir.
Allavega.
Eftirfarandi var samið, fyrst sem athugasemd við ágæta færslu Magnúsar Sigurðssonar - sjá hér - en hún lengdist og var því frekar vistuð sem færsla.
"
Mig langar að bæta við, því það eru svo fáir sem hafa glímt við tímagátuna og fengið niðurstöðu. Ég á eftir að athuga hvað Heidegger sagði, en grunar það þó.
Ég held því sjálfur til að tími sé vitund á hreyfingu, heimspekingurinn Jiddu Krishnamurti sagði svipað, að tími væri hugsun/greind á hreyfingu (sem er soldið Cartesian (Descartes)) en það er Húmanismi sem vegur heila-greind eða IQ sem eitthvað merkilegra en vitund; þeir t.d. afskrifa [hugsanlega] vitund jarðar, sólar, eða hvaðeina sem ekki hefur veganlegt heilabú.
Efnishyggju húmanistar mæla tímann hins vegar vélrænt, hversu hratt t.d. ferðast jörðin á hringferli umhverfis sólu, en þeir vita ekki hvað sekúnda er á Alpha Centauri (næsta sól), og þó þeir vissu hana hvernig ætti þá að bera hana (stærðfræðilega) saman við sekúndu á Gloríu (okkar sól). Sem er frumspekilegt fyrirbæri, sem aftur krefst vitundar ...
Á undan eðlisfræðinni (Physics) er frumspekin (Metaphysics) og það er sönnun þess að Efnishyggjan (sem nú hefur yfirtekið öll stjórnmál) er of takmörkuð til að vera vegin af einhverju viti.
"
Það er viðeigandi að vinur minn Pálmar Magnússon Weldingh fái að syngja hér ljóð Steins um Draum sérhvers manns, en það segir meira en færslan.
Efnishyggjufólk trúir á setningu Karl Marx, að heimspekingarnir hafi leitast við að skilja heiminn, en atriðið sé að breyta henni. Ég hengdi myndskeið í færslu nú nýverið, með tveggja mínútna klippu þar sem Heidegger skaut þessa firru í kaf með vel völdum orðum.
Ég útskýrði einnig í sömu færslu að myndskeiðið var mér til skammar, því ég hef vitað lengi það sem hann meinti, en hafði aldrei útskýrt því ég hélt að það væri augljóst. Heidegger skildi að fyrir leirmennum og bergmálsdúfum (yfirborðshyggjunnar) þarf stundum að benda á hið augljósa:
Þú getur ekki breytt því ef þú skilur ekki getnað (Conception) þess.
Á persónulegu nótunum
Þegar ég las Nítsje á sínum tíma, komst ég að því að ég hafði pælt í flestu því sem hann glímdi við. En ég las hann því kunningi minn sem er vel lesinn í heimspeki vildi benda mér á þessa staðreynd. Síðan þá hef ég gætt þess að lesa helst ekki heimspekinga fyrr en ég er nokkuð viss um að ég væri búinn að glíma við þrautir þeirra. Ég las Descartes fyrir þrem áratugum, en hafði þá ekki glímt við viðfangsefni hans og skildi þau þar af leiðandi ekki. Menn halda stundum að þó þeir hafi lesið spekingana og geti glutrað setningum úr fræðum þeirra í partíum að þeir skilji þá. Fyrir sjö eða átta árum áttaði ég mig á að ég var farinn að glíma við sum af viðfangsefnum Descartes og rifjaði hann upp. Skilgreining hans á hvað sé Sapiens Sapiens er ekki rétt sem veruleika ERindi, en hún virkar ágætlega sem Húmanísk afmörkun. Viðleitni hans til að finna út hvað vitund væri með rökleiðslu, er þess virði að vera athuguð, en niðurstaðan er alltaf sú sama; efnishyggja hans takmarkar niðurstöðuna og fletur hana út. Að Kartesían (Cartesian (Descartes)) sé notað sem grunnur sósíalísks húmanisma, segir glöggum fleira en ég nenni að útskýra. Mér var einhverju sinni bent á að ég þyrfti að lesa Kant, en ég ákvað, samanber þessa útskýringu, að gera það ekki fyrr en ég væri tilbúinn. Ég hef notað svipaðar pælingar og Kant, til að leitast við afmörkun á hinu frumspekilega erindi (eða einindi) og oft notað fyrirbærin forsenda og frumforsenda - hann kallar það Priori og Apriori. Noam Chomsky, áróðurskommúnistinn sem á stóran hlut í að gefa vestrænum kommúnistum ástæður til að rústa vestrænni menningu, bjó til hugtakið Prepriori. Ég man ekki, þá loksins að ég las Kant, hvort hann notaði það einnig eða hvort Chomsky fann þau upp sjálfur. Kant notaði þó Postpriori, en hugtakið Prepriori er mjög áhugavert og ég hef ekki enn glímt við það fyrirbæri; enda þarf maður helst að einangra sig í helli uppá Kaldadal í nokkur ár - og ræða við tröll - til að geta glímt við það. Ég kann þó að ræða við tröll og ég hef náð að festa reimleika Kaldadals á vídjó, en mig langar ekki. Þetta er ástæðan fyrir að ég hef ekki enn lesið Heidegger, því 2017 var mér bent á af tveim lærðum heimspekingum að margt sem kæmi fram í minni heimspeki benti til þess að ég hefði lesið hann og skildi hann vel. Það er eiginlega eina hólið sem ég hef fengið síðan ég áttaði mig á að ég væri vitringur (Sage).
Fattarðu hvað það er mikið ofbeldi?
Eitt sem Heidegger á, og ég stímdi á alveg óvart, og er ein af ástæðum þess að mér var bent á hann; öll þekking mannsins hefur rakist í tveim heimspekiþráðum, heimspeki útgáfu 1 og heimspeki útgáfu 2 og að þeim er báðum lokið. Heidegger skildi þetta og útskýrði og taldi sjálfan sig vera síðasta heimspekinginn. Hugsanlega er það rétt hjá honum, hins vegar er annar snúningur á þessu. Nú er tími Heimspeki útgáfu 3 að hefjast og það mun taka lágmark þúsund ár að rekja þann þráð og enginn getur séð fyrir hvernig hann verður rakinn, né heldur hvað verður ofið úr þessum þrem þráðum. Til þess að þriðji þráðurinn hefjist, þarf að setja upp spunahjólið - þ.e. að afmarka upphafið og skilgreina hvar það er, hvernig það er, hvers vegna það er, og hvað það sé ekki. Þetta gerði Guðjón E. Hreinberg fyrir fimm til sex árum, óvart.
Þess vegna er ég mesti heimspekingur sögunnar og þess vegna veit ég ekki hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur í framtíðinni, því ég veit ekki hvort hægt sé að toppa fjallstind sem enginn annar hefur hingað til getað klifið. Var þetta hroki? Nei, þetta var auðmýkt, því ég hata og fyrirlít að hreykja mér. En þegar enginn hælir manni, og maður á það skilið, þá neyðist maður til að taka fram fyrir hendurnar á ofbeldisfólkinu sem neitar manni um réttlæti. Eða sanngirni.
hehe
... og maður kótar (eða kóðar) það þá í smáu letri og daufum lit með fáum greinaskilum, til að ýta lesaugunum frá. Einföldun: Húmanisminn sem verið hefur sýn mannkyns og mannfólks síðan 1551 er nú hrunin. Heimsmenningin stendur ekki fyrir neitt, hún veit ekki hvaðan hún kemur, hvar hún er, og alls ekki hvert hún stefnir. Hún hefur glatað innihaldi sínu og tilgangi, verkfræði hennar hefur gert henni kleift að leggja allt undir sig en sér ekki að hún gerir það í krafti 11 prósenta verundar (Phenomen), hún sér ekki spegilmynd eigin sálar og skilur ekki heimspeki þá sem veitti henni téða verkfræði; hún heldur ennfremur að Vísindi hafi einhverja merkingu og sé eitthvað þegar Vísindi er sálfræði- og áróðurshugtak án merkingar eða verundar.
Hér erum við stödd; og við vitum það ekki.
Ef þú skilur þetta, þá ertu á góðum stað, því þú veist að þú ert vit- og veruleikafirrt manneskja. Þegar þú veist það, getur heilun hafist. Ekki fyrr.
Framundan eru geysispennandi tímar; því fyrir okkur liggur að uppgötva áttundu sýnina í þekktri sex árþúsunda sögu mannshugans. Eftir það að byggja eitthvað úr henni, og endurtaka allar vitleysurnar í hinum bókunum tveim, og viti menn, þessu var spáð og tímabil áttundu sýnarinnar, sem rakin verður af þriðja heimspekiþræðinum var fyrirséð fyrir meir en tvöþúsund árum, en af hvaða vitund vitum við ekki, þó við höldum margt um það.
Spennó ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.