Vandinn varðandi Pí - 3,14159... eða 22/7

Talan Pí, er 3. Nei, talan Pí, sem er hlutfallið á milli þvermáls og ummáls hrings er 3,óendanlegtbrot. Engin tölva hefur náð að reikna endanlegt brot og er það talið óendanlegt (Endless (not Infinite þ.e. það hefur upphaf).

 

 

Við ræddum nýverið muninn á endalaust (sem er ekki hið sama og óendanlegt)(Infinite) og eilífu (Eternal). Annað hefur hvorki upphaf né endi, eða neina mælanlega (veganlega) afmörkun, hitt hefur upphafsafmörkun en engan enda.

Við minntumst einnig á Evklíðska línu, en þurfum langa færslu fyrir það - að því er virðist - einfalda atriði. Því rétt eins og Pí, er Evklíðsk lína ekki til, því til að vera til þarf tvívítt sviðsrými (Realm) og það er ekkert slíkt til í þekktum veruleika. En öll þekkt rými hverfast í hring eða keilu. Pí, er sömuleiðis útdreginn veruleiki, eða tala sem birtist aðeins við útreikning og því ekki veruleiki nema vera framkölluð (hún er því loðun milli hins mælanlega og útreiknanlega; eða frumspeki).

Til að fá Pí, þarftu fyrst að fá hugmynd, síðan lýsa henni; deiling tveggja lína, þvermáls og hringferlis sömu myndar eða hlutar - en til þess þarf að upphugsa kvarða. Því næst þarftu nafn á hugmyndina og þá geturðu lýst henni, og loks útfært: Talan Pí verður til.

Ekkert er eins einfalt og þú heldur það vera.

Tökum annan snúning á Pí; gefum okkur að þvermál sé talan einn - en ekki í hefðbundnu (klassísku) tugakerfis talnakerfi - og að ummál hringsins sé 2; þá er samlegðin 3, en ekki hlutfall út frá deilingu. Gefum okkur hins vegar að talan gæti verið 3, eða jafnvel 1; hver myndi þá deiliaðferðin eða stærðfræði hátturinn vera?

Því hér er vandinn sem fyrstu stærðfræðingarnir glímdu við; brot af heilum er ekki til í náttúrunni, svo hvers vegna finnurðu visst mynstur í brotatölum allsstaðar í náttúrunni þegar þú ferð að beita hefðbundinni aðferð?

Hvers vegna er Fibonacci mynstrið og Gullna sniðið háð sömu lögmálsvenjum og ennfremur, hvers vegna er hlutfallsmynstrið svo líkt Pí?

Enginn hefur getað svarað þessum spurningum, þó menning vesturheims og upplýsingarinnar hafi ásætst um ákveðna aðferð sem fasta, þá er það ákvörðun. Allt er ákvörðun þegar kemur að mannlegu samfélagi; allar ákvarðanir eiga uppruna sinn í frumspeki.

Bíddu.

Þetta er einmitt ástæðan fyrir hversu margir heimspekingar heillast af stærðfræði s.s. Indverskir og Grískir. Eins og allir vita, er Indversk stærðfræði eldri en sú Forngríska og jafn þróuð ef ekki lengra komin. Ekki gleyma að Indverjar fundu bæði upp núllið og arabísku tölurnar.

Arabísk-Íslamskir frumspekingar heilluðust af þessum hlutum og glímdu mikið við.

Margir telja t.d. að íslömsk guðfræði hafi verið lengra komin á miðöldum en vestræn hefur nokkru sinni náð. Kurt Gödel, einn mesti stærðfræðingur allra tíma glímdi gríðarmikið við þessa pælingu, en hann er höfundur mengjafræði og hefur einn stærðfræðinga reynt að glíma við hvort hægt sé að sýna framá tilvist hins dulda og fremsta með tungumáli stærðfræðinnar. Setti hann saman jöfnu sem hann taldi að sýndi framá að Guð væri til.

Sjáðu.

Hann er eini stærðfræðingurinn sem gat rætt við Einstein um bæði Afstæðiskenninguna og Sértæku afstæðiskenninguna og rökrætt formúlur og jöfnur þessara kenninga við höfundinn sjálfan. Þeir deildu mikið um hvort Alheimurinn snérist eða ekki, því ef hann snýst (Gödel) þá er tímaflakk möguleiki en Einstein hafnaði því að hann snérist eða hreinlega hvort hann ætti sér upphaf og endi.

Þú heyrir oft nafnið Einstein, aldrei nafnið Gödel, og ekkert um þessa flækju; því þú átt að trúa á vísindin í blindni, bókstaflega.

Þegar Meitlara költið markaðssetti Einstein og Darwin, var það til að útrýma Leibniz og Wallace úr vísindum. Þeir þurftu ekki að útrýma Gödel, því það fer enginn framhjá hinum pólunum tveim. Veistu hvaða vísindum var útrýmt þegar Leibniz var útrýmt? Já, þú giskaðir rétt, Ether (burðarsviði dimms og bjarts ljóss) var eytt út fyrir Universal Constant.

Alfred Russell Wallace ræðum við seinna.

Einnig Phlogiston og hvers vegna því var útrýmt úr kommúnistavísindum.

Höfum þetta einfalt.

Gödel áttaði sig á einu atriði, sem David Berlinski hefur rætt um; þekkt Guðfræði er stöðnuð og því takmörkuð, en Íslömsk er ekki þekkt í heimi hinna óheilaþvegnu, en er þó samt hluti hins staðnaða. Ég hafði oft rætt þetta eða sneitt utanaf, þegar ég komst að því að þessir hugsuðir hafa einnig gert það.

Hvernig tengist þetta Pí? Jú, því Pí er ekki raunhæft en er þó staðreynd. Nánari útskýring í boði, ef færslan hefur ekki þegar náð því. Ennfremur, stærðfræðin boðar sönnun, ekki staðreynd, ekki sannleika. Þess vegna heillast allir heimspekingar (nema ég) af stærðfræði.

Nei ég er ekkert heillaður af stærðfræði frekar en aðrir, en ég skil hana.

Not mutually exclusive.

Stærðfræðin sannaði sumarið 2020 að Covid er lýgi, og aftur haustið 2021 með sömu jöfnu, og talnaforsendur þess hafa ekki breyst. Þú finnur þessa sönnun hvergi í dánum  heimi sem tilbiður lygar.

Náir þú að hlutgera, þá nærðu að mæla eða vega, og þá geturðu sett up jöfnu, jafnvel þó öll jafnan sé heil bók. Ég hef flett tvöhundruð síðna bók tveggja prófessora í stærðfræði, sem leituðust við að lýsa hringferli elektrónu, með einni langri formúlu. Annar stærðfræðingurinn vildi verða prófessor á Íslandi, en Ísland taldi sig ekkert græða á slíku, enda enn að rýja rollur í moldarkofum.

Þetta er það sem Grískir og Indverskir stærðfræðingar hófu að glíma við; að smíða vegunarmál sem gæti leitað sannana. Takmarkað vegunarmál, að mínu mati, en engu að síður skemmtileg viðleitni. Gödel t.d. er mér ósammála um að stærðfræði sé aðeins tungumál, hann var á sömu línu og Galíleó, að það sé afleiðumál (Deductory language), þ.e. eina færa málið til að lesa hinn náttúrulega veruleika og því eina aðferðin sem sé hæf.

Hvaða stærðfræði áttu við?

Bæti ég þá við, því ég get auðveldlega sett saman tvær aðrar aðferðir með tölum og háttum. Furðulegt hversu fáir hafa glímt við eitthvað áhugavert; að upphugsa eitthvað sem ekki hefur verið hugsað áður, þ.e. frumlegt - og er nothæft.

Eina verðuga viðfangsefnið sem finnst.

Til að finna eitt nothæft, þarftu að henda fimm ónothæfum, hugmyndum.

Að ráðandi stærðfræðihefð henti fyrir burðarþols- og aflfræði eða viðskipti, er ekki umræðuefnið.

Ég er á þeirri skoðun, og ég veit að Marx væri mér sammála, að fyrst þarftu að upphugsa fleiri aðferðir og beita þeim. Marxistar skilja ekki sinn eigin messías.

Hér er málið; þó brotatala sé ekki til í náttúrunni, er hún tengið í bíókemískum tannhjólum og formum hennar. Grikkir sáu sönnun þess í Pí og Gullnu tölunni, og Upplýsingin í formúlum Fibonacci. Ég sé það í eplum og ávöxtum.

Þegar þú setur epli á borð, þá er eitt epli á borðinu. Ekki brotatala. En eplið ýrist í loðun sinni við umhverfi sitt og verund í tíma (Phenomen in time): ýringin er brotatalan, brotið, en brotið er án enda, hugsanlega án upphafs.

Sannaðu afmörkun Alheims og að hann eigi sér upphaf.

Smá talnaleikur í lokin.

Hvers vegna hafa allir frumspekingar allra tíma sameinast um að talan sjö séu helgasta talan? Hvað eru margir vikudagar? Hvaðan kemur talan sjö? Hún stendur eftir þegar þú deilir í 21 með þremur. Ef þú deilir í 21+núllt þ.e. 22 með tveimur, færðu ellefu, aðra helga tölu allrar frumspeki. Ef þú dregur 3 frá 22 Þ.e. þú hefur áður deilt í systur hennar með 3, færðu 19, eina helgustu tölu Íslamskrar talnaspeki.

7, 11, 19, 21, 22, 3[,1415]. Talan 4 er ekki notuð hér, því hún er utan hringsins; hvers vegna fjórar höfuðáttir frekar en þrjár eða sex eða átta? Eins og þú veist er 40 helg tala í Eingyðistrúnni, fjórfalt sefírat, og þá standa fernar ellefur útaf, en aftur að fyrri efnisgrein.

Menn hafa allskyns útskýringar á því hvers vegna 7 er svo vinsæl tala; vinsælast er hjá þeim einhver þvoglukennd upptalning á hnöttum sólkerfisins.

Enginn þessara bergmálskennara bendir þér á Karlsvagninn (Big Dipper), sjö stjörnur sem snúast á hverri nóttu umhverfis pólstjörnuna (þá áttundu (tengingin við fjarkann)). Ellefu er mismunurinn á sólárinu og tunglárinu; 365-355=11. Talan 19 er fjöldi tunglára til að nýársdagur beggja ártalninga falli á sama dag.

Veruleikinn sem er veganlegur, felur í sér frumspekilegan veruleika sem virðist endalaus þegar hann er rakinn og honum lýst! Yfirborðsmennska efnishyggjunnar, er mælanleg sturlun. Sannleikurinn skreppur undan þér um leið og þú fetar áframskref. Loks kemur hann aftan að þér eins og snákur (Vetrarbraugin Milkyway) og bítur þig í óæðri endann.

Já, vetrarbrautin er ástæðan fyrir snákatákninu í öllum fornmenningum frá dögum Nóa Lamekssonar. Allt er einfalt, þó ekki eins einfalt og þú heldur það vera.

Sakir stuttleika (Brevity) sleppum við merkingar upptalningu stakra talna, sem Kaldear, Koptar og Pythagoringar (og Platónskir) voru heillaðir af; þ.e. 1 upp í 9 og síðan 11, 22, og 33.

Spennulosun lokið.

 

 

Fyrir þá sem vilja finna góða præmera um Kaþólska stærðfræðinginn Gödel mæli ég með GaryGeckDotCom.

 

Viðbót 16:51:

"Since Darwin published, in 1859, every one has pretty much recognized what the problem is. The problem is, at the end of the inference we have something that we cannot properly describe; a living system. How on earth are we to place our confidence in a process of evolution we can-t characterize what it reaches? It-s an essential problem not only for a dynamic theory of life, but any learning theory for example. If you can-t characterize what an organism has learnt; you don-t know how to evaluate a learning theory." --David Berlinski, 2019

 

Viðbót 20220114:

Ég ruglaði saman í byrjun greinarinnar muninum á Endalaust og Óendanlegt - Endless og Infinite. Endalaust hefur upphafspunkt en ekki endapunkt (lokapunkt), frá a til endalauss, en óendanlegt hefur hvorki upphaf né endi. Eilíft (eða Ælíft) er síðan Eternal, sem svipað Endalausu, hefur upphaf en engan [áætlaðan] endi eða endalok.

Íslenskan er ekki með þetta skýrt, svo við erum að móta það. Hef þetta eins og hér kemur fram, þar til ég finn betri orðun, en ég byggi þetta á orðabók engu að síður. Ákvað að láta ruglið í upphafi erindis standa og bæta frekar við þessari útskýringu.

Afsakið óreiðuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Einn áhugaverður punktur. Úreltir fræðingar fá meira vægi en aðrir. Einstein kom með kenningar sem eru úreltar í ljósi skammtafræði og fræðinnar frá Gödel. Universal Constant er nefnt Alheimsfastinn. Ether er ljósvakinn, en hann er eitthvað fyrirbæri sem þarf að útskýra vísindalega, margt bendir til að það sé ekki bara eitthvað andlegt og óvísindalegt.

Alheimurinn hlýtur að snúast og tímaflakk hlýtur því að vera mögulegt. Einsten er orðinn steinvala í þróun og grjót í tannhjólum.

Sá "alheimur" sem þeir mældu þarf ekki að vera neinn "alheimur". Eitt sinn var deilt um það hvort jörðin væri flöt og hvort hægt væri að sigla framaf henni. Þá var því haldið fram að jörðin væri alheimurinn en utan hennar fyrirbæri sem þóknuðust okkur og henni. Takmarkanir heimssýna enn sem fyrr.

Brúnó var sá fyrsti í rituðum heimildum sem sagði að alheimurinn væri óendanlegur og handan fastastjarnanna aðrir geimar og stjörnur. Hann faldi uppgötvanir sínar í leikritum og kvæðum, en þar sem hann var fyrirlesari og fór á milli landa og var með heimspekifyrirlestra fyrir ríkt fólk vakti hann of mikla athygli, og endaði með því að vera grillaður. En hann kaus frekar þau endalok en að afneita kenningum sínum, vitandi að framtíðin yrði sér hliðholl.

Ég svaraði sjálfum mér eitt sinn heimspekispurningunni: Af hverju er heimurinn til og af hverju er hann svona? Svarið er: Hann getur ekki verið öðruvísi. Þegar þú veltir upp nógu mörgum möguleikum kemur að lokum möguleiki sem gerir það undur mögulegt sem þessi tilvera er, með útkomu sem leyfir þessum mannverum að hrærast. Ekki er þakklæti þeirra meira í garð Skaparans (Eða Tilviljunarinnar ef menn kjósa það) að þeir stefna að útrýmingarstríði í Úkraínu.

Þetta með Gödel er mjög áhugavert. Gott að menn ræða vísindi og ekki bara metooáróður eða annað slíkt.

Ingólfur Sigurðsson, 9.1.2023 kl. 15:56

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir þetta innlegg, Ingólfur. Sem minnir mig á setningu Búskmanna; það er draumur sem dreymir oss. Því lengra sem ég feta mig, því betur liggur hún.

Guðjón E. Hreinberg, 9.1.2023 kl. 16:29

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Áhugaverður, eins og alltaf, Guðjón.

En af því þú minnist á landann rýandi rollur í moldarkofum, þá vissi hann við það verk, allt fram á 20. öldina, um vetrarbrautina. Og kunni rímið með rollunum, -um eyktir, dúsín og eilífðina.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2212521/

Magnús Sigurðsson, 9.1.2023 kl. 17:09

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir sjö cool

Magnús Sigurðsson, 9.1.2023 kl. 17:11

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk sömuleiðis, Magnús. Gaman að bralla soldið með hugmyndir.

Guðjón E. Hreinberg, 9.1.2023 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband