Föstudagur, 25. nóvember 2022
Grunn rangsnúningur efnis-, vald-, og félagshyggju
Eins og áður hefur komið fram er Efnishyggja (Materialism) sú sannfæring (eða trú*) að einungis mælanlegur eða snertanlegur hluti tilverunnar sé veruleiki, sumsé ellefu prósent. Samkvæmt efnis- og eðlisfræði er einungis 1 prósent atómsins snertanlegt, restin er tómarúm. Við sjáum aðeins 6 prósent ljóss og 4 prósent hljóðs.
Fjölæringar vita vel, og eiga auðvelt með að sýna fram á, að slíkt er afar takmarkandi heimsmynd. Ég minni á að heimsmynd er ekki hið sama og heimssýn. Sýn er það sem sjáldrið sér, mynd er það sem hugurinn nemur.
Efnishyggjufólk þarf hér einfaldari útskýringu: Myndavélin sér eitthvað og býr til mynd úr því. Hér mætti bæta við; ef þú trúir að einungis 11 prósent tilverunnar sé veruleikinn, er næsta víst að þú notir aðeins 10 prósent heilans, en aldrei hugann.
Eins og Opinberunarbók Jóhannesar bendir á, og Guð opnaði skilning á fyrir áratug, stýrist mannkynið af 7 heimssýnum sem hafa 21 birtingarform. Sárafáir hafa merkingarfræðileg eða innsæisleg tök á að skilja þessa visku frá Skaparanum.
Hér er rétt að minna á að í dag er heimsbyggðinni stjórnað af Marxistum og að Marxísk heimsmynd er skilgreind sem Þráttunarefnishyggja (Dialectical materialism). Heimskustu átta prósent mannkyns, sem sjá aðeins ellefu prósent tilverunnar, stjórna okkur öllum, með góðu eða illu.
Helst illu.
Við höfum áður rætt að Félagshyggja (Socialism) gengur út á að hjörðin (ekki hópurinn) sé það eina sem skiptir máli, að öll hjörðin skal vera einhuga ef fyrirliðar, eða nefndir eða reglur, segja svo, en annars ef 51 prósent meirihluti segir svo. Skiptir þar engu hvað veganlegar staðreyndir sýna ef allir vita eitthvað annað, þó sú vitneskja sé röng eða tilfinningalega rangsnúin.
Birtingarform félagshyggjunnar er einfalt; RÍKIÐ OG AKADEMÍA ÞESS ER GUÐ ALMÁTTUGUR.
Þetta var ríkjandi hugarástand í Egyptalandi 1312 BC: Faraó var almáttugur og töframenn hans áttu svör við öllu. Knúm og Neith, voru Medúsa og Baphomet þess tíma. Þetta er útskýrt í eldri færslum.
Þú veist vel að þjóðríki og alþjóðastofnanir Sósíalismans setja sig í dag ofar trúarbrögðunum, sem er rangsnúningur. Ég minni á eldri útskýringar varðandi ólögmæt lög.
Þegar Félags- og Efnishyggja koma saman, breytast reglur og yfirlýsingar nefndarinnar eða sérfræðinganna eða LEIÐTOGANS, í ófrávíkjanlegan sannleika sem allir skulu beygja sig undir með góðu eða illu, helst illu.
Valdhyggja er einföld; fyrirliðinn, eða nefndin, eða reglan, ræður. Sá sem ræður hefur alltaf rétt fyrir sér, þegar téð Elíta eða Kredda ræður á rangsnúinn eða órökréttan hátt, nægir að gefa út flókinn texta með löngum orðum, eða einfalda útskýringafrasa, til að réttur valdsins dugi sem réttlæting og vandlæting (Zealotry).
Þegar Efnis-, Félags, og Valdhyggja, tröllríður hópnum, breytist hann i hjörð; allir tileinka sér að skera 89 prósent huga síns frá (nema rangsnúnir öfgakverúlantar s.s. kenningasmiðir), allir aðlaga sig samhljómi*** (Consensus) firringar (Alienation) útdreginna (Abstract) hugmynda og útskýringa, loks beygja sig allir eins og stjarfir svefngenglar undir hvaða ofbeldis- og ranghugmynda tilveru sem valdið óskar eftir hverju sinni.
- Félagshyggja er sumsé sú hugmyndafræði, að hópur einstaklinga breytist í útflatta hjörð.
- Efnishyggja er sú hugmyndafræði að meirihluti tilverunnar sé ekki veruleiki.
- Valdhyggja er sú hugmyndafræði - eða vit-firring - að afl án virðingar sé vald.
Einfalt?
Að vera hópdýr, eða treysta efnislegum veruleika, eða virða fyrirliða, er okkur eðlilegt, en við þurfum ávallt að geta hugsað um merkingu þess og náttúru. Þegar eitthvað sem er eðlilegt, er breytt í hugmyndafræði, umhverfist það í (frumspekilegt) eitur sem drepur.
Nýlega ræddum við um hinsegin gegn kynþvætti; Marxistar og öfga-sósíalistar hafa yfirtekið kynvillu og umbreytt yfir í hugmyndafræði. Þarf að útskýra það nánar?
Um og upp úr 1200 AD (C.E) var Skólaspeki Kristíanismans langt komin í vísindaheimspeki**, þú veist það ekki, enda ekki uppfræddur í því, en þessi heimspeki og vísindi hennar hafði byggst upp á níuhundruð árum og var mjög þróuð. Áherslan var ekki mikil á tæknilega verkfræði eins og Endurreisnin horfði til, en var meðvituð um hana.
Allir þeir sem hlóðu undir Húmanistavísindin voru lærðir í Skólaspeki og höfðu tileinkað sér hugarfarsleg verkfæri hennar. Öll svokölluð vísindi, eru komin frá fólki af því tagi; Guðleysingjar finna ekki upp hugmyndir eða tæknilega verkfræði, eða líffræðiþekkingu, þeir stela aðeins og rangsnúna.
Tökum einfalt dæmi, áður en þetta verður of flókið.
Byrjum á að tengja saman; allt efnishyggjufólk og stór hluti félagshyggjufólks, ýmist afneitar tilvist Vætta, sérstaklega Ofurvættarins, eða setur hann yfir þekkingarholurnar (God of the gaps). Allt efnishyggjufólk er sumsé Guðleysingjar. Þetta er rekjanlegt.
Ef þú rýnir umræður guðleysingja (og hjarðista), sem gagnrýna skólaspeki (og heimspeki annarra trúarhugmynda) sést hvenig þeir bera sífellt á borð tvo skilningsmola, sem þekkingarmola (Explanataion vs. Description). Annars vegar hrylling trúarbragðastyrjalda og hins vegar að guðleysingjar efnishyggju og félagshyggju byggi á sama siðferðisgrunni og trúarhyggnir.
Báðir þessir skilningsmolar eru rangir.
Hreinræktuð lýgi.
Þetta fólk hefur engan siðferðisgrundvöll; það eina sem þetta fólk þráir, sækist eftir, og misnotar, eru völd, ekkert annað.
Þjóðarmorð og útrýmingar framdar af vandlæturum félags- og efnishyggju, eru 99 prósent allra þjóðar- og hjarðmorða mannkynssögunnar og nær allt saman framið eftir 1910, þegar verkfræðitækni var orðin slík að auðvelt var, með vélbyssum, sprengjum, gasi, og sprautum, að drepa þúsundir, tugþúsundir, og milljónir fólks.
Trúarbragðastríð? Hvaða trúarbragðastríð? Það eru því sem næst engin trúarbragðastríð sem hafa verið háð, auk þess sem þeim lauk flestöllum með friðarsamningum þar sem þess var gætt af fremsta megni að báðir aðilar gætu sætt sig við niðurstöðuna í einhvers konar virðingu.
Á þessu eru örfáar undantekningar.
Hins vegar hefur öllum stríðum síðan 1910, þegar félagshyggjan yfirtók mannkynið og breytti hópum þess í hjarðir; lokið með gjöreyðingu þeirra sem töpuðu og helst aftökum leiðtoga þeirra, og síðan endalausum áróðri um hversu vondir þeir voru, og sérstaklega þeir sem ekki séu því sammála.
Eitt skemmtilegt dæmi um þetta er afturganga Hitlers, en vofan sú hefur tekið sér myndir á borð við Nasser, Gaddafí, Assad, Saddam, og nú síðast Pútler. Trump slapp, hann er vofa Mússólínís. Sumsé, eitthvað sem vinstri-öfgar sósíalismans uppnefna hægri-öfgar sósíalismans.
Mismunandi litur skítur.
Guðleysingjar iðka að benda á að þeir hafi sama siðferði (Morals) og Siðfræði (Ethics) og dul- og frumspekingar trúarbragðanna. Flest þetta fólk, í anda 11 prósentanna, gera engan mun á dulspeki og frumspeki (Mysticism and Metaphysics). Ekki heldur börnin sem þeir ólu upp í Leikskólum, síðan Grunnskólum, loks í Framhaldsskólum, þá með Hollývúdd og Fréttum, og nú með leiðréttingum á Falsfréttum og Upplýsíngaóreiðu.
Bíddu nú við.
Með skírskotun minni til reynslunnar af þessu skítapakki, hér fyrir framan, er ljóst að þetta lið hefur hvorki siðferði né siðfræði; allt sem þau mikla sig af, já, orð og ekkert annað en innantóm orð, eru skírskotanir eða útskýringar teknar beint úr Skólaspekinni, en ekkert af því er staðið við.
Farir þú hins vegar út fyrir alla ramma, og gangir berfættur í grasi fjölærisins, eins og segir á einum stað - hlustar á vindinn í grasinu; sérðu að bæði siðferði og siðfræði sem heppnast hópum fólks best er sú sem spámenn og heimspekingar trúarbragðanna útskýrðu. Umfram allt, sé vikið af þeim vegi, og hegðun Elítu og Almúga rangsnúin þ.e. siðnum er játað með orðum en hafnað í verkum, deyr menningin, og þegar menningin deyr hrynur siðmenning (lög, venjur, reglur, stjórnun) og breytist í eitur.
Grikkir kölluðu þetta Cerberus, villtur hundur með þrjú höfuð. Spámaðurinn Elía, sem er einn af fimm mestu spámönnum allra tíma, skírskotaði til þessa þegar hann áminnti elítu síns tíma að hún yrði étin af villtum hundum.
Löngu síðar sá spámaðurinn Daníel í sýn, hvernig téð eitur, félags-, efnis-, og valdhyggju, væru sem þrjú horn, er hefðu augu og munn og mæltu formælingar. Hálfu árþúsundi síðar sá postulinn (og spámaðurinn) Jóhannes þessi þrjú horn standa útaf dýrinu með sjö höfuð og tíu horn, sem skækja heims-Elítunnar sæti á og gamnaði sér, drukkin af eigin hræsni.
Guðleysingjar hafa enga siðfræði, aðra en að ljúga, rangsnúa og formæla. Þeir stjórna vísindum nútímans og nota þau til að eyðileggja með þráttunarumræðu (Dialectic (diabolical discourse)) allt sem gott er, veganlegt og virðingarvert.
Heimskerfi Kristíanismans innféll 1551 á tímabilinu sem Endurreisnin og Siðbótin var að smíða heimssýn (ekki mynd) Húmanismans. Skólaspekingar viðurkenndu þetta í þingunum í Trent, þegar þeir tóku stórar ákvarðanir (en þingin voru mörg árin 1520 til 1570).
Þeir breyttu predikunar- og fræðakverum sínum, til að gera iðrun og yfirbót fyrir þann hluta kristna heimsins sem hefði vit til að skilja: að Skólaspekin hafði frá tímum Anselm og Abelard tileinkað sér og mengast af þráttunarumræðu Efnis, Félags, og Valdhyggju.
Það sem fer framhjá mörgum hvað svona pæl varðar, er að þó fólk játi t.d. trúarhyggju með orðum, er ekki næsta víst að það risti dýpra en 10 prósent hugans. Eiturhornin þrjú sem mæla formælingar, eru ekki afmarkörkuð eingöngu af þeirri heimsmynd sem hegðun þín, menntun, eða yfirborðsjátning, þykist aðhyllast.
Bókstafstrú efsta lags ritninganna eða blind bókstafstrú á Wikipedia vísindi, eru sömu öfgar og framkallar samskonar költ.
Loks bið ég trúleysingja (Agnostics) velvirðingar; orð mín um Guðleysingja (Atheists) varðar þá ekki.
Discourse er umræða. Narrative er frásaga. Rhetoric er framsaga. Dialogue er samræða. Taktu eftir að hérlendis er einungis eitt hugtak notað; túngan er rokin.
Ellefta boðorð Guðdómlega sáttmálans, bannar þér að meitla það grjót sem þú smíðar altari úr. Heimsmenning þjóðfélagsverkfræðinnar iðkar það af ástríðu að brjóta þessi tilmæli. Ég þarf ekki að útskýra fyrir fjölæringum hvernig þessi tilmæli skuli útvíkkuð til frekari og dýpri skilnings.
Í 11. kafla Opinberunarbók Jóhannear, er útskýrt að mannkynið muni ganga í gegnum tvenn tímabil hryllings, þar sem fylkingar tveggja spámanna takast á, svo blóðið flæðir sem elfur. Skaparinn opinberaði skilning á þessu 2016. Þegar Kristnum er bent á að þetta eru Fasistar og Marxistar, hafna þeir því og svara, en það getur ekki verið að spámenn Guðs standi að slikum blóðsúthellingum og formælingum.
Kafli 11. tekur fram að það séu spámenn, en ekki Spámenn Guðs, sem þar séu að verki. Hér þurfum við að átta okkur á að Eingyðistrúin notar minni spámenn sem boðbera á hyggju eða isma eða heimspekiskóla. Fasismi og Marxismi eru þráttunarfrumspeki (Dialectical Metaphysics) og þráttunarefnishyggja (Dialectical Materialism).
Siðara blóðhafið er byrjað að flæða. Þegar spádómnum var upp lokið fyrir sex til sjö árum, var það framborið hikandi, því ekki var ljóst hvernig hann myndi staðfærast (Manifest).
Ætíð þegar heimskerfi, heimssýn, heimsmynd, eða heimsveldi, hrynja, gengur Cerberus laus, eða eiturtennurnar þrjár stýfa alla af með formælinum sínum. Þú ert að upplifa þriðja þekkta tilfelli mannssögunnar (ekki mannkynssögunnar) þar sem þetta gerist samtímis um alla jörð.
Allur ávinningur Húmanismans, síðan 1551, hrundi 11. mars 2020.
Hver eru hin tvö tilfellin sem þetta gerðist um alla jörð samtímis, að heimssýn og heimsmyndir hennar innféllu (og þolendur afneituðu því)?
* Trú er sannfæring þess sem er vonað, traust á því sem eigi er auðið að sjá. --Saúl frá Tarsus (Páll postuli) (https://www.biblehub.com/niv/hebrews/11-1.htm) Hefur sumsé minna með dulspeki að gera og meira með frumspeki og huglægt mat, en stundum hlutlægt.
** Heimspeki er móðir allra vísinda. Það sem nútímafólk heldur að sé vísindi, er ekki til, heldur er um merkingarlaust hugtak að ræða. Orðið Heimspeki, eins og það er notað í nútíma okkar og svonefndri vísinda-akademíu er hugtakafræði en ekki heimspeki. Einföldun; þegar ég nota orðið heimspeki, meina ég eitthvað annað en þegar þú notar það, og vísindi eru ekki til, en verkfræði er til. Þetta skilst betur eftir um það bil öld eða svo.
*** Samhljómur (Consensus) sósíalismans, krefst þess að allir fletji út rökgreind (IQ) sína og beygi sig undir einn sannleika hjarðarinnar. Þetta er mótsælis (Diametric opposite) við Samstillingu (Coordination) fólks sem ekki hefur flat-skorið greind sína inn í félagslegan-jöfnuð, heldur valið af íhugun og yfirvegun hvenær stilla þarf strengi sína með hópnum og hvenær staldra við og benda á. Hér erum við komin að atriði sem við höfum ítarlega dregið fram síðustu árin (og örfáir eru byrjaðir að sjá hvað er); að rökrétt er ekki alltaf raunsætt, og að raunsæi fjölæringa virkar oft órökrétt í huga flatneskju-huga efnishyggju og félagshyggju. Eða, mann-verur eru ekki mann-eskjur, mann-kyn er ekki mann-fólk. Í dag eru sumsé tvenns konar tvífætlingar á jörð, en þó þeir líti eins út hefur annar þeirra heila og hinn huga.
Úr einu í annað:
Fyrir fólk með sterkar taugar, verð ég að minna á heimildamynd Stew Peters, Died suddenly. Írekun, aðeins hafir þú sterkar taugar. Ég hef sjálfur ekki treyst mér enn til að horfa, enda veit ég meirihluta efnisins, eftir grúsk og innsæi undangenginna 33ja mánaða.
Athugasemdir
Þakka þér, Guðjón, fyrir fræðslu og hugleiðingar. Ég næ varla að fylgja þér á köflum, þar eð ég er ekki nógu vel að mér um spámennina og farinn að ryðga í skólaspekinni. En hvað er "kynþvætti?"
Arnar Sverrisson, 25.11.2022 kl. 10:14
Takk fyrir góð orð, Arnar.
Kynþvottur er orð sem ég setti saman til að snara enska orðinu Grooming yfir á Íslensku þ.e. orðin sem orðabók M&M ráðleggur eru ýmist óþjál eða benda til annars.
Ég ritaði grein um hvernig ég skilgreini þetta í vor, en því miður er hún hluti af greinasafni sem ég fjarlægði af Netinu í sumar.
Guðjón E. Hreinberg, 25.11.2022 kl. 11:40
Það átti að koma út bók fyrir nokkrum árum þar sem er önnur tölfræði um helförina svonefndu. Sú bók var auglýst í Bókatíðindum fyrir jólin. Held að þetta hafi verið 2020, í kófinu. Menn hörmuðu að bókin var auglýst í Bókatíðindum. Hvergi sást bókin í bókahillum. Rétt fyrir jólin 2020 fór ég í Eymundsson í Austurstræti, sem er ein stærsta og menningarlegasta bókabúðin á landinu (hinum hefur verið útrýmt). Ég spurði um þessa bók, og marxískur piltur um tvítugt varð fyrir svörum og meira mátti lesa af fasi hans og vandlætingu en orðum. Hann var mjög loðinn í svörum fyrst, en talaði um að sumar bækur tefðust. Ég spurði hvort búið væri að banna bókina, hann hálfviðurkenndi það með því að tala illa um útgefandann, sagði hann nazista. Ég bað um sannanir fyrir því. Hann gúgglaði einhver tengsl. Ég sagði að bækur væru ekki bannaðar á Íslandi. Ég spurði hvort bókinni væri ekki dreift. Hann sagði að þetta eyðilegði vitund fólks og væri lygi og rangsnúningur á sögunni, pólitískur áróður. Ég benti á bækur um kommúnisma sem voru fyrir allra augum og spurði hvort þær væru ekki pólitískur áróður. "Viðurkennt, kennt í skólum, hitt er rangsnúningur á sögunni". Ég spurði hvort fólk mætti ekki gera það upp við sig sjálft hvað væri rétt söguskoðun. Þá sagði hann að útgefandinn hefði tengsl við þá sem væru á móti Covid-19, að þetta væri allt sama hægriöfgahyskið og stæði með Trump. Ég sagðist ekki hafa lesið umrædda bók, hvorki á ensku né öðrum tungumálum, en þetta samtal mitt við hann sannfærði mig um að eitthvað viðkvæmt efni væri í bókinni sem væri satt en ekki lygi, fyrst það væri bannað á Íslandi, eða svona viðkvæmt fyrir opinbera söguskoðun. Síðan fór ég og varð að sætta mig við aðrar bækur. Niðurstaðan var sú að bækur eru bannaðar á Íslandi. Þetta er móðgun við lýðræði og menningu í landinu, að kúgun ríki í menningarmálum, að farið sé með fólk eins og börn eða bjána sem trúa einni túlkun. Þakka fyrir góðan pistil Guðjón, fagna mjög að þú ert farinn að nota íslenzkuna enn betur og nota erlendu fræðiorðin innan sviga.
Ingólfur Sigurðsson, 25.11.2022 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.