Mánudagur, 14. nóvember 2022
Vinstri-öfgar í hnotskurn
Í samræðum við eldri borgara í borðsal á spítalanum, í umliðinni viku, lét ég þau orð falla (varðandi sósíalismann) að "íhaldsmenn hefðu byggt upp heilbrigðisþjónustuna, en sósíalisminn stolið henni, breytt henni í kerfi, og eignað sér heiðurinn."
Þau gömlu kinkuðu öll kolli, enda vita þau þetta betur en þú. Því þau borguðu brúsann.
Daginn eftir var ég útskrifaður og settur á dagdeild, en ég held að það sé ótengt.
Já, ég þurfti aftur á spítalann, núna í viku.
Það er þér að kenna.
Þú hugsar ljótar hugsanir.
Þú ert alinn upp, gegnsósa í sósíalisma og þegar þér er sagt frá því, heldurðu að það sé samsæriskenning.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.