Þriðjudagur, 24. janúar 2023
Sósíalískur húmanismi í hnotskurn
Á meðan Vændi er ekki lögverndað starfsheiti eða starfsmenntagrein framhaldsskóla, með tilheyrandi lagavernd t.d. löggæslu og heilbrigðisþjónustu; býrð þú í Hræsnararíki sem mun brátt ritskoða allt sem þú segir og ritar.
Einföldun; þú hefur hvorki mannréttindi kommúnistanna né borgararéttindi vestrænnar hefðar. Þú ert þræll með ráðningarsamning, lánasamning og fasteignagjöld. Þú mátt ferðast til Íslendingaþorpsins Tene, það er frelsi því aðeins að þú sért sprautufíkill Félagsríkisins.
Ef þú trúir að Kynvilla sé ekki geðveila, er ADHD það ekki heldur og [áfengis]fíkn ekki heldur. Ef þú heldur að það sé hatursegð að skilgreina eitthvað sem geðveilu, ertu sprautufíkill dáinnar menningar. Minni þig á að Húmanísk læknisfræði getur hvorki læknað né heilað neina geðsjúkdóma.
Þú getur lifað með geðblæ (Psychosis) og er það því hatur af hálfu akademíu og ríkis að rangnefna geðveilur og stimpla þær náttúrulegar.
Rétt eins og það að banni Ríkið þér gagnrýni á Zíonisma og uppnefni sem gyðingahatur eða gyðinganíð (Abuse), þá er ríkið sjálft sekt um gyðingahatur, því Zíonistar eru aðeins fjórðungsbrot af Júðisma og hinir þrír fjórðu Júða sem út af standa gagnrýna sjálfir Zíonisma fyrir auðkennisþjófnað (Identity theft).
Fyrri hluta lýkur.
Síðari hluti er fyrir Fjölæringa (Perennialist), eingöngu.
Um [Þráttunar- og Frumspeki-] Efnishyggju fyrir lengra komna.
Ég hef nokkrum sinnum bent á að yfirborðs- og bókstafshyggjufólk, eru þeir sem aðhyllast Efnishyggju, en hún einskorðast ekki við Marxisma eingöngu, heldur geta frumspekingar einnig verið efnishyggjusinnaðir. Geri ég þar engan greinarmun á bókstafstrú Wikipedia eða Ritninga.
Til að mynda eru Ayatollar Írans og Wahabistar Saudí-Arabíu yfirborðs- og bókstafshyggju kverúlantar, annar hópurinn aðhyllist Shíja og hinn Súnní, sem eru sósíalísk efnishyggju-afbrigði af Íslam.
Í raun eru fáir Múslímar sem taka Shíja og Súnní alvarlega, samanber samræður við Yemenskan múslíma sem ég hitti í sundlaugunum í fyrra. Þegar ég spurði hann hvort hann væri Shíja eða Súnní, leit hann í skýin, síðan til hliðar, og sagði svo, þeir eru ekki Múslímar, því þetta er pólitík og hún heyjar stríð gegn hvor öðrum, en Múslímar heyja ekki ófrið gegn hvor öðrum, né heldur gegn Kristnum eða Júðskum.
Þetta er rétt, hafir þú lesið Kóraninn, því Múhameð bannaði ófrið milli þessara þriggja trúarbragða, og gegn öðrum eingyðistrúm. Þá er vert að minnast á að ágreiningur Shíja og Súnní snýst um túlkun þeirra á hugtakinu arftaki Spámannsins, sem er rangsnúningur og Satanismi, því enginn mannlegur máttur eða túlkun getur afmarkað arftaka Spámanns í Eingyðistrúnni, nema sá sem í hlut á og þá samkvæmt tilmælum Skaparans sjálfs.
Einu Spámenn Guðs sem skipað hafa arftaka, eru Móse og Elíja, en báðir fengu tilmæli frá Guði um að velja sér arftaka og ábendingu um hver hann ætti að vera og hvernig hann skyldi þjálfaður, en arftakar þeirra voru Jósúa Núnsson og Elísa Safatsson.
Þó ýmsir efnishyggjutrúðar og rangsnúendur komist í heimsfréttirnar, segir það ekkert um Íslam, en heilmikið um þá sem stjórna heimsmálunum, og enn meira um þá sem ekki sjá í gegnum vélabrögð áróðurs og þjóðfélagsverkfræði
Þá gleymir fólk iðulega að um það bil eittþúsundogsexhundruð milljón manns aðhyllast þessa trú, og er það fólk mun umburðarlyndara og víðsýnna en Húmanistabörnin sem aðhyllast áróðursmiðla.
Þetta merkir að til er frumspekileg efnishyggja og sé orðræða ýmissa hópa s.s. Fasista Mússólínis og Hitlers eða Fjórðu-stjórnmálastefnu Dúgins, sést vel hvernig félagslega sinnuð frumspeki getur vafið sig í þráttunarsegð (Dialectic).
Marxismi er skilgreindur sem Þráttunar-efnishyggja (Dialectical Materialism) en Fasismi (og aðrar skyldar hyggjur) er Frumspeki-efnishyggja (Metaphysical Materialism). Fólk áttar sig ekki á í þessu samhengi að frumspekileg umræða getur verið yfirborðskennd og bókstafstrúar þó viðfangsefni hennar sé af frumspekilegum toga og jafnvel dulspekilegum (Mystical).
Það er hér sem sindrið í ellefta kafla Opinberunar Jóhannesar skýrist, tvenn heimsátök Marxista og Fasista, þar sem blóðið rennur í stríðum straumum. Fyrri styrjöldin sem lauk fyrir tveim kynslóðum og sú síðari sem nú er að hefjast.
Efnishyggju Kristnir sjá þetta ekki, því þeir taka ekki eftir við lestur kaflans, að spámennirnir tveir sem þar berast á banaspjótum eru ekki spámenn Guðs. Enda hefði það verið tekið fram. Eins taka þeir ekki eftir að skilaboð Erkiengilsins Mikaels, til engla safnaðanna sjö í Asíu, eru til sjö ljósengla en ekki til kristinna safnaða. Þá vilja ekki Kristíanistar viðurkenna að Kristni var ekki til fyrr en 325 AD þegar Konstantín (Schwab) mikli, keisari og ofurfrímúr, stofnaði hana úr Míþraískri messugjörð og Guðfræði, með fortjaldi úr sögunni af Jósúa Maríusyni.
Þetta merkir að Mikael var augljóslega að ámælast við heimssýnir, og vitund þeirra, en ekki söfnuði afmarkaðs trúarkerfis. {sjá logsotal.com - seven angels}
Glöggir sjá í gegnum að hefði "The Great Roman Reset" verið alvöru, hefði ekki þurft fjögur fagnaðarerindi (Gospel) rétt eins og þú þarft ekki fjórar Daníelsbækur eða Jobsbækur. Þessi þjóðfélagsverkfræði seldi fólki Postullega ríkið, sem síðan hjúpaði sig sem Rómverska ofur-heimsveldið, sem stóð til 1551.
Glöggir sjá ennfremur að Skólaspeki heilags Ágústínusar og Aristotelesar, smíðaði hráefnið sem Húmanisminn var síðan soðinn upp úr.
Tökum nú snúning á þessu öllu saman.
Allt sem þú veist um frumspeki, dulspeki, menningu, mannkynssögu, þjóðir, heimspeki, og aðrar túlkanir á tilveru mann-kyns, kemur frá tveim skólum. Í fyrstu frá bókasöfnum heilags Benedikts, sem einn varðveitti öll bókasöfn í tólf aldir! Síðan frá Anglican Húmanisma sem hefur barist fyrir og náð yfirráðum yfir ritskoðun Akademískra bókasafna Húmanismans.
Frá 1551 til 1919 var stigsmunur á Austurrískum og Anglískum Húmanisma, og stundum togstreita þar á milli, en síðan 1920 hefur Anglican Húmanismi verið ráðandi. Ekki gleyma í þessu samhengi að Karl Marx var þýskur maður, sem var vígður í frímúra launhelgar í Englandi og eyddi megninu af sinni starfsævi í London. Eins og allir vita eyddi hann helmingi þess tíma í Breska stórsafninu (British Museum).
Þetta merkir að allt sem þú veist um vísindi og sögu, er aðeins ellefu prósent af því sem hægt er að rannsaka, og þessi ellefu prósent eru í besta falli rangsnúningur. Í ritgerð minni, Húmanistadulspeki, sem ég gaf út í júlí 2020, er mér tíðrætt um Elleftukenningu Karl Marx, án þess að fara dýpra í hvað hún er eða hvað hún segir.
Í ritgerðinni tek ég Elleftukenningu Marx fyrir, því síðustu átta áratugi hafa þjóðfélagsverkfræðingar vesturlanda, sem aðhyllast Marxisma og eru í dag ráðandi bæði í Akademíu og Stjórnmálum vesturlanda, gert sér mikinn mat úr kenningunni og gefið út skýrslur, ritgerðir, ályktanir og þykkar bækur, á grundvelli hennar.
Sem dæmi má benda á grein á Wikipedia - en sé borin saman kenningin sjálf, og efnið um kenninguna, sést vel mælanlegt dæmi um hvernig Marxistar búa til flókinn texta með löngum orðum um ekki neitt, sem síðan er selt í einföldum frösum:
https://en.wikipedia.org/wiki/Theses_on_Feuerbach
Kenningin er þannig á ensku: "Philosophers have hitherto only interpreted the world in various ways; the point is to change it." Lauslega þýtt þannig: Heimspekingar hafa hingað til túlkað veröldina á ýmsan máta, en aðalatriðið er að breyta henni.
Ég minni þig á að Efnishyggja sér bara 6 prósent af ljósi, heyrir bara 4 prósent af hljóði og snertir bara 1 prósent af efni því 99,99 prósent Atóma eru tómarúm; þetta gerir 11 prósent. Þá er ennfremur mælanlegt að Efnishyggjufólk er sjaldan meira en ellefu prósent af hópnum, en þegar það nær alræðisvaldi, rústar það menningunni og ekki er hægt að pæla valdið úr höndum þerra nema siðmenningin hrynji. Þetta er mælanlegt.
Ef þú tekur fyrir sagnfræðitúlkun og vísindatúlkun og þjóðfélagstúlkun Marxista (og frumspekilegra efnishyggjenda einnig) rekstu á að þeir velja einmitt ellefu prósent sögunnar og vísindanna sem þeim hentar, til að búa til þá hugmyndafræði sem þeim hentar til að útskýra afmyndanir þeirra og rangsnúning á menningu og siðfræði.
Sé þeim bent á þetta, að 89 prósent vantar, er skellt upp ritskoðun og ofsóknum á þá sem voga sér að benda á rekjanlega þræði raunsæis. Ísland er einmitt statt hér í núinu, en það er þó utan efnistaka.
Púnkturinn í öllu þessu, er hið augljósa; að þegar boðberar Marxisks sannleika, s.s. Yuval Noah Harari, sem er aðal heimspekingur Davos mafíunnar í dag, túlka sagnfræði og þjóðafræði og jafnvel DNA vísindi, er nær aldrei neitt að marka vísindi þeirra né orðafroðu, því hún er nákvæmlega það; froða ofaná tómu bjórglasi.
Þessi útskýring er ekki sett fram með beinum hætti í ritgerðinni Húmanistadulspeki, né fyrr en nú á spennulosunarblogginu, því ég gerði ráð fyrir að þetta væri augljóst. Nýlega var ég að grúska á vef Joaquin Flores (syncretic studies), sem er einn af pældari kverúlöntum Vesturlanda í dag, og rakst á myndklippu hjá honum, af Martin Heidegger.
Ég hef gaman af Heidegger, því hann var næstum jafn snjall og ég, en hann fattaði þó eitt, sem ég hef enn ekki lært. Stundum þarf að útskýra hið augljósa, og hafði ég gaman af að sjá klippuna, þar sem Heidegger benti á allt framangreint, af fákunna snilld. Eins og Einstæn sagði, einfaldleiki er endanleg fágun (Simplicity is ultimate sophistication) :
Þú breytir ekki því sem þú skilur ekki til fulls, og skiljir þú raunverulega frumspeki veistu að um leið og þú lýsir því eins og það Er, fær það opnun til að breyta sér sjálft og á betri veg en þú getur nokkur sinni upphugsað.
Hélt að þetta væri augljóst. Afsakið.
Loks vil ég benda á að þú finnur ekkert um Metaphysical Materialism í bókum, því skilgreiningin er u.þ.b. fjögurra ára gömul og finnst enn sem komið er einungis í Arkívinu mínu. {not.is}
Athugasemdir
Áhugaverður að vanda Guðjón.
Þú segir
heimspeki, og aðrar túlkanir á tilveru mann-kyns, kemur frá tveim skólum. Í fyrstu frá bókasöfnum heilags Benedikts, sem einn varðveitti öll bókasöfn í tólf aldir! Síðan frá Anglican Húmanisma sem hefur barist fyrir og náð yfirráðum yfir ritskoðun Akademískra bókasafna Húmanismans.Magnús Sigurðsson, 24.1.2023 kl. 13:55
, , , nú ýtti ég á vitlausan flipa, en til að klára þetta þá er ekki verið að "ritskoða og brenna" forn bókasöfn í fyrsta sinn.
Mankynssagan verður t.d. allt önnur bara ef svo kallaðar fornaldarsögur norðurlanda er skoðaðar, en auðvitað eru það bara eldgamlar þjóðsögur sem varðveitturst á Íslandi, -eins og þú veist.
Þú breytir ekki því sem þú skilur ekki til fulls, og skiljir þú raunverulega frumspeki veistu að um leið og þú lýsir því eins og það Er, fær það opnun til að breyta sér sjálft og á betri veg en þú getur nokkur sinni upphugsað.Magnús Sigurðsson, 24.1.2023 kl. 14:00
,, nú ýtti ég aftur á vitlausan flipa. Ætlaði að segja þér að mér finnst þessi setning gullkorn og takk fyrir pistilinn.
Magnús Sigurðsson, 24.1.2023 kl. 14:02
Takk sömuleiðis Magnús :) það er frekar stutt síðan ég áttaði mig - eða fjögur til fimm ár - að fyrri kafli heimsstyrjaldarinnar 1914-45, stóð á milli Austurrísks og Anglican Húmanisma.
Guðjón E. Hreinberg, 24.1.2023 kl. 14:14
... en Vínarakademían var 1910 orðin mun þróaðri eða þroskaðri en Londonarakademían.
Guðjón E. Hreinberg, 24.1.2023 kl. 14:28
Það er nú einmitt það sem er, það er ekkert eins og frá því er sagt, nema því sé lýst eins og það er.
Þessu áttaði ég mig á fyrir margt löngu við að sjá videoverki frá Serbíu, sem sýnt var á Stedelijk listasafninu í Amsterdam.
Þar voru loftárásir NATO sýndar óklipptar af jörðu niðri, án allra skýringa. Nákvæmlega það sama og hafði verið í sjónvarpinu, bara allt önnur saga.
Magnús Sigurðsson, 24.1.2023 kl. 14:48
Eins og Magnús skrifar: "Mannkynssagan verður t.d. allt önnur bara ef svo kallaðar fornaldrsögur norðurlanda eru skoðaðar".
Þetta með austurrísku húmanistana er alveg rétt. Þessvegna má sjá miklu dýpri heimspeki í bókum sem eru skrifaðar á fyrri hluta 20. aldarinnar, en megnið af nýjum bókum, þar sem sömu þræðirnir eru þynntir, sem jafnvel voru á takmörkuðum grunni byggðir eitt sinn.
Söguþekking þín er frábær Guðjón, og enn betra að þú þorir að efast og getur dregið nýjar ályktanir.
Enn erum við ósammála um eitthvað eins og hverjar eru ástæðurnar fyrir því að Skaparinn sé guð Biblíunnar, og hversvegna er eingyðistrúin merkari en fjölgyðistrúin? Annars finnst mér betra að þekkja fólk sem kennir mér eitthvað nýtt, annars væri það stöðnun.
Annað sem þarf að athuga, hvers vegna beinist ritskoðun nútímans að ákveðnum atriðum, eins og að vernda Bandamenn og þeirra söguskoðun?
Mér finnst það benda til hruns þeirra kenningakerfis.
Nákvæmlega hvert ritskoðun beinist segir manni hverjir hafa völdin, B) Ranglega, C) Glæpsamlega, og hvaða heimspekikerfi eru í hættu og eru að hrynja í hugum almennings, það er að segja almenn vitneskja sem síast út.
Alltaf gott að fá svona djúpa pistla.
Ingólfur Sigurðsson, 24.1.2023 kl. 18:43
Þrjú atriði um Opinberunarbókina, sem mér sýnist að séu ekki rétt hjá þér. Þú segir:
Eins taka þeir ekki eftir að skilaboð Erkiengilsins Mikaels, til engla safnaðanna sjö í Asíu, eru til sjö ljósengla en ekki til kristinna safnaða.
Það er að vísu rétt að öll skilaboðin byrja sem Engli safnaðarins í Efesus skaltu rita..., engli safnaðarins í Smýrnu skaltu rita... o.s.frv.
Hinsvegar segir raust (Drottins) í byrjun Opinberunarbókarinnar: Rita þú í bók það sem þú sérð og send það söfnuðunum sjö, í Efesus, Smýrnu,...
Eins enda orðsendingarnar allar á að hver sem eyra hafi, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum.
Loks er það ekki Míkael erkiengill sem er að tala, heldur Drottinn Jesús Kristur sjálfur.
Theódór Norðkvist, 25.1.2023 kl. 11:56
Takk fyrir góð innlegg, Ingólfur og Theódór. ;)
Gott svar er til handa ykkur báðum :) :
https://www.youtube.com/watch?v=rIklz5_o3QQ
Guðjón E. Hreinberg, 25.1.2023 kl. 14:12
Góður, komst mér í gott skap! Ég hélt fyrst að þú værir að benda mér á tveggja klukkustanda langloku, sem reyndist síðan vera tólf sekúndur. Blúsbræður alltaf góðir, algjör legend.
Theódór Norðkvist, 25.1.2023 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.