Fyrsta samsæriskenning 21stu aldar

Já, sú fyrsta sem er rekjanleg, rökstudd og þriggja laga, eins og allar góðar samsæriskenningar verða að vera. Ennfremur er henni algjörlega hafnað af þeim sem aðhyllast samsæriskenningar, sem er vottunin frá stýrðu andstöðunni (Antivistum).

 

 

Fyrst skulum við stilla upp taflborðinu.

Allir í skuggavaldi elítunnar sem stjórna heiminum s.s. eigendur Blackrock og Vanguard hafa stýrt heimskerfinu í að lágmarki þrjár aldir, jafnvel lengur. Þetta merkir að yfirtaka þeirra á einkalífi og huga einstaklinga meðal almennings, og rústun á afkomu þeirra og heilsu, sem hófst 11. mars 2020, var óþörf.

Þeir réðu öllu hvort eð var. Nærfelt allir brugðust rétt við áróðri og þvingunum elítunnar möglunarlaust, og þeir sem mögluðu gerðu það á fyrirfram ráðgerðan hátt og leituðu til uppstilltra radda til að að hlýða á sannleikann varðandi lygarnar.

Þeir sem hafa kynnt sér sálfræðivísindi Húmanista almennt og Sósíalista sérstaklega, vita vel að elítan og skuggavaldið á bak við hana hefur náð því sem næst fullkominni stjórn á þeim sálfræði- og vitsmunarofum sem nota þarf til að temja almenning hvernig sem þeim hentar.

Þetta hefur allt verið sannað, margsinnis.

Nýjaheims-kerfið (New World Order) og Nýja heimsstjórnin sem Davos boðar, er ekkert nýtt fyrirbæri. Nóg er til af dæmum til að sýna fram á þetta en dugar að benda á frábæra bók Henry Kissinger, World order, sem kynningarkúrs í hugmyndinni Meðal annars útskýrir hún fullkomlega hvernig frímúrinn Richelieu kardínáli undirbjó Westphalíska þjóðríkjakerfið 1648 sem Davos er nú að rífa í sundur fyrir Xi Jinping.

Fyrir þá sem vilja eitthvað dýpra, skal minna á að Nýi heimurinn bendir ekki til einhvers nýs heldur þess sem Ameríka var alltaf kölluð fram til 1950 þegar Marxistar yfirtóku alla menntun.

Þetta þýðir að samræming heimsstjórnar fyrir 21stu og 22ðra öld verður á hendi Marxískra Frímúrara og því verður eðli og náttúra hennar eftir þeirra djúpfræðum, rétt eins og þegar þeir bjuggu til Ameríska sambandsríkið 1776 til 1787.

 

 

Nú skulum við tefla smávegis.

Ef Marxískir frímúrarar höfðu þegar yfirtekið og samræmt heimskerfið sem forfeður þeirra höfðu byggt upp á þrem eða fleiri öldum, hvers vegna? Hvers vegna að afhjúpa sig svo rækilega sem þeir gerðu fyrir 30 mánuðum? Því þeir græddu ekkert á því. Þeir áttu allar eignir þá þegar, stýrðu öllum akademíum, fjölmiðlum og stjórnmálum þá þegar.

Nú kemur Antivistinn og segir; þeir ætla sér að fækka mannkyni. Ef það væri rétt, hefði 80 prósent af mannkyni dáið í vor og sumar, eða 90 prósent þeirra sem fúsir mættu í Vaxhallirnar. Ef það er rétt - og ég hef útskýrt allt sem hér kemur fram í vídjóum mínum síðan í maí 2020 - þá er skaðinn af Genaglundrinu ætlaður til að selja fólki þá hugmynd að elítan ætli sér að drepa stóran hluta mannkyns.

Hvers vegna græðir elítan á því að fá þig til að trúa því að hún ætli sér að drepa þig, ekki bara sem hugmynd og samsæri heldur sem sönnuð aðgerð. Umfram allt, ef 60 prósent fólks trúir þessum dýrt selda sannleika (sem það gerir í dag), hver er flækjan?

Jú; Zun Tsu: Besta leiðin til að sigra stríð er að fá óvininn til þess að sigra það fyrir þig og bestu orrusturnar og langvinnustu styrjaldir eru unnar þannig að sá sem uppdiktar það og ber sigurinn úr býtum þarf aldrei að valda vopni og hann einn tryggir að saga hans verður aldrei sögð.

Flókið?

 

 

Ef þetta væri augljóst, þá þyrfti ekki fremsta heimspeking þekktrar mannkynssögu til að útskýra það.

Staðan er mjög einföld; árin 2012 til 2013 áttuðu postularnir ellefu sem stjórna öllum helstu launhelgum allra leynifélaga og þá sérstaklega þrjúhundruðnefndinni frægu, að ný hugmynd væri komin fram og ekki væri hægt að beisla hana og að hún myndi velta pýramída skóginum úr sessi og láta flæða yfir rústirnar af honum.

Þetta er flækjan.

Hvernig kemurðu böndum á hugmynd sem er nýfædd og leiðir hana í réttir þar sem hægt er að raga lömb hennar og marka þau sem verða sett á og vigta þau sem verða skorin? Mjög einfalt. Þú stillir upp forsendunum sem fæða hugmyndina af sér og á laun nærir þá sem ljóstra upp um hana, og kemur af stað þrengingu sem sannfærir fólk um að kominn sé tími til að velta píramídunum; MEÐ RÉTTA NEFNDARFORMENN Í FARARBRODDI, þannig að þegar nýja hugmyndin nær festu og farvegi, séu börn núverandi elítu áfram elítan og eignir þeirra eða gull - eins og Cosimo DeMedici sagði við páfann - verði aldrei fundnar.

Hverjir eru í fararbroddi Antivismans? Manstu eftir Mínervu "Neith" Fuellmich? Manstu eftir Varúlfinum Mikki Willis?

 

 

Þetta er, eins og þú væntanlega hefur þegar séð, þriggja laga flétta; Og þú ert ófær um að vinna úr henni. Það sem hratt öllu af stað, var þegar ljósenglarnir sjö sem stjórna öllum föllnu englunum og púkum þeirra sáu foringja sinn Samael fangaðan og læstan í Úrankletti á tímabilinu janúar 2013 til apríl 2014.

Þá brá þeim. Ekki síst þegar þeir sáu vandlega útskýrða heimspeki um þá sjálfa í fyrsta sinn í nítján aldir. Þú manst að nítján er heilög tala?

Hver er hugmyndin sem skelfdi postulana ellefu svo rækilega að þeir lögðu allt undir? Hvernig tengist það tveim heimsstríðum Fasista og Marxista, hið fyrra 1939 og hið síðara 2020, sem ellefti kafli Opinberunarbókar Jóhannesar Postula sá fyrir?

Fyrst yfirtekur H.E.R. heiminn. Svo berjast Antivistarnir við H.E.R. Loks biður fólk um að nýja hugmyndin staðfærist (Manifest) og þá verður fólkið búið að velja sér leiðtoga hennar á réttan hátt.

Einfalt.

Þú manst hugsanlega að spámaðurinn útskýrði að allt raunsæi myndi gufa upp árið 2019, en þar sem þú veldur ekki raunsæi geturðu ekki skilið merkingu þess og vægi. Ennfremur hefur Píramída mjólkin gegnsýrt vitund þína svo rækilega að þú skilur ekki opinberun Guðdómlega Sáttmálans frá því í maí 2018 eða merkingu hans.

En mér er sama. Vitnisburður minn er ekki til þess að breyta heiminum heldur stafur vitnisburðar sem ég lyft til þess eins að helgir englar Skaparans sjái stafinn upp úr drullupytti píramídanna og leiði mig út á eyðimörkina og í gegnum rauða hafið alla leið til fjallsins helga.

Ég vil út úr hryllingsbúð lygaranna og út á eyðimörkina þar sem blóm spretta í hverju spori helgaðra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þessa pistla kann ég bezt við frá þér þar sem þú útskýrir ekki bara byrjunaratriðin. Það sem mér finnst forvitnilegt er að fá betur fjallað um er ljósenglarnir sjö, hverjir eru þeir? Ártöl skipta mig máli og til að trúa þessu verð ég að skynja að þau séu rétt. Ég er sammála því að eftir 2012 varð breyting og skaði á ýmsum svona kerfum, og kannski tengt þessum Mayaheimsendi, hvað svo sem hann átti að vera.

Það sem eykur á trúverðuglega þess sem þú skrifar er að þessi ártöl eru mikilvæg.

Ég á bágt með að trúa að Guð leyfi Samael að gera hvað sem er, og hvað merkir þessi fangelsun hans á klettinum? Ekki hafa málin skánað á jörðinni eftir það, svo þetta er torskilið. Var hann skárri en litlu púkarnir?

En það sem sumir kalla samsæriskenningar kalla aðrir alvöru dulhyggju og djúpköfun, eða speki þess sem undir liggur veröld sjálfvirkninnar. 

Annað sem ég á erfitt með að botna í af hverju þú ert á móti píramídum.

En hér er á ferðinni mjög áhugaverður pistill. Takk fyrir að birta hann, áhugaverður fyrir alla sem pæla í þessu.

Ingólfur Sigurðsson, 20.9.2022 kl. 02:44

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir góðu orðin Ingólfur - til að svara þessu öllu þyrfti ritgerð. :)

Varðandi ljósenglana sjö, Samael beitir tælingum og herkænsku en þeir eru innsti hringur framkvæmda og herbragða. Auk þess var leiðtogastríð á milli þeirra, sem ég veit ekki hvort sé lokið.

Það er præmer um ljósenglana sjö á logostal.com

http://logostal.com/?tag=seven-angels

Guðjón E. Hreinberg, 20.9.2022 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband