Trúboð ríkis sem sett hefur sig ofar Guði

Fyrir nokkrum árum, eftir að hafa greint nokkrar rökvillur (Fallacies) okkar samtíma, rann smámsaman upp fyrir mér ljós; Íslenska Lýðveldið (ásamt öðrum Sósíalískum-Húmanistaríkjum samtímans) hefur sett sjálft sig í guðlegt hásæti og tekið sér vald sem tilheyrir guðum trúarbragðanna.

 

 

Taktu eftir að guðlegt er ekki guðdómlegt, og heldur ekki guðræðislegt (Godly, Divine, Theocratic). Menntun þín kennir þér bergmál og bugun, en ekki rýni og hugtakaskilning.

Þjóðhöfðingjar ríkja sem með hegðun sinni hafa tekið sér guðlegt vald, hafa sett sjálfa sig í guðlegan stól, eða hásæti. Fulltrúar þeirra eða ríkisráðsmenn s.s. embættismenn, stjórnarliðar og þingmenn, hafa þar með sett sig í guðræðislegt hlutverk presta og musterisþjóna, og akademía þeirra tekið sér hlutverk spámanna og guðfræðinga.

Heitin eru önnur en hlutverk hin sömu.

Þessi rangsnúningur hófst þegar Húmanismi tók við af Kristíanisma, eftir 1551, þegar Konungar tóku sér vald yfir kirkjunum og efnishyggju- og valdhyggjumenn svonefndrar siðbótar og endurreisnar ofsóttu fólk og ýmist brenndu á báli eða köstuðu í árnar.

Sértu fangi fyrstu lagskiptingar - efnishyggju og bókstafstrúar - sérðu þetta ekki. Þá sérðu heldur ekki hvernig kaþólskur (Universal) Húmanismi samtímans hegðar sér nákvæmlega eins og Kaþólskur (Catholic) Kristíanismi miðalda gerði.

Þegar Íslenska Lýðveldið braut sína eigin stjórnarskrá og setti rangheitið Hatursorðræðu í Almenn hegningarlög, lagði það niður stjórnmál og vísindi á landinu; menningin var lagalega kæfð, bókstaflega.

Áhugavert er að þetta var gert að beiðni embættismanna löggæslunnar, rétt eins og þegar embættismaður sóttvarna fékk að hafa áhrif á löggjöfina sem skilgreindi hlutverk hans. Þarf að útskýra þennan rangsnúning?

Alræðis og harðstjórn (Totalitarianism & Tyranny) Íslensku aðalsættanna afhjúpaðist. Enginn brást við. Þú býrð við afleiðingar þess.

Nú setur Ríkið, nokkrar milljónir í trúboð vinstri-öfga, og viti minn, trúboð um skaðsemi Hatursorðræðu:

Enginn bregst við.

Hvað næst, refsilöggjöf ef þú hafnar sannleikanum um ADHD?

Þú uppskerð í hlutfalli við sinnuleysi þitt, í þriðja veldi.

Sex sinnum sex sinnum sex.

...

Eins og allir vita les ég Kóraninn og Biblíuna til jafns. Öfugt við það sem Efnishyggju og Félagshyggju Kristnir halda fram, er ekkert í Kóraninum sem stangast á við eða þráttar Biblíuna, þvert á móti.

Í morgun greip ég Kóraninn og gerði eins og mörg okkar gera einnig með Biblíuna, fletti upp af handahófi, blaðaði örlítið, og hafnaði á Súru sem fjallaði einmitt um þetta. Hvernig fer fyrir ríkjum (siðmenningu) og menningarknöttum (Cultural Spheres) sem með beinum hætti setja sig upp gegn Guði.

Þegar ég síðan settist við tölvuna, blasti trúboðsfréttin við.

Samfelling (Synchronicity)?

Eins og þú veist, settu öll þjóðríki og akademía (ásamt 47* ólögmætum Alþjóðastofnunum) sig beinlínis upp í andstöðu við Skapara alheimsins þann 11. mars 2020. Það er stríð sem gerir þig að jaðarskaða (eða hliðarskaða eða hliðarfórn) (Collateral Damage).

Allt frá helmingi og að fjórum fimmtu hlutum mann-kyns hefur samþykkt að taka þátt með illskunni, hvort heldur það er að yfirlögðu ráði eða vegna heilaþvottar og hlýðni skiptir engu. Nú í dag, 33 mánuðum eftir að verstu vélabrögð og meinfýsni allra tíma hófst, eru allir án afsökunar.

Siðmenning þín er hrunin en fyrst kafnaði menningin, og nú er merking tungunnar að mestu rokin.

Mín siðmenning er ekki hrunin, því Þjóðveldið hefur ekki brotið gegn neinum vætti, helgum né föllnum, og frumspeki stjórnlaga þess er heil. Auk þess hef ég sagt mig til Guðdómlega ríkisins.

Sýn sagði mér í morgun að spá mín um hörmungar komandi árs, væri of litrík. Þó margt verði vont, verði fleira gott. Ég vona að það rætist. Tengjum það við viðbótina í síðustu færslu, varðandi óendanleikann.

Ég elska mest sjálfsigrandi spádóma.

Það breytir ekki þeirri staðreynd að ef þú þverbrýtur á því sem Guð hefur ákvarðað og menningin sannreynt, og beinlínis setur þig upp sem andstæðing Guðs, þá hefur það afleiðingar. Að þú sópar með þér fólki og jaðarskaðar, er myllusteinn sem þú ræður ekki við.

Fólk segir oft að Ljósengillinn Samael - sem flestir uppnefna Satan eða Djöfulinn* - sé andstæðingur Guðs, það er rangt. Samael hefur frá upphafi verið svarinn ásakandi manns, sem er einmitt merking nafnsins Satan (andstæðingur manns). Hann dirfist ekki að setja sig upp gegn Guði.

Fólk sem leyfir Nephilim sálum að yfirtaka vitund sína og tilfinningar, setur sig upp gegn hverju sem er, því þau hafa yfirgefið vit og skilning. Þetta er einmitt ásökun Samaels, að við séu óverðug og Jobsbók kennir að hægt sé að fá okkur öll til að bölva Guði (setja okkur upp gegn Guði).

Taktu eftir að hugtakið Tilbiðja, merkir að efla hagsmuni og vald-orku þess sem tilbeiðslu er beint til. Að tilbiðja Guð eflir (Advances) hagsmuni hans, að tilbiðja rangsnúning - eða fallna engla eða púka - eflir rangsnúning og djöfulmennsku.

Minnum á bölvættinn sem vakinn var með blóðfórn barnanna í fyrra og hitteðfyrra!

Hver er sá sem ákallar Skaparann um frelsun frá Faraó og hyski hans; til mannvirðinga og réttlætis? Hvert getum við flúið? Nöðrur hafa yfirtekið ríkið og það slegið eign sinni á eyðimörkina, fjallið og hafið, troðið sér inn í huga þinn og blóð.

Hvert geturðu flúið?

Ertu að gefa þessu vitnisburð?

Læturðu englana vita af þér svo hægt sé að merkja þig til frelsunar?

...

Úr einu í annað

Margt sem rætt er í færslu þessari, og öðrum færslum mínum, hefur áður verið vandlega útskýrt í upptökum mínum. Tengla í Arkívið, bæði ís og en, má nálgast á not.is. Einnig [hljóð]bækur mínar.

Við erum alin upp við allskyns rökvillur. Til að mynda höfum við flest ánetjast þeim skilningi að kommúnismi og marxismi sé hið sama. Svo er alls ekki. Kommúnismi er öfga-félagshyggja (Socialist Extremism). Marxismi er þráttunar-efnishyggja (Dialectical materialism) sem hefur það að markmiði að rangsnúa og yfirtaka hvaðeina sem tilheyrir mannlegum veruleika í hvaða formi sem er. Kommúnismi var auðveldastur til yfirtöku, enda afar grunnhygginn eins og allar öfgar.

Marxisma er slétt sama þó alræðisvaldið feli sig í búningi fjölflokka lýðræðis; allir flokkar vesturlanda eru nú fangar öfga-félagshyggju og þráttunarhyggju. Allir syngja þeir í aðal atriðum sama sönginn.

Þegar ég sá þetta, skildist mér fljótt að Íslamsk-Íranska Lýðveldið (Islamic Republic of Iran) er ekki múslímaríki, því allir Ayatollarnir eru Marxískir bókstafstrúar (efnishyggju) menn. Hegðun ríkisins samstillir sig fimlega með öðrum marxískum ríkjum. Að þeim sé stillt upp á annan hátt í áróðri og valdaþráttun alþjóðamála, er sjónhverfing.

Fyrir fáeinum dögum sá ég færslu frá Jóni Magnússyni lögmanni og fyrrum lagaritara (Law maker) þar sem hann skilgreindi hið sama með afar fimlegum hætti. Fagna ég þegar ég sé hugtök sem áður voru hulin, að afhjúpun þeirra breiðir úr sér. Fjöldi menningarkverúlanta (Cultural Commentators) hafa á síðustu árum hafið fimlegar útskýringar á eitrun Marxismans og hvernig naðran sú arna er að drepa allt sem áður var göfugt (Noble) og dyggðugt (Virtuous).

 

 

* Hugtakið Djöullinn er í raun merkimiði fyrir Baphomet, sem er einn öflugasti púkavættur og í mínum skrifum notaður sem hjúpun leiðtoga þeirra. Það sem fólk uppnefir illa anda, eru ekki föllnu englarnir, heldur púkar og dísir sem í raun eru Nephilim sálir risanna sem getnir voru af föllnum englum og drukknuðu flestir þeirra á  dögum Nóa Lamekssonar, þeir sem lifðu flóðið af voru afgreiddir af Jósúa Núnssyni og þurfti að stöðva snúning jarðar (eða umbreyta tímaskynjun bardagamanna) til að lengja daginn í þeirri miklu orrustu því þú sigrar ekki Nephilim á nóttu. Þeir sem skilja að sálir þessar hata mannfólk og mannkyn af öllum mætti sínum (sem er kynblendings samsuða máttar bæði manna og engla) þá sérðu hvað þeir hafa verið að gera gegnum yfirtekið fólk; að genabreyta okkur og yfirtaka, gera jörðina óbyggilega og siðmenningu rangsnúna. Þeir ætla sér að holdgerast á ný og eyða þeim okkar sem þeir þurfa ekki að nota.

Fallnir ljósenglar, kerúbar og serafar, eru ekki púkar og dísir, en þeim er sama þó þú látir slíka hræra í þér, því þeir eru að sanna hversu óverðugar mann-verur og manneskjur eru; að láta sál sína fyrir hvaða þráttunarhyggju og rangsnúning sem vera kann eða grunnhygginn egóisma og útdregnar hugmyndir (Abstract ideas).

* 47=>4+7=11, brot ellefta boðorðsins; meitlun.

 

Smá glens í lokin:

Hundar vilja helst ekki borða á morgnana, sem er nottla röskun sé tekið mið af lýðheilsuáróðri Elítunnar. Vissir þú að áður en Elítan hóf skyldubólusetningu hunda var krabbamein í hundum óþekkt og að nú er það eins og farsótt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Beztu áramótakveðjur. Þessi pistill er svo troðfullur af speki að ekki ætla ég að gera miklar athugasemdir við það, nema þetta að fyrirsögnin er mjög rétt og sönn. 

Þarna er fullt af atriðum sem fólk hefur gott af að íhuga.

En ég er reyndar ekki sammála að það skipti ekki máli hvort fólki taki þátt af yfirlögðu ráði,  vegna heilaþvottar eða hlýðni. Að því mun Guð einmitt spyrja, held ég, og mannlífið er próf.

Það er sama hversu mikil vélabrögðin eru, ef kjarkur væri fyrir hendi í fólki myndi það rísa upp. Það er ekki kjarkur að gera Búsáhaldabyltingu, það er ósjálfrátt viðbragð Pavlov-hunda við áreiti þess efnis að allir frjálshyggjumenn hljóti að vera sekir sjálfkrafa.

Af hverju sýnir Drottinn miskunn og útrýmir ekki mannkyninu? Einhversstaðar verða vondir að vera. 

Pistlar þínir gera bloggið bæði skemmtilegra og fróðlegra, takk fyrir góða pistla.

Ingólfur Sigurðsson, 3.1.2023 kl. 05:51

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir sömuleiðis, Ingólfur. Við höldum áfram að verja flöktandi logann.

Guðjón E. Hreinberg, 3.1.2023 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband