Kommúnisminn er horfinn, lengi lifi Marxisminn

Þar sem ég er ekki Antivisti, er ég fær um samræður við venjulegt fólk meðal almennings, án þess að reyna að vekja það til einhverra sannleika. Auk þess hef ég verið meðlimur í kristnum söfnuði sem stundar trúboð, og er því frábitinn slíkum ósiðum að fenginni reynslu.

 

 

Eitt af því sem þú lærir ef þú ert fær trúboði, er að hlusta á fólk. Þú getur ekki selt neinum sannleikann um lygarnar sem lýsa veruleika hans nema hlusta á hann fyrst og síðan að fá leyfi til að bregðast við.

Ég stunda ekkert trúboð í dag, það er ósiður, en þó ég þoli ekki fólk hef ég ennþá gaman af að hlusta á það; þannig hef ég komist að ýmsu síðustu árin og lært að skilja hvers kyns költ söfnuður það er sem nútímafólk tilheyrir, og að það veit ekki af því.

Fólk veit svo margt eftir ofmenntun og fjölmiðlun samtímans, að það sér ekki að það skilur ekki merkingarfræði þess sem það veit, því veit það ekkert og skilur enn minna.

Þannig séð kom mér ekki á óvart þegar költið steingerðist 11. mars 2020, því ég var búinn að útskýra það með aðferðum þriggja heimspekiskóla (vísindaaðferða) áður en það gerðist. Að vísu brá mér hressilega, hversu baneitrað fólk er, og að sjá allar greiningar mínar sannaðar og það hafði slæm áhrif á heilsu mína.

Ég hafði nebblega fallið á Pandóru prófinu og leyft mér að vona, í stað þess að treysta á styrk örvæntingar.

Það er mitt vandamál, vissulega. En ég hlusta ennþá á fólk. Það sem hefur komið mér mest á óvart síðustu þrjú árin er að almennt fólk hefur ekki hugmynd um hvað kommúnismi, marxismi eða sósíalismi eru, ekki minnsta grun.

Aukinheldur hefur þetta sama fólk, jafnvel þó það hafi langskólanám í herðakistlinum, ekki minnsta áhuga á að komast að því, hvað þá að skilja afleiðingarnar af því; jafnvel þó þau séu öll að blæða fyrir það á þrennum vígstöðvum.

Þú blæðir: Á skrokknum. Með buddunni. Með einstaklings-, eigna-, og tjáningarréttindum,  les, borgararéttindum.

Svo hvað er sósíalismi og tvær dætur hans, kommúnismi og marxismi? Ég vil minna þig, áður en ég svara spurningunni, á nýlega færslu sem svarar spurningunni hvað eru hægri-öfgar.

Sósíalismi er þetta:

a) Ríkið er almáttugur guð.

b) Nefndir, teymi, ráð, reglugerðir og verklagsreglur Ríkisins, hafa alltaf rétt fyrir sér (og vísindi þess staðfesta þetta).

c) Sértu ósammála a og b, ertu öfgafullt rangmenni, sem má jaðarsetja, svifta atvinnu, ritskoða og leggja í einelti.

d) Ríkið og vísindi þess, stunda nauðungar- trúboð og þú skalt trúa á leiðtoga þess og sannleika með góðu eða illu.

Það síðasta sem költisti áttar sig á, er að hann sé í költi, nema þegar költið hrynur utanaf honum. Þá mun hann segja, þetta vissi ég nú alltaf.

 

Á persónulegu nótunum:

Þú færð ekki fólk, sem hvorki skilur veruleikann sem það lifir né kærir sig um að skilja hann, til að skilja Covid heimsveldið eða Úkróstríðið, en barnabörn þeirra munu fyrirgefa ömmu og afa þegar þau endurbyggja upp úr rústunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þegar Karli Marx tókst loksins að koma út fyrsta bindi af bók sinni Das Kapita tóku nokkri menntamenn að glugga í hana. Það var mál þeirra manna að fáir myndu lesa þá bók og enn færri skilja hana. Friedrich Engels las verkið yfir meðan það var í smíðum og sagðist ekki skilja eitt og annað í verkinu. Karl svaraði því til að það væri vegna þess að hann væri ekki nógu gáfaður. Rússneskur fræðimaður sem elskar Stalín sagði verkið vera eitt stórt lundareykjadalskjaftæði (e. demagoguery) og ekki hægt að byggja nothæft hagfræðimódel á grunni þess.

Helgi Viðar Hilmarsson, 13.11.2022 kl. 08:44

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Jeffrey Sachs sem var efnahagsráðgjafi Clinton stjórnarinnar í málefnum Austur-Evrópu sagði á dögunum að US hefði sitt lifibrauð af því að ljúga.

Helgi Viðar Hilmarsson, 13.11.2022 kl. 08:47

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég man ekki hvort það var Thomas Sowell (sem hóf ferilinn sem Marxisti og er að ljúka honum sem færasti íhaldspenni aldarinnar) sem benti á að Marx hafi varla verið búinn með fyrta bindið þegar hann dó, en annað og þriðja hefði verið samansafn af glósum. Þetta gæti þó hafa komið fram í podcasti á vegum Lew Rockwell þar sem farið var í djófladýrkunarkukl Karls.

Guðjón E. Hreinberg, 13.11.2022 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband